Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 ✝ Friðbjörn Jón-atansson fædd- ist 10. janúar 1919 á Nípá í Köldukinn. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík 9. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Guðfinna Friðbjarnardóttir, fædd 1891, og Jón- atan Jónasson, fæddur 1885. Systkini hans voru Karl, Sigurbjörg Kristjana, Vil- borg og hálfsystir Hansína. Þau eru öll látin. Friðbjörn ólst upp í foreldrahús- um heima á Nípá og hélt heimili með foreldrum sínum þar til þau systk- inin, hann og Krist- jana, tóku við búinu ásamt Karli bróður sínum og Sólveigu konu hans. Haustið 2004 flutti Friðbjörn á Hvamm. Útför Friðbjarnar fer fram frá Þóroddstaðarkirkju í dag, 26. ágúst 2017, klukkan 14. Friðbjörn, eða Bubbi eins og hann var oftast kallaður, var sveitamaður í húð og hár. Hann var mikill dýravinur en fjár- mennskan höfðaði þó mest til hans og var hann mjög fjár- glöggur. Bubbi minn, oft var ég með þér í fjárhúsunum, sérstak- lega um sauðburðinn, það var uppáhaldstími okkar í sveitinni. Ég minnist þess þegar við vorum að lembga, venja undir og stúss- ast við lambærnar og alltaf áttir þú brjóstsykur í fjárhúsunum. Öll haust fór Friðbjörn í göngur og eftirleitir í Náttfaravíkur meðan heilsan leyfði og ekki var hann ánægður ef vitað var að kindur hefðu orðið eftir. Hann var léttur á fæti og blés ekki úr nös fyrr en á efri árum. Alla tíð átti hann hund og afar náið sam- band var þeirra á milli og fylgdu þeir honum eins og skugginn. Miklum tíma eyddi Bubbi við að reykja hangikjöt, sperðla, sil- ung og rauðmaga og mörg voru sporin í reykingarkofann að bæta á eldinn. Ættingjar og vinir nutu góðs af og alltaf smakkaðist jólahangikjötið vel. Bubbi var af- skaplega gestrisinn og bauð oft fólki í kaffi, þá buðu þau systk- inin gjarnan upp á heimabakað flatbrauð með reyktum silungi eða hangikjöti. Alltaf voru hestar á Nípá og oft fórst þú með okkur frænd- systkinin í útreiðartúr og stund- um var þá tvímennt. Ánægðastur varst þú ef við krakkarnir vorum með þér í verkunum. Ferðirnar á Landrovernum voru margar að vitja um silung í fljótinu, hreinsa netin og hreykja taðið og stafla því í stæðu eða raka dreifar og snúast við skepnurnar. Stundum fannst okkur krökkunum nóg um vinnugleðina. Börnin mín tóku svo þátt í sumum þessara verka með þér, Bubbi minn, þegar við komum í Nípá og oft fengu þau að fara á hestbak. Friðbjörn og Kristjana systir hans fluttu á Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík árið 2004. Það voru mikil viðbrigði fyrir gamlan bónda, honum fannst dagarnir lengi að líða, enda hug- urinn alla tíð heima á Nípá. Hann fylgdist alltaf vel með bú- skapnum og spurði frétta úr sveitinni meðan heilsan leyfði. Kristjana lést 5. júní 2016. Þau Friðbjörn höfðu þá fylgst að alla tíð og alltaf borið mikla um- hyggju hvort fyrir öðru. Bubbi talaði alltaf um að stúlkurnar á Hvammi væru þeim góðar og hugsuðu vel um þau systkinin. Við aðstandendur þökkum starfsfólkinu fyrir alla vinsemd og góða umönnun. Bubbi minn, nú er langri ævi lokið og gott að fá hvíldina. Við fjölskyldan þökkum þér fyrir liðna tíð. Minningin lifir. Þín frænka Bryndís. Friðbjörn frændi … mig lang- ar til að minnast þín hér – ég var svo lánsamur að vera hjá þér og Stjönu frænku í sveit öll sumur frá 1974 til 1983. Mjög fljótlega varð mér ljóst hversu mikill dýravinur þú varst og sérstak- lega var íslenska sauðkindin þér kær. T.d. man ég eftir nokkrum tilfellum þar sem þú hentir þér niður fyrir ofan tún og spurðir mig og hina krakkana, sem fylgdu þér, hvort við teldum að kindur mundu ekki hafa gott skjól undir þessu rofabarði. Á vorin, oftast í byrjun júní, var féð rekið út í víkur og það voru í senn erfiðar og skemmtilegar ferðir. Farið var á fjöru út í Naustavík. Í þessum ferðum sá ég fljótt hversu mikið úthald til hlaupa þú hafðir, þá kominn á sjötugsaldur. Þú hafðir mjög gaman af að bjóða fólki í kaffi og spurðir þá gjarnan