Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 52
Inga Birna Ársælsdóttir æfir og keppir í brasilísku Jiu Jitsu og er vinsæll einkaþjálfari í Mjölni. Á milli æfinga fer hún reglulega í nudd og hlustar á góða bók eða podcast. Inga Birna Ársælsdóttir æfir brasilískt Jiu Jitsu sex sinnum í viku auk styrktarþjálfunar og fleira. Hún er auk þess einkaþjálfari í Mjölni. Mynd | Hari Dagurinn byrjar yfirleitt í kringum 7-7.30, en þá mætir fyrsti kúnni dags-ins í þjálfun. Mér finnst best að vera vöknuð svona klukkutíma fyrir þjálfun, þá get ég fengið mér morgunmat og hef tíma til að gíra mig inn í daginn í rólegheitunum,“ segir Inga Birna Ársælsdóttir, íþróttakona og einka- þjálfari í Mjölni. Inga Birna er útskrifaður ÍAK einka- og styrktarþjálfari og hefur náð sér í ýmis aukaréttindi. Hún varð Íslandsmeistari í brasilísku Jiu Jitsu árið 2013 og var í keppnisliði Mjölnis í MMA frá 2013-2016 svo eitthvað sé nefnt. Inga Birna þjálfar bæði einstaklinga og hópa hjá Mjölni sem flutti nýverið í gömlu Keiluhöll- ina í Öskjuhlíð. Hvað færðu þér oftast í morgunmat? „Ég er mjög vanaföst þegar kemur að morgunmat, það er alltaf stórt vatnsglas og hafragrautur. Ég breyti svo reglulega til með hvað ég set út á grautinn. Síðustu mánuði hef ég verið að vinna með glútenlausa hafra með teskeið af kókosolíu, hörfræjum og tæpri teskeið af hráu hunangi.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég hef stundað brasilískt Jiu Jitsu síðastliðin fjögur og hálft ár og stunda það eins mikið og líkaminn leyfir, í kringum sex sinnum í viku. Auk þess tek ég styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku og bæti stund- um við auka tækniæfingu eða léttu skokki/hjóli. Með styrktarþjálfun- inni eyk ég við líkamlega getu í íþróttinni og næ að halda meiðslum í lágmarki.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Best finnst mér að hlusta á góða bók eða Podcast og dunda mér jafnvel eitthvað í eldhúsinu með því.“ Lumar þú á góðu heilsuráði sem hefur reynst þér vel í gegnum tíðina? „Hlustaðu á líkamann þinn og lærðu inn á hann. Finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, þá verður hún að áhugamáli frekar en kvöð. Mér finnst líka góð regla að tileinka sér að borða mat sem þér þykir bragðgóður en veist að þér líður vel af og hefur góða orku fyrir líkamann þinn.“ Er tíska í líkamsræktinni? Hvað er heitast núna? „Á mínum vinnustað er helsta tískan Mjölnispeysur, annars er ég lítið inni í þeim málum. Hvað sem þér þykir best að vera í er bara flott...“ Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig? „Ég fer reglulega í nudd sem mér þykir virkilega gott og mikilvægt, annars finnst mér alltaf yndislegt að komast aðeins út fyrir bæinn og eyða tíma með mínum nánustu.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Passa upp á að fyrstu tímarnir í þjálfun séu tilbúnir fyrir komandi dag og svo enda ég daginn yfirleitt á smá slökun þegar ég er komin upp í rúm til að núllstilla mig.“ Mikilvægt að hlusta á líkamann og læra á hann Á mínum vinnustað er helsta tískan Mjölnispeysur 12 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017HEILSA Gleraugnatískan tekur á sig ný form og nýja liti Framleiðendur á umgjörðum og sólgleraugum eru í sífellt auknari mæli farnir að tengjast tískuhúsunum og vinna með þeim í litavali og markaðssetningu Unnið í samstarfi við Optical Studio Optical Studio rekur þrjár gleraugna-verslanir. Upphafið má rekja til Keflavík- ur árið 1982. Í janúr 1998 tók svo til starfa Optical Studio Duty Free í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir útboð frá Ríkiskaupum um verslunarekstur í flugstöðinni. Þriðja verslun Optical Studio tók svo til starfa í Smáralind þegar verslunarmiðstöðin var opnuð í október 2001. Kjartan Bragi er sjóntækjafræðingur og eigandi Optical Studio. Kjartan er hafsjór af fróðleik þegar kemur að vali á gleraugum og um gleraugnatísku. Hann segir aðspurður um gler- augnatískuna í dag: „Gleraugnat- íska lýtur sömu lögmálum og önnur tíska, en það má þó segja um hana að hún lifir töluvert leng- ur en það sem gengur og gerist í fatatískunni. Sólgleraugun lúta þó öðrum lögmálum, þar er töluvert meiri hraði en í sjóngleraugnat- ískunni.“ En hvað er ríkjandi í dag í gler- augnatískunni? „Í styrkleikagleraugunum, um- gjörðum, eru litir eru farnir að vera fyrirferðameiri en hér áður. Sá svarti og brúni eru nú aðeins að gefa eftir og umgjarðirnar farnar að verða litríkari. Ég get nefnt dæmi eins og Gucci sem er með mikið af sterkum litum og þar sér maður skemmtilega litaflóru sem er blandað saman líkt og sjá má í dag í fata- og veskjalínu frá Gucci. Vert er að nefna dönsku umgjarðirnar frá Lindberg sem er mjög vandaðar og afar léttar, aðeins nokkur grömm. Þær eru þó andstæða við þær litaglöðu. Að mínu mati eru þessar umgjarðir framar öllum öðrum hvað varðar hönnunn og efnisval og sam- setningar. Lindberg notar engar skrúfur eða lóðningar í sinni fram- leiðslu.“ Aðspurður um sólgleraugn- atísku, segir Kjartan. „Í sólgleraugum ber Ray Ban höfuð og herðar yfir öll önnur sólgleraugnamerki á markaðnum hvað vinsældir snertir. Önnur sól- gleraugnamerki sem setja mætti í flokkinn „hátíska“ eru Victoria Beckham, Gucci, Tom Ford, Dior og Celine. Kardashian sem sést oftast með sólgleraugu frá Celine og Dior, hefur slík áhrif að oft er einfaldlega spurt hvort við eig- um til Kardashian sólgleraugu. Kringlótt sólgleraugu njóta vax- andi vinsælda.“ Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar það velur sér gleraugu? „Gleraugun þurfa eðlilega að henta hverjum og einum. Hjá Opt- ical Studio starfa 10 sjóntækja- fræðingar og sérhæft starfsfólk sem leggur metnað sinn í veita sem besta þjónustu. Gleraugu er jú vara sem er á andlitinu á fólki og því verður að vanda valið. En verksvið okkar sjóntækjafræðinga tekur til fleiri þátta, svo sem smíði á gleragum fyrir hvern og einn viðskiptavin og sjónmælinga og mátun á snertilinsum.“ Kjartan nefnir að Optical Studio leggur mikla áherslu á barnagler- augu og þjónustu við börn. „Við erum með sérstakt barna- horn í verslun okkar í Smáralind. Barnaumgjarðirnar frá Lindberg eru að mínu mati þær umgjarðir sem trufla minnst atgervi barn- anna en þær hafa reynst mjög vel.“ Allar frekari upplýsingar má finna á www.facebook.com/OpticalStudio www.opticalstudio.is Bergþóra Ólafsdóttir ráðgjafi og Bjarni Jóhannesson sjóntækjafræðingur hjá Optical studio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.