Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Á Breiðamerkursandi Jökulsárlón er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Jökullinn, hafið og ekki síst fjölbreytt sjónarspil ísjakanna heilla. Sumir fara upp á brúna í leit að góðu sjónarhorni. RAX Í 2. gr. stjórnarskrá Íslands er kveðið á um þrígreiningu ríkis- valdsins. Þar segir að Alþingi og forseti lýð- veldisins fari með löggjafarvaldið, stjórn- völd með fram- kvæmdavaldið og dóm- endur með dómsvaldið. Þessi þrígreining ríkisvaldsins er einn af hornsteinum lýðveld- isins Íslands sem réttarríkis og á m.a. að tryggja dómstólunum sjálf- stæði. Nú ber svo við að hér á landi eru í gildi lög um framkvæmd refsinga. Í 80. gr. þeirra er fjallað um reynslu- lausn. Með reynslulausn má fella niður hluta refsingar og er það á valdi Fangelsismálastofnunar rík- isins. Stofnunin getur þannig, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, fellt niður helming refsingar sem dómstólar hafa dæmt í refsimálum. Á það einkum við um mál sem ekki teljast mjög alvarleg. Þó getur stofnunin í málum sem teljast alvar- leg, að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum, fellt niður helming refs- ingar. Það sama á við ef fyrir liggur að um erlenda ríkisborgara sé að ræða sem munu sæta brottvikningu af landi brott af afplánun lokinni. Sá sem gerist sekur um alvarlega líkamsárás eða manndráp og er dæmdur í t.d. 16 ára fangelsi getur þannig, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið niður felldan helming refsingar þrátt fyrir að dómstólar landsins hafi dæmt hann í 16 ára fangelsi. Með þessu fyrirkomulagi er fram- kvæmdavaldinu í raun veitt heimild til þess að ógilda að hluta dóma í refsimálum og lækka refsingar. Þetta fyrirkomulag er brot á þrígreiningu rík- isvaldsins. Dómstólar, sem ákveða eiga refs- ingar með dómum sín- um, eru í raun gerðir marklausir. Dómar þeirra hafa þannig í raun takmarkað gildi. Víða erlendis er þessu þannig farið að í dómsorði er kveðið á um það hvort eða hve- nær sá dæmdi getur í fyrsta lagið fengið reynslulausn. Þannig er það á valdi dómstólsins að ákveða slíkt. Fram- kvæmdavaldið sér síðan um fram- kvæmd refsingar í samræmi við dómsniðurstöðuna. Það er löngu tímabært að breyta þessu fyrir- komulagi hér á landi. Alþingi Íslend- inga á að samþykkja þessa laga- breytingu og fella hana inn í hegningarlög og eins lög um fram- kvæmd refsinga. Dómstólar þyrftu þannig framvegis í dómsniðurstöðu í refsimálum að taka til þess afstöðu hvort hinn dæmdi eigi að fá reynslu- lausn og ef svo er þá hvenær í fyrsta lagi. Að öðrum kosti eru dómar ís- lenskra dómstóla í refsimálum að hluta til marklausir. Fyrirkomulag þetta er auk þess brot á stjórnar- skrá. Eftir Guðna Á. Haraldsson »Dómstólar, sem ákveða eiga refs- ingar með dómum sín- um, eru í raun gerðir marklausir. Dómar þeirra hafa þannig í raun takmarkað gildi. Guðni Á. Haraldsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Þrígreining ríkisvaldsins Íslenskur landbún- aður getur gegnt lyk- ilhlutverki í því mik- ilvæga verkefni að við sem þjóð náum árangri í loftslags- málum. Bændur ættu að senda stjórnvöldum tilboð strax í dag um að gera kolefnis- búskap að nýrri bú- grein. Þekking á bindingu og losun gróðurhúsaloftegunda er oft yf- irborðsleg í daglegri umræðu. Margir þeirra staðla sem alþjóð- legir ráðgjafar í loftslagsmálum notast við hafa ekki verið sann- reyndir hér landi. Of mikil óvissa og ágiskun er þar á ferðinni. Margt í loftslagsfræðum virðist stangast á innbyrðis og árangri verður aðeins náð með fagmennsku og öflun þekkingar. Á Íslandi hefur áunnist allnokkur þekking á þessu sviði sem vert er að þróa, miðla og nota. Sem dæmi má nefna