Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017
Guðrún Sesselja
Arnardóttir er meðal
umsækjenda.
Dómsmál Deila Flugfreyjufélags
Íslands og flugfélagsins Wow air
endaði fyrir Félagsdómi. Flugliðar
töldu sig ekki hafa fengið greidd
laun samkvæmt kjarasamningi
sem meðal annars fól í sér 25
þúsund króna launahækkun árið
2015. Lögmaður flugliðanna segir
niðurstöðuna staðfestingu á skiln-
ingi stéttarfélagsins á kjarasamn-
ingnum. Skúli Mogensen segist
ekki vita nákvæmlega hversu há
endurgreiðslan verður.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Flugfélagið Wow air þarf að greiða á
fjórða hundrað starfsmönnum sín-
um meira en 200 milljónir króna
samtals vegna vangoldinna launa.
Þetta er ein af afleiðingunum af
niðurstöðu félagsdóms í deilumáli
Alþýðusambands Íslands, fyrir
hönd Flugfreyjufélags Íslands, gegn
Wow air frá því í lok janúar. Niður-
staða félagsdóms er sú að Wow air
hafi ekki borgað flugliðum sínum
rétt kjarasamningsbundin laun frá
1. maí árið 2015 þegar 25 þúsund
krónur áttu að bætast við grunn-
laun þeirra. Því felur niðurstaðan
í sér það mat að Wow air hafi með
þessu brotið gegn kjarasamningum
starfsmannanna.
Í samtali við Fréttatímann seg-
ir Skúli Mogensen, forstjóri og eig-
andi Wow air, að hann sé ekki með
það í kollinum hvað um sé að ræða
háar fjárhæðir sem Wow air þurfi
að endurgreiða til starfsmanna
sinna, núverandi og fyrrverandi.
„Ég er ekki með þessar tölur á
hreinu svona upp úr þurru,“ segir
Skúli sem bað um að erindi blaðsins
yrði sent í tölvupósti. Fréttatíminn
var ekki kominn með svar frá flug-
Flugfélag Skúla Mogensen skilaði 4.3 milljarða króna hagnaði í fyrra og jókst
veltan um rúm 100 prósent, fór upp í 37 milljarða. Skúli er því á góðri leið með
rekstur Wow en félaginu hefur nú verið gert að endurgreiða starfsmönnum
vangoldin laun upp á 200 til 250 milljónir króna.
Wow þarf að greiða
starfsmönnum sínum
meira en 200 milljónir
Sakamál Grænlenskur sjómaður
var úrskurðaður í fjögurra vikna
gæsluvarðahald í Héraðsdómi
Reykjaness í gær. Rannsókn máls-
ins er að ljúka.
Stefnt er að því að rannsókn
lögreglunnar á morðinu á Birnu
Brjánsdóttur ljúki í mars og verði
sent ákæruvaldinu. Thomas Möller
Olsen var úrskurðaður í fjögurra
vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjaness í gær en Thomas hefur
setið í varðahaldi síðan í janúar.
„Við bíðum nú eftir tæknigögn-
um, en við höfum tólf vikur til
þess að ljúka rannsókn eftir að
menn eru úrskurðaði í gæslu-
varðhald,“ segir Einar Guðberg
Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Við ætlum okkur að skila mál-
inu til ákæruvalds nokkuð áður en
12 vikna fresturinn er útrunninn,
en það er auðvitað ómögulegt að
tala um dagsetningar í þessum
efnum,“ segir Einar. Thomas,
sem er grænlenskur, hefur verið
færður úr einangrun, þar sem lög-
reglan telur það ekki þjóna rann-
sóknarhagsmunum lengur. Eins
og fram hefur komið er Thomas
grunaður um að hafa svipt Birnu
frelsi á Laugavegi og myrt hana
í bílaleigubíl í Hafnarfirði. Hann
á svo að hafa komið líkinu fyrir í
votri gröf á Reykjanesi. | vg
Mál Birnu Brjánsdóttur
líklega til saksóknara í mars
Birnu Brjáns-
dóttur var ráð-
in bani í janúar
síðastliðnum.
Rannsókn
lýkur senni-
lega í þessum
mánuði.
félaginu um hversu há upphæðin
væri þegar blaðið fór í prentun.
Fréttatíminn hefur því ekki ná-
kvæma tölu en hún er líklega á bil-
inu 200 til 250 milljónir króna.
Wow air þarf nú að endur-
reikna og endurgreiða öllum þeim
starfsmönnum sem fengu van-
goldin laun mismuninn á þeim
launin sem þeir fengu og hefðu átt
að fá samkvæmt niðurstöðu félags-
dóms. Endurgreiðslan skilaði sér
ekki til starfsmannanna um þessi
mánaðamót, samkvæmt heimild-
um Fréttatímans, en upphæðin er
á dráttarvöxtum fram til þess tíma
sem launin verða endurgreidd til
starfsmannanna.
Guðbjarni Eggertsson, lögmaður
Alþýðusambands Íslands, segir að
niðurstaðan í málinu hafi verið sú
sem sambandið hefði haldið fram
allan tímann. „Okkur fannst þessi
niðurstaða bara nákvæmlega sam-
kvæmt kjarasamningnum. Það lá
alveg fyrir að það var umtalsverð
launahækkun inni í samningnum
sem Wow air var ekki tilbúið að
viðurkenna.“ Guðbjarni segir að
ákvæðið í kjarasamningnum sem
deilt var um sé hins vegar ekki sér-
staklega skýrt. Hann segir að ekki
hafi verið mikill samningsvilji hjá
Wow air í málinu þegar boðið var
að fara „mýkri leið“ og því hafi Al-
þýðusamband Íslands þurft að fara
með málið fyrir Félagsdóm.
