Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Kæru amma mín
Erna og afi Pétur,
sem ég ólst upp í
húsinu við hliðina á í
sveitinni, hafa með
örstuttu millibili yfirgefið þetta
tilvistarstig.
Þau voru einstök hvor á sinn
háttinn og í þessu nábýli voru
þau einnig uppalendur mínir og
félagar allt fram á síðasta dag.
Margar skrítnar kenjar og
fjálglegan orðaforða minn má
að miklu leyti rekja til þeirra.
Afi, sem lést í byrjun sum-
ars, kenndi mér á píanó í mörg
ár og með hans hvatningu (og
flissi þegar ég hafði ekki nennt
að æfa mig heima) fann ég tón-
listina vaxa og dafna í huga mér
og hjarta.
Hann bar mikla virðingu fyr-
ir náttúrunni og sýndi skepnum
ávallt mikla umhyggju og alúð
og veit ég fátt betra en að kom-
ast í sauðburð á vorin og finna
rætur mínar heima á Hellum.
Afi var einstaklega stríðinn og
stal alltaf kartöflunni af diskn-
um manns þegar maður var bú-
inn að skræla og einhvern veg-
inn vissi maður að það væri
ekki í boði að stela henni til
baka.
Amma sem lést núna í lok
sumars var mikil fróðleiks- og
sagnakona en skemmtilegustu
sögurnar að mínu mati voru
þær þegar hún hvarf aftur til
þess tíma þegar hún var ung í
Mývatnssveit. Þær sögur urðu
síðar kveikjan að BA-ritgerð-
Erna Sigfúsdóttir
✝ Sólveig ErnaSigfúsdóttir
fæddist 15. febrúar
1927. Hún lést 12.
ágúst 2017. Útför
Ernu fór fram í
kyrrþey.
inni minni í sagn-
fræði, en hún
fjallaði um lífs-
hlaup móður
hennar, Sólveigar
langömmu í Vog-
um. Ég á margar
dýrmætar minn-
ingar inni í garð-
stofu þar sem við
drukkum kaffi,
jafnvel fengum
okkur viskítár, og
hurfum saman aftur til fortíð-
ar.
Amma, sem ég er skírð í höf-
uðið á, var mikið náttúrubarn
og þekkti flestar plöntur og
fugla. Ég var bara pínulítið
pons þegar við fórum saman í
gönguferðir og hún kenndi mér
hitt og þetta en ég hafði bara
áhuga á plöntum svo að fugla-
kennslan fór eitthvað ofan
garðs og neðan og þekki ég
varla hrossagauk frá spóa.
Hvað þá að ég hafi eitthvað
verið að spá í hvernig halti
karrinn hefði það.
Þekkinguna á ætum íslensk-
um jurtum hef ég að mestu
varðveitt og ekki er ólíklegt að
sjá mig tína hitt og þetta upp í
mig úti í náttúrunni, eða safna í
te þegar á við.
Amma og afi hugsuðu um
fólkið sitt og lögðu grunn að
samrýndri fjölskyldu. Afleggj-
arar þeirra telja yfir 50 manns
sem hittast oft á ári og eru
bundin böndum vináttu og virð-
ingar, gleði og hláturs.
Amma og afi kvöddu þennan
heim eldgömul og södd lífdaga.
Þau voru hvors annars í blíðu
og stríðu, stóðu saman eins og
tveir hlutar af einni heild og
kvöddu þennan heim saman.
Hjördís Erna Sigurð-
ardóttir frá Hellum.
„Með hverju kærleiksverki
sem þú vinnur í dag, vefur þú
nýjan gullþráð í ábreiðuna sem
skýlir þér á morgun.“ Á stutt-
um tíma hafa amma mín og afi
á Hellum dáið. Þau voru södd
ævidaga og kvöddu með þakk-
læti. Það er skrítið að hugsa til
þess að heil kynslóð sé horfin
fjölskyldunni á Hellum. Ysti
hringurinn, öryggið sem um-
lukti okkur krakkana og frænd-
systkinin á Hellum, vakti yfir
okkur og verndaði, í leik og
starfi, er horfinn eins og hendi
væri veifað. Og lífið heldur bara
áfram að líða. Eins og lækur,
ósvífinn og leikglaður, tær eða
gruggugur, rennur áfram og
skilur ekki að það á að sýna því
virðingu að lífið verður aldrei
samt án ömmu og afa á Hellum.
En það er ekki hægt að stöðva
rennslið, aðeins hægt að njóta
hvers augnabliks.
