Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 19
| 19FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017
álitið (sjá mynd að neðan). Morr-
is segir þetta hafa liðkað verulega
fyrir niðurskurðinum í Bretlandi.
Bandarískir stjórnmálamenn hafa
hins vegar frá árinu 1984 yfirleitt
forðast að draga upp neikvæða
mynd af öryrkjum.
Í ljósi þess að öryrkjar í Bretlandi
hafa á undanförnum árum staðið
frammi fyrir stórfelldri röskun
á tilveru sinni þá vakna eðlilega
spurningar um áhrifin sem þetta
hefur haft á líf þeirra. Róttækasta
breytingin átti sér stað á árunum
2010-13 en þá voru allir örorkulíf-
eyrisþegar skikkaðir í starfsgetu-
mat, með tilheyrandi fækkun ör-
yrkja. Þessi viðamikla áætlun vakti
eðlilega ugg meðal margra og var
til að mynda óttast um áhrifin sem
þetta kynna að hafa á einstaklinga
sem kljást við geðraskanir. Þessi
ótti var á rökum reistur. Árið 2015
opinberuðu bresk stjórnvöld að á
tímabilinu frá desember 2011 til
febrúar 2014 frömdu 2380 einstak-
lingar sjálfsvíg eftir hafa verið
metnir hæfir til þess að vinna.
Rannsókn Benjamins Barr og fé-
laga frá sama ári staðfestir þessa
sorglegu niðurstöðu. Á þeim svæð-
um þar sem stærri hluti þegnanna
lenti í róttæka endurmatinu var
meira um sjálfsvíg, geðheilbrigðis-
vandamál og ávísanir þunglyndis-
lyfja. Í ljósi þessarar niðurstöðu
vekja höfundarnir sérstaka athygli
á því að þátttaka lækna og annarra
heilbrigðisstétta í starfsgetumatinu
geti falið í sér brot á siðareglum
viðeigandi fagstétta.
Eftir stendur spurningin um
hvernig þeim öryrkjum sem metnir
eru hæfir til þess að vinna gengur
að komast út á vinnumarkaðinn. Í
fyrra birtist önnur rannsókn eftir
Benjamin Barr og félaga þar sem
ljósi var varpað á spurninguna.
Niðurstaða hópsins var sú að
ekki sé að jafnaði hægt að tengja
starfsgetumatið við aukinn flutn-
ing einstaklinga með langvarandi
heilsufarsvanda út í atvinnulífið.
Það tengdist hins vegar flutningi
fólks með geðraskanir frá því að
vera öryrkjar yfir í atvinnuleysi. Í
þessu sambandi er vert að hafa í
huga að ólíkt flestum öðrum lönd-
um taka Bretar ekki tillit til félags-
legra þátta í starfsgetumatinu. Það
þarf því ekki að koma á óvart að
starfsgetumatskerfið í Bretlandi er
mjög umdeilt.
En endurspeglar þessi dapri
breski raunveruleiki reynslu
annarra þjóða sem tekið hafa upp
starfsgetumat og skyld kerfi? Ekki
endilega. Í Noregi er starfsgetu-
matskerfið, sem sett var á lagg-
irnar árið 2008, ekki umdeilt.
Raunar búa Norðmenn við svo
örlátt velferðarkerfi að þeim hef-
ur gengið illa að fækka öryrkjum.
Hollendingar hafa hins vegar náð
að fækka öryrkjum verulega og
horfa ýmsar þjóðir til þeirra sem
fyrirmynd. Á tímabilinu 2001-2012
fækkaði öryrkjum í Hollandi úr 11%
af vinnuaflinu niður í 7,2%. Á sama
tíma fækkaði þeim sem fengu ör-
orku í fyrsta sinn úr 1,5% árið 2001
niður í 0.5% árið 2012. Ólíkt breska
kerfinu þá leggur hollenska starfs-
getumatskerfið ríkar skyldur á
vinnuveitendur til þess að koma í
veg fyrir örorku starfmanna sinna.
Þetta er hluti af niðurstöðum Pi-
erres Koning og Maartens Linde-
boom á starfsgetumatskerfinu í
Hollandi, sem árið 2006 fékk á sig
þá mynd sem það hefur í dag. Sam-
kvæmt tvímenningunum er erfitt
að leggja mat á hvort þær konur
sem duttu út úr bótakerfinu eftir
starfsgetumat hafi fengið vinnu.