Niðurstaða Félagsdóms er loka-
niðurstaða í málinu og er ekki hægt
að skjóta málinu til dómsstóla. Wow
air þarf því að una niðurstöðunni
og endurgreiða launin.
Gylfi segist ekki vera yfirláglaunalögregla
Kjaramál Vilhjálmur Birgisson
verkalýðsforingi á Akranesi segir
að ASÍ sé yfirláglaunalögregla.
Forysta ASÍ reyni að halda
lífi í Salek með samkomu-
lagi við SA um nær engar
launahækkanir á þessu
ári. „Bull,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson forseti
ASÍ.
Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Samkomulagið gengur út á að
launahækkanir á tímabilinu frá
nóvember 2013 til ársloka 2018
megi ekki vera hærri en 32 pró-
sent. Þetta þýðir að flestir kjara-
samningar sem verða lausir á
árinu mega ekki taka neinum
launahækkunum því flestir hafa
náð þessum 32 prósentum
nú þegar,“ skrifar Vil-
hjálmur ævareiður á
Facebook-síðu sína.
Vilhjálmur vísar í
fund hjá Starfsgreina-
sambandinu á mið-
vikudag þar sem
rætt hafi verið um
að fresta endurskoðun kjarasamn-
inga um eitt ár en jafnframt sagt
að Salek-samkomulagið væri dautt.
Hann spyr hinsvegar hvaða vegferð
ASÍ sé á þegar forystumenn þar hóti
uppsögn kjarasamninga ef annað
launafólk reyni að bæta kjör sín.
„Þessir snillingar vilja halda áfram
að blása lífi Salek-samkomulagið
sem er löngu komið í hjartastopp
og öll línurit sýna að það er orðið
heiladautt, en forysta ASÍ neitar að
taka öndunarvélina úr sambandi.“
„Það er ekki stafkrókur í þessu
samkomulagi við SA um Salek,“ seg-
ir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og
furðar sig á þessu útspili Vilhjálms
þar sem forysta Starfsgreinasam-
bandsins og þar á meðal Vilhjálm-
ur hafi samþykkt einróma að fresta
endurskoðun kjarasamninga. „Það
verður ekkert rætt um Salek meðan
ríkisstjórn og Alþingi ver ákvörðun
kjararáðs. Eftir ár verður búið að
semja við lækna, kennara, f lug-
menn og flugvirkja. Við höfum í
tvígang riðið á vaðið í viðræðum og
það hefur engu skilað,“ segir Gylfi.
Hann segir það kjaftæði að hann
og aðrir í forystu ASÍ séu yfirlág-
launalögregla. Ég er að berjast fyr-
ir hagsmunum launafólks og þeim
kjarabótum sem áttu að koma til
framkvæmda á þessu ári, tvisvar
eiga félagsmenn að hækka um 4,5
prósent og mótframlag atvinnu-
rekenda í lífeyrissjóð um 1,5 pró-
sent, en það er rétt að ef Salek-sam-
talið kemst á aftur á launafólk rétt
á launaskriðstryggingu og ég vil
gjarnan ná því fram. Ég skil ekki
svona málflutning, þetta er bara
bull.”
Vilhjálmur Birgisson
segir að forysta
ASÍ neiti að taka
öndunarvél Salek úr
sambandi.
Gylfi Arnbjörns-
son segist ekkert
skilja í Vilhjálmi
Birgissyni.
Fáar konur vilja
dæma í Landsrétti
Dómstólar
Aðeins 14 konur voru meðal þeirra
37 sem sóttu um embætti dómara
við Landsrétt. Fimmtán dómar-
ar verða við réttinn. Í Allsherj-
arnefnd lögðu stjórnarliðar ríka
áherslu á hafa jafnt kynjahlutfall
dómara í Landsrétti, og var tek-
ist á um hvort setja ætti ákvæði
um það í lögin. Að endingu var
því sleppt á þeim forsendum að
við skipun dómara, yrði að fara
að jafnréttislögum. Verði allar 14
konurnar metnar hæfar til starfs-
ins, hljóta að teljast miklar líkur
á að helmingur þeirra verði ráð-
inn dómari við Landsrétt. Meðal
umsækjenda eru Guðrún Sesselja
Arnardóttir, Arnfríður Einars-
dóttir, Ragnheiður Bragadóttir og
Sandra Baldvinsdóttir. | þt
Dvergríkið Andorra & Spánn
sp
ör
e
hf
.
Sumar 15
Glæsileg vikuferð til Andorra dvergríkisins og Tossa de Mar á
Spáni þar sem við kynnumst mannlífi og merkri sögu lítillar
þjóðar í Pýreneafjöllunum og njótum sólar á gylltri Costa Brava
ströndinni, sem er rómuð fyrir fegurð. Á ferð okkar um sveitir
landsins svífur rómantíkin yfir og á vegi okkar verða töfrandi
bæir, sem margir hverjir eiga sér merka sögu. Við endum
ferðina í glæsilegu heimsborginni Barcelona.
26. ágúst - 2. september
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 158.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Arnaldur á
metsölulistum
Í síðustu viku gerðist það að tvær
bækur eftir Arnald Indriðason
vermdu efstu fimm sæti franska
metsölulistans, Þýska húsið var í
fyrsta sæti og Napóleonsskjölin í
því fimmta. Sú síðarnefnda hefur
verið á listanum frá því í október.
Bækur Arnaldar Indriðasonar
hafa verið á metsölulistum í að
minnsta kosti þremur löndum;
Bettý á Spáni, Þýska húsið í Frakk-
landi og Kamp Knox í Þýskalandi.
Bækur hans hafa á undanförn-
um árum komið út á meira en 40
tungumálum og selst í ríflega tólf
milljónum eintaka. | þká
Bækur