Og hringirnir halda áfram að
verða til, ég sjálf færist bara of-
ar og utan um aðra minni. Og
um tíma voru þeir fjórir hring-
irnir á Hellum, fjórar kynslóðir
sem lifðu saman og tóku þátt í
amstri hver annarrar. Það hlýt-
ur að vera eins og það gerist
best á mannsævi, missa í réttri
röð, fæðast og deyja til að lifa
til fulls, þar til tími er komin til
að kveðja. Kveðja þá þakklátur
í friði við sig og sína, líta yfir
dagsverkið og láta gott heita.
Amma Erna hafði kærleiks-
ríka nærveru og lét sig varða
um hagi manns og líðan. Við
börnin höfðum mikla matarást
á ömmu. Hún bakaði gjarnan
það sem hverjum fannst best og
var gjörn á að halda upp á bæði
afmælisdaga og hátíðir. Þá
skipti ekki öllu máli hvort fólkið
var viðstatt eða ekki. Ég man
eftir því þegar ég var með Sig-
urrós mína litla á Hellum að
amma bauð okkur í volga epla-
köku í tilefni af því að mamma
og pabbi hefðu átt 25 ára brúð-
kaupsafmæli. Þau höfðu þá ver-
ið fráskilin um nokkurt skeið.
Amma sagði að þetta hefði ver-
ið gleðidagur á sínum tíma og
svo þyrftu þau ekkert um það
að vita. Amma átti svör við
flestu og var sjaldan orðlaus en
snéri hlutunum eins og best
hagaði. Ef ég var viðkvæm þá
var það vegna þess að ég var
músíkölsk, enda væru þeir oft
vitalaglausir sem ekkert fyndu
til.
Amma sagði oft sögur og
hafði lag á að segja hlutina
þannig að þeir lifðu innra með
manni lengi á eftir. Við hlógum
oft saman en sögurnar hennar
voru líka þannig að við gátum
báðar tárast. Hún notaði dæmi-
sögur til að leiðbeina okkur í
uppeldinu sem ég skildi ekki
fyrr en ég varð fullorðin og fór
þá að nota sjálf. Það er nefni-
lega svo leiðinlegt að hlusta á
beina innrætingu í siðferðismál-
um, betra að fá að velja sjálfur.
Hjá ömmu og afa á Hellum átti
ég minn friðar- og griðastað.
Þar var allt best núna.
Það er áliðið sumars og
skaflinn er horfinn úr hádeg-
isgili. Ég anda að mér gróðr-
inum. Valmúinn bærist í veg-
kantinum, vaggar eins og hann
sé búinn að fá sér aðeins neðan
í því, og það er hægt að tína sér
pínulítil villijarðarber. Blágres-
ið og hvönnin minna mig á
ömmu.
Ég stend úti á palli og geng
vestur fyrir hús. Ég horfi á
reynitréð sem amma fékk í lít-
illi skyrdollu og hlúði að og
gnæfir nú yfir allt, svo traust
og glæsilegt. Stend svo á tá og
teygi mig, til að sjá yfir skjól-
beltið, spegilslétt Blundsvatnið.
Það er bláhvítalogn. Þegar
kvöldar og við bjóðum góða
nótt í garðstofunni í hinsta
sinn, þá er ég viss um að amma
sefur værum svefni, undir
ábreiðu sem öll er ofin þráðum
úr skíragulli.
Þóra Björg Sigurðardóttir.
Elsku Erna – fallega, góða
móðursystir mín. Nú er hún
komin í Sumarlandið, í blóma-
brekkuna í faðm Péturs síns,
sem er nýfarinn, og Jóns og
allra hinna sem taka fagnandi á
móti henni.
Erna frænka var yndisleg
kona, stórbrotin, hlý og traust.
Hún notaði enga tæpitungu.
Hlutirnir voru kallaðir sínum
réttu nöfnum.
Allt lék í höndum hennar,
innan húss og utan. Það var
saumað og prjónað, eldað og
bakað af mikilli snilld. Dýrð-
legri veislur og gómsætari rétti
var varla að finna og aðals-
merkið var auðvitað kaniltert-
an.
Ævintýri líkast var að koma
heim að Hellum að sumarlagi,
þar sem litla húsið var umlukið
gróðri. Eldhúsgluggarnir kíktu
út á milli klifurjurta, litadýrð
blómstrandi blóma hvert sem
litið var. Erna úti á hlaði með
opinn faðminn, allir guðvel-
komnir. Oft dvöldu hjá henni
frændbörn í góðu yfirlæti um
lengri eða skemmri tíma. Hún
breiddi sig yfir allt og alla.
