Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Amadeus borðstofuhúsgögn
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Komið og skoðið úrvalið
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
ekki hafa úr miklu markaðsfé að
moða, náð árangri sem þau gátu ekki
látið sig dreyma um hér áður.“
Valdimar segir hefðbundna aug-
lýsingalíkanið í bobba. „Tölurnar eru
allar niður á við hjá hefðbundnum
miðlum eins og áskriftarsjónvarpi og
blöðum. Þetta er orðinn opnari víg-
völlur. Ef þú ert áhugaverð persóna
með góðan hóp fylgjenda beinist
áhugi auglýsenda að þér.“
Valdimar segir að þessi leið við
markaðssetningu sé góð að því leyti
að þarna séu einstaklingar að tala
beint við aðra einstaklinga án milli-
liða. „Fólk ákveður sjálft að horfa á
svona. Þetta er ekki „truflunarmark-
aðssetning“ þar sem til dæmis sjón-
varpsþáttur er rofinn með auglýs-
ingu.“
Hægt að ganga of langt
En er ekki hætta á að menn gangi
of langt í auglýsingamennskunni á
kostnað efnisins?
„Jú, vissulega er alltaf hætta á því,
en þá er auðvelt að finna bara annan
áhrifavald og svo koll af kolli. Ís-
lenska hugbúnaðarfyrirtækið Ghost-
lamp hjálpar til dæmis fyrirtækjum
að finna fullt af smærri áhrifavöld-
um, þannig að þegar einn dettur úr
tísku, þá er bara að snúa sér til þess
næsta. Auglýsendum er nokkuð
sama, bara ef þeir ná til síns mark-
hóps á sem áhrifamestan hátt.“
Valdimar segir að áhrifavalda-
markaðssetning verði sífellt veiga-
meiri eftir því sem eldri aldurshópar
byrji að nota miðlana. „Þetta er ekki
lengur bundið við fólk undir 20 ára.“
Mikil lærdómskúrfa
Hugi Sævarsson framkvæmda-
stjóri Birtingahússins, sem þjónust-
ar fyrirtæki í markaðsmálum, meðal
annars við gerð birtingaáætlana,
segir að Birtingahúsið hafi nýtt sér
krafta áhrifavalda í nokkrum mark-
aðsaðgerðum. „Við, eins og aðrir,
höfum verið að fikra okkur áfram í
þeim málum. Það er mikil lærdóms-
kúrfa í gangi bæði hjá seljendum og
kaupendum,“ segir Hugi.
Hann segir að enn skorti nokkuð á
rannsóknir um árangur af notkun
áhrifavalda í markaðssetningu. „Við
höfum hins vegar ákveðna mæli-
kvarða til hliðsjónar til að meta ár-
angur herferða. Þetta er eins og svo
margt annað í örri þróun og gerjun.
Enn sem komið er þá eru þessi
markaðstól ekki mjög stór hluti af
heildarauglýsingaveltunni hérlendis
en eru líkleg til að sækja í sig veðr-
ið.“
Notkun áhrifavalda
orðin viðurkennd aðferð
Morgunblaðið/Ófeigur
Tíska Verslun H&M í Smáralind er sú fyrsta af þremur. Hinar verða í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.
H&M notar áhrifavalda og samfélagsmiðla meðan fólk kann að meta það
Markaðssetning
» Fyrirtæki eins og Eylendan
og Áttan bjóða upp á auglýs-
ingar hjá áhrifavöldum.
» Áhrifavaldar eru ein-
staklingar sem njóta vinsælda
á samfélagsmiðlum og hafa
marga fylgjendur sem fylgjast
með færslum á miðlum eins og
Snapchat, Instagram og Face-
book.
» Einn frægasti áhrifavaldur í
heimi er bandaríska raunveru-
leikastjarnan Kim Kardashian.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Notkun áhrifavalda á samfélags-
miðlum er orðin viðurkennd aðferð
við markaðssetningu, að sögn Valdi-
mars Sigurðssonar prófessors í
markaðsfræði og neytendasálfræði
við Háskólann í Reykjavík.
Þessi markaðsaðferð fer mjög
vaxandi, að hans sögn, en í fjölmiðl-
um hefur mikið verið rætt um
áherslu tískuvöruverslunarinnar
H&M á slíka markaðssetningu
vegna opnunar aðalverslunar fyrir-
tækisins hér á landi í Smáralind í
dag, laugardag.
Fyrirtækið sendi ýmsum þekktum
einstaklingum veglegt boðsbréf á
foropnun síðasta fimmtudag þar sem
fólk gat verslað með 20% afslætti,
látið taka af sér ljósmyndir og miðlað
síðan reynslu sinni á samfélagsmiðl-
um.
