Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d.
kerfisloft eða á vegg
Baðviftur
Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A)
atnskæld kælitæki
Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem
loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað og stýringar.
Anddyris-
hitablásarar
Bjóðum upp á mikið úrval
loftræstikerfa
fyrir heimili og fyrirtæki
Kínverska þjóðar-
skútan, stórskip með
1,3 milljarða manns um
borð, dregur að sér at-
hygli í síauknum mæli.
Á þessu ári verður at-
burður sem mun
ákvarða hvert og
hvernig fleyið siglir
fram á við.
Síðar á þessu ári
heldur Kommúnista-
flokkurinn, ríkjandi flokkur Kína, sitt
19. landsþing. Þingið verður haldið á
þýðingarmiklum tíma fyrir þróun
ríkisins. Þar verður fjallað um þróun
og málstað flokks og þjóðar, örlög
kínversks sósíalisma sem og grund-
vallarhugðarefni meirihluta kín-
versku þjóðarinnar. Í ljósi alþjóð-
legrar stöðu og áhrifa Kína mun
þetta einnig hafa áhrif á frið og
framþróun á heimsvísu.
Kommúnistaflokkurinn heldur
landsþing fimmta hvert ár. Á síðustu
fimm árum frá seinasta þingi hefur
miðstjórn flokksins undir forystu Xi
Jinping sett fram röð mikilvægra
stefnumála, leyst úr fjölda langvar-
andi vandamála og náð miklum
árangri á mörgum sviðum og mætt
þannig kröfum og væntingum þjóð-
arinnar. Kommúnistaflokkurinn hef-
ur verið óbilandi í uppbyggingu á
sviði vistfræði, ýtt undir nútímavæð-
ingu á vörnum landsins og her-
málum, haldið á loft utanríkisstefnu
stórveldis með áherslu á kínversk
sérkenni og stuðlað að ströngu innra
eftirliti í flokknum að öllu leyti og
þannig barist gegn spill-
ingu af miklu afli.
Rétt eins og sá sem er
í skóm veit best hvort
skórnir passa veit hver
þjóð fyrir sig hvaða ismi
eða stefna getur leyst
þau sögulegu vandamál
sem blasa við. Kín-
verska þjóðin hefur
dregið þá bjargföstu
ályktun, sem er byggð
bæði á sögu og reynd, að
aðeins sósíalisminn geti
bjargað Kína og að að-
eins sósíalismi með kínverskum sér-
kennum geti stuðlað að þróun Kína.
Kínverska þjóðin, sem hefur mátt
reyna mótlæti og harðræði á síðustu
öldum, hefur tekið sögulegt stökk frá
því að rísa upp til hagsældar og aukins
styrks. Sósíalismi með kínverskum
sérkennum hefur gert leiðina greiðari
til nútímavæðingar fyrir þróunarlönd
og þannig gefið af sér kínverskt hug-
vit og kínverskar lausnir á vanda-
málum sem mannkynið glímir við.
Á sama tíma er Kína enn á frum-
stigum sósíalismans. Þrátt fyrir að
Kína sé annað stærsta hagkerfi heims
er verg landsframleiðsla rétt yfir átta
þúsund bandarískra dollara. Ójafn-
vægi á þróun milli svæða innanlands
er augljós og yfir 43 milljónir manns
búa enn við fátækt. Þrá kínversku
þjóðarinnar eftir hamingjuríku lífi er
sterkari en nokkru sinni fyrr; kröfur
hennar og væntingar eru jafnframt
fjölbreyttari en áður. Kínversk yf-
irvöld verða að halda áfram að leitast
við að auka velferð fólksins og efla
samfélagsjöfnuð og réttlæti þannig að
þjóðin geti deilt ávöxtum
framþróunarinnar á sanngjarnan
hátt og séð að hún hefur tilkall til
þeirra.
Kína stendur á nýjum sögulegum
byrjunarreit. Hin svokölluðu „tvö
aldarmarkmið“ eru annars vegar að
ljúka uppbyggingu hóflega velmeg-
andi samfélags á öllum sviðum við
hundrað ára afmæli Kommúnista-
flokksins árið 2021 og hins vegar að
gera Kína að nútímalegu sósíalísku
veldi sem er sterkt, blómstrandi, lýð-
ræðislegt, menningarlega þróað og
friðsamlegt fyrir aldarafmæli Al-
þýðulýðveldisins Kína árið 2049.