Ótal lömb litu dagsins ljós
fyrir hennar lipru hjálpandi
hendur og það var kallað í hana
af öðrum bæjum þegar ær gátu
ekki borið hjálparlaust. Ég var
einu sinni þeirrar gleði aðnjót-
andi að fá að vera með henni
við að hjálpa litlu lambi í heim-
inn. Það var ekki mikið lífs-
mark með því, en fyrir hlýjar
og læknandi hendur Ernu, og
smá aðstoð frá mér, tókst að
blása lífi í litla skinnið. Dásam-
leg lífsreynsla fyrir mig.
Þau hjónin voru samhent við
búskapinn og ekki síst garð-
yrkjuna. Við krakkarnir feng-
um að stýfa úr hnefa heilu
gúrkurnar, bráðhollar sagði
Erna, og glóðvolga tómata
beint úr gróðurhúsinu. Við
mamma vorum á Hellum meira
og minna alveg frá því haustið
1949 þegar hún fór með mig
átta mánaða til að vera hjá
Ernu systur sinni, sem átti von
á fyrsta barni sínu. Síðan höf-
um við alltaf verið velkomnar
að Hellum. Mamma svaf í litla
herbergi inni af stofu, Erna
færði systur sinni kaffi og jóla-
kökusneið í rúmið og þær áttu
notalega morgunstund. Ég man
jól á Hellum og jólaskemmtun í
Brún.
Þegar tímar liðu bættist Pét-
ur minn í hópinn og öll börnin,
alltaf nóg pláss, fullt hús matar
og nóg hjartarúm – gisting á
leið suður eða norður, nestuð
með tómötum og gúrkum.
Töðugjöldin á Hellum voru há-
punkturinn. Þetta voru stór-
kostlegar veislur þar sem
dásamlegir réttir fylltu öll borð.
Pétur bóndi settist við píanóið
og börnin röðuðu sér í kringum
hann og sungu. Þetta voru
ógleymanlegir tímar.
Við eigum Ernu og Pétri
mikið að þakka, fyrir höfðings-
skap þeirra, vináttu og hlýju.
Erna var mjög bænheit og
gott að leita til hennar þegar
veikindi eða erfiðleikar steðj-
uðu að, hún kveikti á kerti og
bað fyrir þeim sem í hlut áttu.
Ég kveð þig, elsku Erna mín,
með hjartans þökk fyrir alla
umhyggju þína í okkar garð og
fyrir allar góðu bænirnar þínar.
Guð geymi þig.
Sólveig Ólöf Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Frændi okkar og mágur,
PÉTUR ELÍAS LÁRUSSON,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2.
ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar nágrönnum, ættingjum,
vinum og þeim sem önnuðust hann á gjörgæslu og deild 12 E
fyrir umhyggju og veitta aðstoð.
Aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langmamma,
ANNA KJARAN,
lést sunnudaginn 6. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Margaríta R. Raymondsd. Magnús J. Sigurðsson
Rannveig Raymondsdóttir Magnús Þór Haraldsson
Agnes Raymondsdóttir Birgir Þór Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS NIKULÁSSON,
húsasmíðameistari og
framhaldsskólakennari,
Sólvangsvegi 3,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði 15. ágúst.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Hulda Alexandersdóttir
Hörður Magnússon Margrét Auður Þórólfsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir Ólafur Haukur Magnússon
Elísabet Magnúsdóttir Einar Pétur Heiðarsson
Alexander Magnússon Melkorka Otradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu vináttu
og hlýju vegna andláts og útfarar
ELÍASAR ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR,
fyrrverandi eiganda Nylonhúðunar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B-2,
taugalækningadeildar Landspítalans, fyrir
góða umönnun.
Bryndís Guðmundsdóttir
Sesselja Svansdóttir
Kristín Svansdóttir
Tryggvi Svansson
og frændfólk
Bróðir okkar og mágur,
GUNNAR JENS ÞORSTEINSSON,
sambýlinu Siglufirði,
áður til heimilis að Norðurgötu 9,
er látinn.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 2. september klukkan 15.
Páll Þorsteinsson Ragna Pálsdóttir
Kristín Björg Þorsteinsdóttir Gunnlaugur Þór Pálsson
Hannes Þorsteinsson Sigrún Harðardóttir
KJARTAN INGIBERGSSON,
elliheimilinu Grund,
lést þriðjudaginn 25. júlí.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Aðstandendur