Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Það líður á sumarið, sem hefur verið á svo margan veg gott og gjöfult okkur sem byggjum þetta bless- aða land. Undarlegar fregnir berast augum og eyrum og allt of oft eru þær skuggum skyggðar. Bæjar- og útihátíðir eru um allt og allmikið eftir enn að sögn. Mað- ur er sannarlega manns gaman, en fulloft er gamanið grátt og þá kemur enn einu sinni fram, hversu skelfilegur fylginautur áfengið er á slíkum hátíðum sem þá er ekki lengur hægt að nefna því nafni, svo sem alltof mörg dæmi eru um. Mikil umræða hefur orðið um störf lögreglu á þessu sumri og margt af því allt of einlitt. Ekki það að lögreglufólki geti ekki orðið á í messunni eins og okkur öllum og örugglega er þar ein- hver sem sagt yrði um að misjafn sauður geti verið í mörgu fé. Hins veg- ar verður að viðhafa sanngirni gagn- vart þessari stétt ekki síður en öðrum, og enginn fullvita maður dregur úr mikilvægi þessa starfs. Minnugur er ég þess frá fyrri tíð þegar annars ágæt kona hafði allt á hornum sér gagnvart lögreglunni og ástæðan sú að sonur hennar, reyndar hrotti mik- ill, hafði ekki verið meðhöndlaður nógu varlega af laganna þjónum, „eins og þetta er nú góður drengur innst inni“, fylgdi með klögumálunum. Ekki síður er ég minnugur þess þegar sama kona varð fyrir einhverju áreiti að hún taldi og var spurð hvernig hún hefði brugðist við: „Ég hringdi auðvitað á lögregluna og þeir björguðu mér al- veg.“ Sjálfur hefi ég séð lögreglumenn reyna að hemja dýrvitlausan, naut- sterkan mann, sem hafði fengið sér of mikið neðan í því að þeirra sögn. Og það voru ekki öfundsverðir laganna verðir sem þar áttu hlut. Oft er mér í huga gamla orðtakið Öl er innri mað- ur. Því miður er það svo að allt of mörg verstu einkenni mannskepn- unnar koma einmitt fram þegar menn, eins og er svo fallega sagt, hafa verið gleðja sig! Og þá er ég kominn að kjarna minnar greinar, kjarnanum um afleiðingar áfengisins sem mér verður gjarna tíðrætt um, svo að ýmsir spyrja mig hvers vegna í ósköpunum ég sé enda- laust við þetta heygarðs- horn, vitandi að upp- skeran sé rýr eða alls engin. Má örugglega vera margt til í því. En svo spyrja aðrir á móti: Hvað ef enginn vekur athygli á þessum oft falda þætti og gerir honum skil sem orsök á óteljandi sviðum? Og einn mér ókunnur þakkaði mér fyrir greinarskrifin og sagði, þegar ég var eitthvað að afsaka mig: „Á bara að láta „frelsisliðið“ vaða uppi án þess að reynt sé að fá þar einhverja rönd við reist, lið sem kærir sig kollótt um all- ar afleiðingar, ef bara er hægt að láta gróðapungana græða á því.“ Og um- ræðan er víða og hefur auðvitað hin ýmsu blæbrigði. Skrifandi þetta á tölvuna heyrði ég rétt áðan mann segja við annan: „Það er nú allt í lagi með vínið, ég meina ef það er drukkið í hófi, en það er verra með þessi eiturlyf,“ og hélt svo langa tölu þar um. Heilbrigðisstarfsmað- urinn sem við var rætt á þennan hátt sagði eitthvað á þá leið að áfengið, jafnvel í svokölluðu hófi, dræpi marg- falt fleiri en eiturlyfin og væri hann þó ekki að mæla þeim bót. Þetta taldi hinn algera fjarstæðu en fékk þá þetta andsvar: „Það væri betur, en tölurnar tala sínu máli og afleiðing- arnar svo margþættar og „fjar- stæðan“ væri orsök sem leiddi bæði til örkumla og dauða“. Undir þetta tek ég í lokin hafandi gögn séð sem sanna allt þetta átak- anlega. Og mál að linni, að sinni. Hugleiðing á síðsumri Eftir Helga Seljan Helgi Seljan »Hvað ef enginn vek- ur athygli á þessum oft falda þætti og gerir honum skil sem orsök á óteljandi sviðum? Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Krizstina K. Szklénár. Kaffi og sam- félag á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Jóns- son sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Fé- lagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnunni í Ási eft- ir messu. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þjónar og Magnús Ragnarsson leikur á orgelið við almennan söng viðstaddra. Vandamenn heimilisfólks velkomn- ir. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11 í nýju kirkjunni. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns Henrýssonar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- arguðsþjónusta Garða og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessastaðakirkju. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir sönginn og Helga Björk Jóns- dóttir djákni þjónar fyrir altari. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgarnes- kirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. Messa í Akrakirkju kl. 16. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Þórhallur Heimisson. Kór Breiðholtskirkju syng- ur, organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson, organisti Sigríður Sólveig Einarsdóttir. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa í Dómkirkjunni kl. 11 og í Viðeyjarkirkju kl. 14. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dóm- kórnum leiða sönginn með Kára Þormari sem leikur á orgelið. Sr. Þórir Stephensen, fv. dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, leiðir staðarskoðun að messu í Viðeyjarkirkju lokinni. Síðasta ferja fyrir messu heldur frá Skarfa- bakka kl. 13.15. Ferjugjald er 1.500 kr. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Upphaf fermingarstarfanna í Egilsstaða- prestakalli. Prestarnir þjóna. Torvald Gjerde og félagar úr kirkjukórnum leiða tónlistina. FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjarvíkurprófasts- dæmi eystra, setur sr. Jón Ómar Gunnarsson inn í embætti prests í Fella- og Hólakirkju. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Inga Backmann syngja ein- söng. Reynir Þormar Þórisson spilar á saxófón. Kaffiveitingar að messu lokinni. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tón- listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg sumarguðs- þjónusta Garða og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessastaðakirkju. Jóhann Baldvinsson org- anisti leiðir sönginn og Helga Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir altari. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot í líknarsjóð. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Kristín Pálsdóttir. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjón- andi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Tómas Sveinsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organ- ista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Skírnir Garðarsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guð- ríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir, kaffisopi og kleinur í boði eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl 11. Upphaf fermingarstarfsins, og verður starfið næsta vetur kynnt í lok stundarinnar. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kaffi- sopi eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. Tónleikar Schola can- torum miðvikud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. María Ágústsdóttir þjónar ásamt Kára Allanssyni org- anista. Börnin geta litað og lesið við Maríualt- arið meðan á messunni stendur. Kaffisopi í Setrinu. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Kl. 20. Almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar og verður með brauðs- brotningu. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 20. Ung- mennakórinn Vox Felix syngur við undirleik Arn- órs Vilbergsonar organista. Prestur er Erla Guðmundsdóttir. Reifuð verður ferming- arfræðsla komandi vetrar að lokinni messu. KIRKJUBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og Sleð- brjótssókna. Ásmundur Þórhallsson segir frá hinum merka predikunarstóli kirkjunnar. Minn- um á kaffisölu Kvenfélagsins í Tungubúð eftir messu. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14. Séra María Ágústsdóttir, Þorvaldur Halldórsson og Mar- grét Scheving. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, Guð- björg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar, organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og stýrir Graduale Nobili-kórnum sem syngur við mess- una. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við messuna og bjóða upp á molasopa að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 20. El- ísabet Þórðardóttir organisti leiðir söng. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Honum til aðstoðar er stud.theol. Hjalti Jón Sverrisson, fermingarfræðari. Fermingarbörn vetrarins eru sérstaklega boðuð til þessarar guðsþjónustu ásamt forráðamönnum og síðan til samráðs- og kynningarfundar í safnaðarheimilinu strax að henni lokinni vegna fermingarfræðslunnar í vetur. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Mos- fellskirkju í Mosfellsdal kl. 11. Sr. Arndís Bern- hardsdóttir Linn þjónar fyrir altari og prédikar. Karl Tómasson, Jóhann Helgason og Guð- mundur Jónsson annast tónlistarflutning, ásamt Kjartani Ognibene organista og kirkju- kór Lágafellskirkju. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Óskar Einarsson stjórnar kór Lindakirkju. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjónar. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti Valmar Väljaots. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöldmessa/ fyrirbænaguðsþjónusta kl. 20. Séra Pétur Þor- steinsson predikar og þjónar fyrir altari. Árni Heiðar Karlsson leiðir almennan safn- aðarsöng. Meðhjálpari Petra Jónsdóttir. Maul eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Túlk- að á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á bæjarhátíð Seltjarnarnesskaupstaðar. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leik- ur á orgelið. Félagar úr Kammerkór Seltjarnar- neskirkju syngja. Bæjarstjóri afhendir tvenn verðlaun í lok messu í tilefni af bæjarhátíðinni, verðlaun fyrir frumlegustu húsaskreytinguna og glæsilegustu götuskreytinguna. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VIÐEYJARKIRKJA | Messa kl. 14 í umsjá Dómkirkjusafnaðar. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dóm- kórnum leiða sönginn. Kári Þormar leikur á org- elið. Sr. Þórir Stephensen, fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey leiðir staðarskoðun að messu lokinni. Síðasta ferja fyrir messu heldur af stað frá Skarfabakka kl. 13.15. Ferjugjald er 1.500 kr. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg sumarguðs- þjónusta Garða og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessastaðakirkju. Jóhann Baldvinsson org- anisti leiðir sönginn og Helga Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir altari. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. (Lúk. 18) Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hof í Öræfum Orð dagsins: Farísei og tollheimtumaður. BUDAPEST Í UNGVERJALANDI GDANSK Í PÓLLANDI WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundurðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Miðaldaborg fra 12 öld. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GLÆSILEGAR BORGIR Í AUSTUR-EVRÓPU Við bjóðum uppá glæsilegar borgir i A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 3-4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði i mat og drykk. Þá eru hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki svo og kvöldverði/veislur i höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað. Nokkur dæmium borgir semvið bjóðum uppá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.