Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019
HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER
Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017
PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) /
Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning
COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018
- Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn
Scandinavian Institute of Comparative Vandalism
Sýningarstjóraspjall í Listasafni Íslands sunnudaginn 27. ágúst kl. 14.
Jón Proppé ræðir við sýningarstjórann Henrik Andersson.
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017
Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017
Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Hugsað heim á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770
Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga frá 10-17.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Sýning byggð á verkefni danska
abstraktmálarans Asgers Jorn
(1914-1973), Jorn Scandinavian
Institute of Comparative Vandalism
eða „Skandinavískri samanburðar-
stofnun Jorn um skemmdar-
verknað“ verður opnuð í í Listasafni
Íslands í dag kl. 16. Stofnunin var
rannsóknarverkefni sem Jorn vann
á 6. og 7. áratugnum og snerist um
að finna nýja nálgun á listasögu í
fyrirhuguðu 35 binda alfræðiriti að
nafni 10.000 ár norrænnar alþýðu-
listar.
Verkefnið rann út í sandinn þegar
ríkisstyrkurinn sem Jorn hafði verið
lofað var dreginn til baka þar sem
verkefnið var ekki metið svo að það
gæti talist fræðiverkefni. Þá hafði
Jorn þegar tekið tugþúsundir ljós-
mynda sem varðveittust á viðamiklu
skjalasafni hans. Úr þessum ljós-
myndum samanstendur sýningin á
Listasafninu, en sérstök áhersla er á
myndir sem Jorn tók þegar hann
varði sumrinu 1964 í Gotlandi í Sví-
þjóð. Sýnd eru um hundrað kontakt-
prent af ljósmyndum Jorn frá Got-
landi sem flestar nota ummerki um
skemmdarverk sem upphafspunkt.
Ögrun og háð
„Þessi sýning snýst um að sýna
tækni og aðferðafræði Jorn mun
frekar en sjálf verk hans,“ segir
Henrik Andersson sýningarstjóri.
„Við sýnum ljósmyndirnar til þess
að gefa fólki tækifæri til að líta á
listasöguna frá hans sjónarhorni.
Þegar Jorn talar um vandalisma eða
skemmdarverknað í þessu samhengi
er hann að reyna að ögra fólki og
kannski með svolitla hæðni. Ég held
að honum hafi fundist spellvirki og
skemmdarverk skapandi á sinn hátt;
eitthvað sem endurnýtir og ritar yfir
upprunalega merkingu listaverks.
Jorn reyndi að víkka út skilgrein-
inguna á því sem teldist til listar og
einnig því sem teldist til listasögu.
Þegar hann gekk t.d. inn í miðalda-
kirkju kom hann ekki aðeins auga á
listaverk eins og ufsagrýlur, högg-
myndir og slíkt heldur virti hann
líka fyrir sér veggjakrotið sem hann
sá. Þá skipti það ekki máli hvort það
hefði verið gert í gær eða fyrir 200
árum, listsöguvægið væri hið sama.“
„Jorn var mjög virkur í róttæk-
ustu listhreyfingum sinnar tíðar, líkt
og situationistum 6. og 7. áratug-
arins,“ heldur Andersson áfram.
„Þetta voru byltingarsinnaðir, póli-
tískt þenkjandi avant-garde-hreyf-
ingar sem reyndu í sífellu að breyta
gamalli hugtakafræði. Verkefnið
hans var bæði ætlað sem alvarleg
fornleifa- og listsögurannsókn en
meiningin var líka að gera gys að
stofnunum og hugtökum í kringum
þær. Jorn var sífellt að verja og
færa rök fyrir eigin stöðu í listheim-
inum.“
Upphafning alþýðulistar
Andersson segir að fáein prent-
verk eftir Jorn sé að finna á Lista-
safni Íslands og að hann hafi tengst
landinu á ýmsa aðra vegu; hann hafi
til að mynda verið góður vinur Hall-
dórs Laxness og hafi einnig verið í
sambandi við Selmu Jónsdóttur,
fyrsta forstöðumann Listasafns Ís-
lands.
„Hugtakið alþýðulist skipti Jorn
mestu máli,“ segir Andersson. „Al-
þýðulist er listgrein sem fyrirfinnst
án sérstakra stofnana og er því í
beinu sambandi við fólkið sem iðkar
hana. Jorn upphóf slíka list og hafði
þess vegna líka svo mikinn áhuga á
miðaldalist. Í þá daga samsamaði
fólk sig myndmáli á allt annan hátt
en það gerir nú. Það er áhugavert að
líta slíka listsögu með augum list-
senunnar frá sjötta og sjöunda ára-
tugnum.“
Sýningin verður opnuð klukkan
16 í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrásetning Henrik Andersson sýningarstjóri innan um kontaktprent af ljósmyndum Asgers Jorn.