að mæl- ingar hérlendis hafa sýnt að losun vegna tiltekinnar landnotkunar, t.d. framræslu á mýrartúni, er um 80% minni en þau viðmið sem al- þjóðlegar leiðbeiningar styðjast við. Þetta er þó ekki aðalatriði heldur hitt að fram eru að koma nýjar erlendar rannsóknir og vitn- eskja um losun og bindingu í land- búnaði. Þar er um að ræða vís- bendingar sem Landbúnaðar- háskóli Íslands og Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins verða að sameinast um að sannreyna betur og miðla. Sauðfjárrækt kolefnisjöfnuð Sauðfjárbændur hafa ályktað að búgrein þeirra verði kolefnisjöfnuð. Innan tíðar á að liggja fyrir fyrsta tilraun til útreiknings á bindingu og losun sauðfjárbúa. Grunnur að árangri er að bóndinn þekki vel bú sitt og jörð. Bóndinn verður að hafa þekkingu á hve mikið bú hans los- ar af gróðurhúsa- lofttegundum. Ekki síst hvernig bústjórn hans getur haft áhrif á þá losun og hve mik- ið jörðin hans, býlið allt, getur bundið um- fram losun vegna rekstrar. Þannig getur bóndinn bætt við sinn rekstur nýrri búgrein – kolefnis- búskap. Hann ætti að geta öðlast vottun á staðbundinni sjálfbærni bús síns, en í því efni hefur MAT- ÍS unnið brautryðjandastarf. Í þessu liggja mikil verðmæti fyrir alla landsmenn og okkur sem ábyrga þjóð sem ætlar að ná mark- miðum sínum í loftslagsmálum. Margt smátt gerir eitt stórt. Vel framræst ræktarland losar minna af „hláturgasi“ en blautt. Gott við- hald á framræslu er þar lykilatriði. Gæti bóndi að sýrustigi jarðvegs og beiti reglulegri kölkun má þar á ofan nánast koma í veg fyrir slíka losun. Nýjar rannsóknir sýna að gras til fóðurgerðar og framleiðslu á búvöru losar mun minna en korn og framleiðsla kjöts og mjólkur á einærum jurtum. Ákveðnar vís- bendingar eru um að lítilsháttar íblöndun þaramjöls í fóður naut- gripa minnki losun frá meltingu þeirra. Bætt bústjórn og orkunýtni Jarðir bænda hafa yfirleitt til að bera fjölbreyttan gróður og land- gerð. Þekking á bindingu kolefnis á einstökum gerðum lands og gróð- urs skiptir þar sköpum. Í mörgum tilfellum má stýra landnotkun þannig að endurheimt á votlendi geti verið framlag til bindingar. Bætt bústjórn, svo sem breytt og bætt meðhöndlun búfjár- áburðar, innkaup aðfanga, fóðr- unarstefna búsins og aðferðir við fóðurgjöf, er áhrifaríkur þáttur. Við notum endurnýjanlega orku til að loftræsa kartöflugeymslur, mjólka og lýsa gróðurhús. Er það ekki ákveðið forskot? Val á orku- gjöfum skiptir máli. Fjölbreytni jarða býður einnig upp á aðra möguleika eins og land- græðslu sem bindur. Þar við bætist framleiðsla á rafmagni með bygg- ingu og rekstri smávirkjana sem aftur geta orðið forsenda fyrir orkuskiptum í samgöngum. Nú í sumar hefur verkefninu „Hleðsla í hlaði“ verið ýtt af stokkunum og sýnir það meðal annars að bændur geta líka tekið þátt í uppbyggingu nauðsynlegra innviða við rafbíla- væðingu. Tímamótaárið 2017 Gerum árið 2017 að tímamótaári, þar sem við leggjum grunn að nýrri og öflugri búgrein, kolefn- isbúskap, sem getur fært okkur sem þjóð mikil tækifæri til að tak- ast á við skuldbindingar okkar og ekki síst að skapa með því grunn að styrkari byggð í sveitum. Það er óþarfi að gefast upp fyrir þessu verkefni með því að senda mikla fjármuni til annarra landa í því skyni að kaupa losunarheimildir þegar vel má kaupa slíka þjónustu af landbúnaði og íslenskum bænd- um. Eftir Harald Benediktsson » Gerum árið 2017 að tímamótaári, þar sem við leggjum grunn að nýrri og öflugri bú- grein, kolefnisbúskap, sem getur fært okkur sem þjóð mikil tækifæri til að takast á við skuld- bindingar okkar. Haraldur Benediktsson Höfundur er alþingismaður. Tækifærið er núna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.