Þeir segja hins vegar að kerfis-
breytingin hafi líklega stuðlað að
aukinni atvinnuþátttöku karla sem
búa við slæmt heilsufar, en á sama
tíma hefur fjöldi þeirra karla sem
hvorki hafa atvinnu né örorkubæt-
ur aukist.
Í fyrirlestri sem áður nefnd-
ur Zachary Morris flutti á síðasta
ári varpaði hann frekara ljósi á
ástandið í Hollandi, auk Danmerk-
ur og Bretlands. Þar tekur hann
fyrir atvinnumöguleika þeirra
einstaklinga sem eru 50 ára eða
eldri þegar þeir voru metnir hæfir
til þess að vinna. Í löndunum þrem-
ur er ekkert sem bendir til þess að
möguleiki þessa fólks til atvinnu-
þátttöku aukist. Það eru hins vegar
vísbendingar um að þessir einstak-
lingar flytjist af örorkubótum yfir á
atvinnuleysisbætur. Þetta er í takt
við niðurstöðu alþjóðlegrar úttekt-
ar Benjamin Barr og félaga þar sem
horft var á alla aldurshópa.
Þessari stuttu umfjöllun er ekki
ætlað að vera heildstæð úttekt á
kostum og göllum starfsgetumats.
Það er hins vegar ljóst að starfs-
getumatið er langt frá því að vera
sú töfralausn á vanda öryrkja sem
sumir hér á landi virðast halda. Það
er því ekki að ástæðulausu sem ég
og aðrir öryrkjar erum kvíðnir
vegna áforma ríkisstjórnarinnar.
Atvinnuþátttaka öryrkja er ekki
einungis vandamál þeirra heldur
samfélagsins í heild. Til þess að fyr-
irbyggja mistök annarra landa, til
dæmis tilflutning einstaklinga af ör-
orku á atvinnuleysisbætur og síð-
ar sveitafélagið, þarf samstillt átak
allra sem að málinu koma. Í ljósi
þess að ég hef lengi verið öryrki
vegna erfiðrar baráttu við geðrask-
anir þá langar mig í þessu sambandi
að vekja sérstaka athygli á tveimur
atriðum. Annars vegar þarf að hafa í
huga að vegna djúpstæðra fordóma
er almenningur síst hlynntur „at-
vinnuþátttöku fólks með geðsjúk-
dóma …“, eins og segir í Virkt sam-
félag, tillögum Öryrkjabandalags
Íslands að heildstæðu kerfi starfs-
getumats og framfærslu á grund-
velli þess. Hins vegar er „nauðsyn-
legt að líta til mismunandi stöðu
einstaklinga [við starfsgetumat] og
gæta þarf sérstaklega að stöðu geð-
fatlaðra innan starfsgetumatskerf-
is og annarra með skerðingar, sem
ekki eru sýnilegar.“
80%
70%
60%
50%
1998 2013
Hlutfall þeirra Breta sem vilja að
ríkisstjórnin leggi meira fjármagn til
öryrkja sem geta ekki unnið.
Stuðningur minnkar
Í Noregi er starfsgetumatskerfið, sem sett var á lagg-
irnar árið 2008, ekki umdeilt. Raunar búa Norðmenn
við svo örlátt velferðarkerfi að þeim hefur gengið illa
að fækka öryrkjum. Hollendingar hafa hins vegar náð
að fækka öryrkjum verulega og horfa ýmsar þjóðir til
þeirra sem fyrirmynd.
Raforkumarkaður
á tímamótum
Velkomin á morgunverðarfund 7. mars nk.
Ný greining óháðra danskra sérfræðinga beinir sjónum að tækifærum
til þróunar á íslenska raforkumarkaðnum. Er orkuöryggi á Íslandi
tryggt? Er verðmætasköpun nægileg? Á þessum morgunverðarfundi
verður leitast við að skýra fyrirkomulag raforkumála hér, benda á
mögulegar takmarkanir og reifa hugsanlegar leiðir til úrbóta.
Opnun fundar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Fyrirkomulag á íslenskum raforkumarkaði
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Energy market reform options in Iceland:
Promoting security of supply and natural resource value
Helge Sigurd Næss-Schmidt og Martin Bo Westh Hansen,
hagfræðingar Copenhagen Economics
Fundarstjóri: Stella Marta Jónsdóttir,
forstöðumaður verkefnastofu Landsvirkjunar
Hilton Reykjavík Nordica
7. mars 2017
kl. 8:30-10:00 (morgunkaffi hefst kl. 8.00)
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is