Listasagan frá
sjónarhorni Jorn
Sýning byggð á verkefni Asgers Jorn um skemmdarverk
á listaverkum verður opnuð í Listasafni Íslands í dag kl. 16
Asger Oluf
Jorn var
danskur
abstraktlist-
málari og einn
stofnenda
avant-garde-
listhreyfing-
arinnar
COBRA sem
beitti sér fyrir tjáningarfrelsi
með áherslu á liti og pens-
ilstrokur. Jorn fékkst einnig við
úrklippiverk, myndskreytingar
fyrir bækur (m.a. Söguna af
brauðinu dýra eftir Halldór
Laxness), skúlptúrgerð og
veggteppi. Jorn var einn helsti
meðlimur alþjóðahreyfingar si-
túasjónista, róttækrar fé-
lagsbyltingarhreyfingar lista-
manna í anda marxisma.
Einn stofn-
enda COBRA
ASGER JORN (1914-1973)
Jorn árið 1963.
Fyrsti þáttur í þriggja þátta röð
Sverris Guðjónssonar, Innrásin í
Grjótaþorpið, verður fluttur á Rás
1 í dag kl. 10.10 og ber hann yfir-
skriftina Frakkar á faraldsfæti. „Í
kjölfar stúdentauppreisnarinnar í
París árið 1968 fengu nokkrir
Frakkar þá flugu í höfuðið að
fljúga með farfuglunum til Íslands.
Grjótaþorpið var í niðurníðslu og
Reykjavík með það á prjónunum
að valta yfir þorpið, leggja hrað-
braut í gegn og byggja fleiri
Moggahallir.
„Silli og Valdi“, matarkeðja þess
tíma, áttu mörg hús í þorpinu og
treystu ekki Íslendingum til þess
að greiða leiguna, sem varð til
þess að ungir Fransmenn og aðrir
útlendingar voru teknir fram fyrir
röðina,“ segir Sverrir í tilkynningu
um þættina. „Tvö hús í þorpinu
urðu nokkurs konar samkomu-
staðir, þ.e.a.s. rauða húsið að
Garðastræti 9, sem sl. tuttugu ár
hefur verið heimili undirritaðs að
Grjótagötu 6, og einnig hið sögu-
fræga Vinaminni að Mjóstræti 3.
Þessir ungu „farfuglar“ tóku þátt í
þeirri húsverndarstefnu sem spratt
upp á þessum árum, sem varð til
þess að gömlum húsum var bjarg-
að og breytti Grjótaþorpi smám
saman í nokkurs konar vin í mið-
borg Reykjavíkur.
Í þessari þáttaröð heyrum við
raddir sem spretta fram úr veggj-
um húsanna, sumar hafa sest hér
að, aðrar eru horfnar á braut, en
lifa enn í okkar hjörtum.“
Morgunblaðið/Golli
Grjótaþorpssaga Sverrir Guðjónsson fjallar um Grjótaþorpið í í þremur þáttum.
Innrásin í Grjótaþorpið hefst í dag
Samsýning þriggja listamanna,
Söru Oskarsson, Mikaels Colville-
Andersens og Jóns Gústafssonar,
verður opnuð í dag kl. 15 í List-
húsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5.
Oskarsson er stjórnmálamaður,
Mikael sérfræðingur í borg-
arskipulagi og Jón kvikmynda-
gerðarmaður, leikstjóri og ljós-
myndari og er sýningin því
þverfagleg nálgun, yfirskrift henn-
ar er Metro-Natura og leitast við
að skoða tengsl mannsins við nær-
umhverfi sitt, hvort sem um er að
ræða náttúruna eða borgina sem
hann býr í, eins
og segir í til-
kynningu.
„Listamennirnir
skoða þessi
svæði frá mis-
munandi sjónar-
hornum og út
frá ólíkum for-
sendum, miðlum
og fræði-
grunnum.
Í Metro-Natura skoða listamenn-
irnir þessi lífrænu hegðunarmynst-
ur sem jafnvel verkfræðin virðist
ekki halda í skefjum, heldur brýst
oft fram eitthvert grundvallarlög-
mál náttúrunnar í hegðun manns-
ins og atferli og í samskiptum
hans við umhverfi sitt,“ segir þar.
Metro-Natura í
Listhúsi Ófeigs
Jón Gústafsson
SWIM! – The story af a river
nefnist sýning svissnesku mynd-
listarkonunnar Maju Thommen
sem opnuð verður í Stykkis-
hólmskirkju á morgun kl. 17.
Thommen sýnir sjö lágmyndir í
kirkjunni en hún hefur starfað að
list sinni víða um heim, m.a. hér
á landi og kannast eflaust margir
við verkið „Rjúkanda“ við Hótel
Rjúkanda á Vegamótum á Snæ-
fellsnesi.
Thommen verður viðstödd opn-
unina og mun veita leiðsögn um
sýninguna.
Saga af á í Stykk-
ishólmskirkju