um hversu langt bændur í öðrum sveitum væru komnir með heyskap. Líf þitt og hugur var í sveitinni og má segja að þú hafir verið barn náttúrunnar. Þú varst mjög áhugasamur um veiðiskap og lagðir gjarnan net í Skjálfanda- fljótið. Ævinlega var hópur barna með þér þegar þú fórst að vitja um en þú hafðir gott lag á börnum og þau hændust gjarnan að þér. Eftir áttrætt fór sjóninni mik- ið að hraka hjá þér og þú orðinn mæðinn. En þú dóst nú ekki ráðalaus og fórst og sóttir kýrn- ar á hesti, en svo léttur varstu á þér að þú gast stokkið á bak allt- af í fyrstu atrennu. Ég á víd- eóskot þar sem þú hoppar létti- lega á bak, þá 86 ára gamall. Það sama sumar skelltir þú þér í vöðlurnar og vitjaðir um – reykt- ir silung fyrir mig og kenndir konunni minni að flaka silung. Það var í raun ótrúlegt að sjá hversu duglegur þú varst að bjarga þér svo sjónskertur sem þú varst þá orðinn. Síðustu 12 árin dvaldir þú á dvalarheimilinu Hvammi. Þar sá ég að hugsað var mjög vel um þig og vil ég þakka starfsfólkinu þar mikið vel fyrir að gera dvöl þína eins bæri- lega og kostur var en óhætt er að segja að hugur þinn hafi ávallt verið í sveitinni þótt þú værir fluttur á Hvamm. Ég er þess fullviss að þú verð- ur á þínu nýja tilverustigi, ef nokkur kostur er, fljótur að finna þér net til að veiða í og nokkrar kindur til að annast og jafnvel reykkofa svo þú getir haldið áfram að taðreykja silung og kjöt fyrir ættingja, vini og sveit- unga. Að endingu vil ég þakka þér fyrir allar okkar samveru- stundir. Hvíl í friði. Kristján U. Nikulásson. Fallinn er nú frá Fribbinn okkar og varð hann hvíldinni feg- inn. Leiðir okkar Fribba lágu fyrst saman fyrir 38 árum síðan þegar ég ung að árum kom heim í Nípá með Kára Karlssyni, bróðursyni Friðbjörns. Við fyrstu kynni kom Fribbi mér undarlega fyrir sjónir. Hlaupandi um tún og haga eftir skepnum á gúmmískónum, gelt- andi og hóandi. Síðar átti ég sjálf eftir að gera slíkt hið sama á gúmmískóm. Ég var mikið í fjár- húsunum með Fribba, sérstak- lega á sauðburði og líka á haustin þegar tekið var til sláturfé. Hann hafði mikinn áhuga á sauðfjár- rækt og vandaði valdið bæði á lífgimbrum og hrútum sem settir voru á. Fribbi var afskaplega geðgóð- ur maður og hafði mikla þolin- mæði gagnvart sonum okkar Kára. Hann var afi sem hafði tíma til að lesa bækur, þjóðsögur og ævintýri. Þau systkinin Fribbi og Stjana kenndu börn- unum að spila Gömlu-vist, Svarta-Pétur og Veiðimann. Fribbi var mikið náttúrubarn og tók vel eftir öllum í umhverfi sínu. Einnig var hann fljótur að koma auga á ef einhver dýr voru veik. Hann hafði mikla samúð með veikum dýrum og sérstak- lega þeim sem hann kallaði „aumingja“, en það eru veik- burða og móðurlaus lömb. Það var gott að vera heimalningur á Nípa. Hann fékk sig sjaldan til að aflífa dýr en stundum var ekki hjá því komist og varð hann feg- inn ef Kári tók það verk að sér. Fribbi var léttur á fæti og ekki sporlatur. Hann var mjög heysár og óttaðist mest af öllu að verða heylaus. Það þótti honum ekki búmannlegt. Fribbi hafði mikla ánægju af reiðtúrum upp í fjall til að hyggja að kindum. Honum fannst skemmtilegra að hafa með sér ferðafélaga og var ómissandi að hafa nesti í hnakktöskunni sem Stjana hafði útbúið. Fribbi hafði mjög gaman af silungsveiði og var duglegur að leggja net í Fljótið og fór stund- um út á sjávarsand til veiða. Stangveiði átti ekki við hann enda var oft lítið upp úr þeim veiðiskap að hafa. Hann reykti mikið af silungi, kjöti og öðru matarkyns fyrir heimilið. Voru þau mjög gestrisin systkinin og höfðu mikla ánægju af því þegar fólk kom með eitthvað í reyk. Þá gaf hann sér örlítinn tíma til að sitja á skrafi yfir kaffibolla. Síðustu ár ævi sinnar bjó hann á Dvalarheiminlinu Hvammi á Húsavík. Viljum við aðstandend- ur hans koma á framfæri inni- legu þakklæti til allra starfs- manna Hvamms fyrir einstaka aðhlynningu, hlýhug, og góðs samskipti þau 13 á sem hann dvaldi þar. Á engan er