Þessi markmið setja ljóslega svip
sinn á söguleg verkefni, hernaðar-
legar ákvarðanir og raunhæfa stefnu
sem er efst á baugi þegar kínverska
draumnum um endurreisn þjóðar-
innar verður hrint í framkvæmd. Ég
óska 19. landsþingi Kommúnista-
flokksins velgengni þannig að flokk-
urinn geti stýrt kínversku þjóðar-
skútunni örugglega fram á við og lagt
enn frekar af mörkum í þágu friðar,
þróunar og framfara fyrir allt mann-
kyn.
Hvert siglir kín-
verska þjóðarskútan?
Eftir Zhang
Weidong »Rétt eins og sá sem
er í skóm veit best
hvort skórnir passa veit
hver þjóð fyrir sig hvaða
ismi eða stefna getur
leyst þau sögulegu
vandamál sem blasa
við.
Zhang Weidong
Höfundur er sendiherra Alþýðu-
lýðveldisins Kína á Íslandi.
Mikið yrði nú gott fyrir okkur að
gefa norsk-íslensku síldinni líf,
síldinni sem kom okkur upp úr
vesöldinni á sínum tíma með
síldarævintýrinu. Þótt ég sé einn
af mörgum sem eru á móti boðum
og bönnum og hafi þegið þetta
með þökkum á sínum tíma og
þannig átt þátt í að drepa vor-
gotssíldina
finnst mér
að við eig-
um alfarið
að banna
síldveiðar
núna nema
til mann-
eldis.
Íslend-
ingar urðu
þeirrar
gæfu að-
njótandi að
verða ein
ríkasta þjóð veraldar og óhætt að
segja að þar hafi síldin verið ein
af aðaltekjulindum þjóðarinnar.
Það er ekki víst að fólk almennt
viti um þá geysilegu vá sem
mundi fylgja ef uppsjávarfiskur
yrði útdauður. Ég hefi lesið það
að stór síldarstofn hafi ekki fund-
ist síðustu 40-50 árin. Þetta er
hræðilegt.
Tímarnir hafa stórbreyst hjá
okkur í fiskileit eins og öðru. Haf-
rannsóknastofnun hefur unnið gíf-
urlega gott starf í þessu sem öðru
undanfarin ár.
Útgerðarfyrirtæki eru löngu
komin í allt aðra og arðbærari
tekjustofna þannig að við ættum
að láta hvölum mestallan uppsjáv-
arfisk eftir, og þeim sjávardýrum
sem lifa á honum. Fiskirækt er
orðin stóratvinnugrein hjá mörg-
um og hefur hún sannarlega ver-
ið til mikilla bóta á landsbyggð-
inni. Meðal annars þess vegna
ber okkur að gæta hófs í veiðum,
vorgotssíldin okkar er horfin,
það er aðeins eftir í matinn.
Karl Jóhann Ormsson.
Merking húsa
Þegar ég las fréttina um það, að
eigi að fara að breyta gamla
Sjónvarpshúsinu í hótel, þá datt
mér í hug, að það mætti setja
skjöld á húsið, þar sem gerð er
grein fyrir, að þarna hafi Rík-
issjónvarpið haft sínar höf-
uðstöðvar lengi vel og það frá
upphafi. Það mætti vel setja
slíka skildi á fleiri hús. Hvernig
væri t.d. að setja skjöld á Lands-
símahúsið með upplýsingum um
þá starfsemi, sem það hýsti á ár-
um áður, og gefur til kynna,
hvers vegna það heitir alltaf
Landssímahúsið í munni manna
hér í Reykjavík, og segja um
leið, að þarna hafi Ríkisútvarpið
lengi vel haft sínar höfuðstöðvar.
Það er nauðsynlegt að merkja
þannig gömul hús í Reykjavík og
segja sögu þeirra, og hverjir hafi
nýtt húsin gegnum tíðina, bæði
fyrir erlenda ferða menn, en líka
okkur íbúana, ekki síst yngri
kynslóðir landsins, til að kynna
þeim sögu Reykjavíkur, sem er
bráðnauðsynlegt, að þær kunni
vel skil á, þegar þeir eru farnir
héðan úr heimi, sem kunna hana
best.
Þess vegna finnst mér sjálf-
sagt að merkja söguleg hús með
þessum hætti.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Norsk-íslenska síldin
Herramannsmatur
Mörgum þykir síldin góð.