Joanna Morell samskiptastjóri
H&M á Íslandi og í Noregi segir í
samtali við Morgunblaðið, spurð að
því hvort þessi nálgun sé orðin ráð-
andi hjá félaginu þegar nýjum búð-
um sé hleypt af stokkunum, að fyr-
irtækið noti ávallt blöndu af
markaðsaðgerðum til að ná athygli
viðskiptavina. „Þar sem margir við-
skiptavina okkar eru á netinu og á
samfélagsmiðlum í leit að innblæstri,
þá er eðlilegt að bæta þeirri mark-
aðsleið við. Við munum halda áfram
að nota samfélagsmiðla og áhrifa-
valda svo lengi sem við teljum að við-
skiptavinirnir kunni að meta slíkt,“
sagði Morell.
Hún segir að Íslendingar hafi tek-
ið frábærlega á móti H&M. „Við er-
um gríðarlega spennt að vera nú að
opna fyrstu verslun okkar á Íslandi
og bjóða viðskiptavinum upp á frá-
bæra verslunarupplifun.“
Er að aukast mikið
Valdimar segir að notkun áhrifa-
valda við markaðssetningu sé ekki
ný af nálinni. „Vægi áhrifavalda-
markaðasetningar er hins vegar að
aukast mjög mikið. Nú getur hver
einasti Jón og Gunna orðið stjarna
milliliðalaust og þarf ekki að reiða
sig á einhverja aðra miðla til þess. Á
sama tíma geta lítil vörumerki sem
22%, og í flutn-
ingsmiðlun um
liðlega 25 millj-
ónir evra, eða
84%, þar af 22
milljónir evra
vegna nýrra fé-
laga.
Hagnaður
fyrir afskriftir
og fjármagnsliði,
EBITDA, nam
16,7 milljónum króna á síðasta árs-
fjórðungi og jókst um 0,5 milljónir
evra frá sama fjórðungi í fyrra.
Gylfi Sigfússon forstjóri segir
árangur fjórðungsins hafa litast af
gengissveiflum. „Rekstrarreikn-
ingur félagsins er tiltölulega vel
varinn fyrir gengissveiflum en
efnahagsreikningurinn er opnari
gagnvart þeim. Um 6,5% veiking
Bandaríkjadollara gagnvart evru
og um 3,7% styrking íslensku
krónunnar gagnvart evru á öðrum
ársfjórðungi leiddu til 2,0 milljóna
evra gengistaps. Samanborið við
1,2 milljóna evra gengishagnað á
öðrum ársfjórðungi 2016 nemur
neikvæður viðsnúningur á milli
ára 3,2 milljónum evra.“
Í kjölfar tilkynningar um afkom-
una lækkaði gengi hlutabréfa í
Eimskip um 6,2% í 321 milljónar
króna viðskiptum í Kauphöllinni í
gær.
Hagnaður Eimskips á öðrum árs-
fjórðungi nam 4,9 milljónum evra,
jafngildi liðlega 620 milljóna króna
á núverandi gengi. Til saman-
burðar var hagnaður félagsins 8,8
milljónir evra á öðrum fjórðungi í
fyrra. Meginskýring minni hagn-
aðar er 3,2 milljóna evra breyting
á gengismun á milli tímabila, að
því er fram kemur í afkomu-
tilkynningu Eimskips til Kaup-
hallar.
Tekjur félagsins námu 173 millj-
ónum evra, jafngildi um 22 millj-
arða króna, og jukust um 37% frá
öðrum ársfjórðungi í fyrra. Tekjur
í áætlunarsiglingum jukust um
tæplega 22 milljónir evra, eða
Afkoma Eimskips litaðist
af neikvæðum gengismun
Gylfi
Sigfússon
Tekjur jukust um 37% milli ára m.a. vegna nýrra félaga
26. ágúst 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.08 107.6 107.34
Sterlingspund 137.31 137.97 137.64
Kanadadalur 85.43 85.93 85.68
Dönsk króna 16.962 17.062 17.012
Norsk króna 13.626 13.706 13.666
Sænsk króna 13.256 13.334 13.295
Svissn. franki 110.96 111.58 111.27
Japanskt jen 0.9792 0.985 0.9821
SDR 150.92 151.82 151.37
Evra 126.18 126.88 126.53
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9024
Hrávöruverð
Gull 1287.05 ($/únsa)
Ál 2104.0 ($/tonn) LME
Hráolía 52.55 ($/fatið) Brent
SMARTLAND