orðinu hallað þó að við þökkum sérstak- lega Hafliða Jósteinssyni fyrir að vera vinur Fribba með sínu já- kvæða og hvetjandi hugarfari, þinn vinskapur var honum mikils virði. Friðbjörn og Kristjana fylgdust að alla sína tíð og voru það honum nokkuð þung spor að flytjast á Hvamm þegar hana þraut heilsu til að halda heimili. Þó að honum liði þar vel var hug- urinn alltaf heima á Nípá. Nú er þinn tími kominn, kæri vinur, og ég sé þig fyrir mér í Sumarlandinu, léttan á fæti, hlaupandi um á gúmmískónum, geltandi og hóandi við kindur. Með sjónaukann í annarri hendi og hund við hælinn. Þar bíða þín „vinir í varpa“, bæði menn og málleysingar. Far þú í friði, frið- ur guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, sem þú hefur gert fyrir mig, Kára, syni okkar, tengdadætur og barnabörn. Kær kveðja, Hjördís (Dísa) á Nípá. Friðbjörn Jónatansson Elsku Kiddi vin- ur. Nú ert þú farinn hægt og hljótt. Ekki var alltaf hljótt í kringum þig og gleðin og sprellið var þér tamt svo að á mannafundum vissu allir hver þar fór. Margt var brallað á unglingsárum okkar, svo sem veiðiferðir, ekki alltaf með leyfi, síðar mótorhjólin, þá boxið og fleira og fleira. Þú varst foringi í þér, vinsæll og illt umtal vildir þú ekki heyra. Það var ánægjulegt og lærdóms- ríkt að vera samferða þér á lífs- leiðinni. Um tvítugt lentir þú í slysi og þá fór allt á hvolf. Lífið tók aðra stefnu og þú þurftir að hægja á þér í bili en með dugnaði og óbil- Kristján Björn Hjaltested ✝ Kristján BjörnHjaltested fæddist 8. sept- ember 1945. Hann lést 12. ágúst 2017. Útför Kristjáns fór fram 21. ágúst 2017. andi kjarki tókst þér að komast á fæt- ur og taka þátt í líf- inu eins og þér var einum lagið. Hes- taáhugi var mikill og eignaðist þú Kröflu, Orku og fleiri hesta. Það var með ólíkindum hvernig þetta gekk upp hjá þér og fór ekki á milli mála hver stjórnaði þar. Það var ánægjulegt að sjá hvað sonur þinn Georg stóð þétt við hlið þér í þessu eins og öðru, nærgætinn og hugulsamur og þín gæfa að eiga hann. Þú eignaðist góða og kæra vinkonu, hana Hlíf, og var sökn- uður þinn mikill þegar hún féll frá og fannst okkur þú ekki sam- ur eftir. Elsku Kiddi vinur okkar, nú er komið að leiðarlokum hérna meg- in og við búumst við þér í mót- tökunni þegar að okkur kemur. Innilegar samúðarkveðjur til Georgs og allra aðstandanda. Sigurfinnur og Sigríður. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Hólmavík, andaðist á líknardeild Landspítalans laugardaginn 19. ágúst. Minningarathöfn verður í Háteigskirkju þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 13. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 31. ágúst klukkan 14. Jón G. Kristjánsson Steinunn Bjarnadóttir Steinunn Kristjánsdóttir Anna Kristín Kristjánsdóttir Hjálmtýr Heiðdal Svanhildur Kristjánsdóttir Helga Ólöf Kristjánsdóttir Finn Arve Guttormsen Valborg Huld Kristjánsdóttir Reynir Kristjánsson Anna Ósk Lúðvíksdóttir börn og barnabörn Elsku sonur minn, stjúpsonur, bróðir og frændi, BRYNJÓLFUR EINAR SÆRÚNARSON, sem lést 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu minnast hans er bent á MS-félagið. Særún Lisa Birgisdóttir Ólafur Jóhann Högnason Sveindís Gunnur Björnsdóttir Ólafur Kári Ólafsson Ísold Anja Ólafsdóttir Ólafur Fenrir Ólafsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGURJÓNSSON frá Núpakoti, A-Eyjafjöllum, lést föstudaginn 18. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju – félag langveikra barna. Ástvinir þakka starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra umönnun og alúð. Ásta Díana Stefánsdóttir Guðlaug Birna Guðjónsdóttir Stefán Karl Guðjónsson Ásta Jóna Guðjónsdóttir Júlíus Þór Sigurþórsson Sigurjón Þór Guðjónsson Jóhanna Hjálmarsdóttir Sigurður Þorsteinn Guðjónsson Ragnhildur Þórarinsdóttir Karólína Rósa Guðjónsdóttir Helgi Bjarni Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morg- unblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.