Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Horfi til himins á Íslandi Fanný er ánægðust með himininn á Íslandi. Ég er alltaf að horfa upp í himininn, hef séð ótrúleg ský hérna, og hún reynir að lýsa skýjum sem voru hringlaga og röðuðu sér ofan á hvert annað einsog varða. Á Íslandi er allt annar himinn en sá í Paris. Mynd | Alda Lóa Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Þremur árum eftir kom-una til Íslands var ekk-ert fararsnið komið á Fanný. Þá kom móð-ir hennar gagngert til þess að sækja hana og stelpurnar. „En þegar mamma kynntist lífi mínu á Íslandi þá sagði hún: „Nei annars vertu bara áfram á Íslandi, þú hefur það miklu betra hér en í Frakklandi.“ Mamma mín kemur á hverju ári og heimsækir okkur, og ég held að ef hún talaði aðeins meiri ensku þá gæti hún vel hugs- að sér að flytja til Íslands segir Fanný, sem talar fína íslensku með smá frönskum hreim. „Pabbi hinsvegar er fyrst núna að sætta sig við að ég sný ekki aftur til Frakklands. En þá hjálpaði hann mér líka að kaupa þessa íbúð. Fyrsta og eina íbúðin á ævinni,“ og Fanný ískrar af gleði yfir íbúð- inni sinni á Klapparstíg. Landið og hafið runnu saman „Ég var tvítug og gekk með Kor- ydwen þegar ég kom í fyrsta sinn til Íslands. Og þegar ég leit nið- ur á landið úr flugvélinni sá ég eyjar og sker sem tengdu hafið við meginlandið, þetta rann svo sérkennilega saman, landið og hafið. Ég held að þetta hafi verið Vestmannaeyjar, samt er ég ekki viss, af því að ég hef aldrei flogið aftur yfir þetta sama svæði.“ En þessi sjón hafði undarlega áhrif á Fanný sem fannst hún loksins vera komin heim til sín. „Ég hef aldrei þekkt svona tilfinningu gangvart neinum öðrum stað.“ Eftir þessa tveggja vikna ferð til Íslands vildi Fanný helst flytja strax til landsins í hafinu og fæða frumburð sinn. En það liðu þrjú ár og stelpurnar voru orðnar tvær, þegar hún lét slag standa og keypti flugmiða og pantaði gistingu á farfuglaheimilinu í Laugardal. Norðurljósin á Möðruvöllum „Ég kom hingað fyrst til þess að sjá norðurljósin. Það var árið 2005. Þá keyrðum við, ég og barnsfaðir minn, hringinn í kringum landið á fimm dögum. Það var í mars og ég sá flottustu norðurljós sem ég hef nokkurn tí- mann séð, þau voru græn, gul og bleik.“ Fanný sver að hafa aldrei síðar séð önnur eins norðurljós á Íslandi. „Ég held að það hafi verið á Möðruvöllum, samt er ég ekki viss af því að ég þekkti landið ekki nógu vel á þeim tíma.“ Þegar Fanný flutti til Íslands, 23 ára gömul, þá þekkti hún engan á landinu en það breyttist með tímanum. Á níu árum hefur tengslanet hennar stækkað og er orðið nokkuð þétt í dag. En margir af vinum hennar eru upp- haflega erlendis frá, fólk héðan og þaðan úr heiminum. Þorgerður á 10 dropum Fanný fékk vinnu á kaffihúsi stuttu eftir að hún flutti til íslands í janúar 2008. Vinnuna fann hún sjálf, þegar hún gekk upp Lauga- veginn og bauð fram starfskraft sinn. „Ég hitti Þorgerði á 10 drop- um og hún réði mig í vinnu. 10 dropar var mitt fyrsta heimili á Íslandi og Þorgerður hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þess vegna var ég alveg miður mín um daginn þegar 10 dropum var lokað.“ segir Fanný sem tekur mjög nærri sér hvernig miðbærinn hefur þró- ast. Hún vann um tíma á ferða- skrifstofu við að selja ferðir til Íslands en segist ekki geta hugsað sér lengur að taka þátt í því sem henni finnst hryllilega röng stefna í ferðamennsku, það sé ekki gott þegar verið er að byggja svona mörg hótel fyrir ferðamenn þegar á sama tíma vantar íbúðir fyrir fólk sem býr í borginni. „Núna af- greiði ég í A4 í Skeifunni og stund- um koma ferðamenn inn og þá er ég alltaf mjög ánægð að það hafi ekki verið ég sem seldi þessa ferð til Íslands. Ég vil ekki bera ábyrgð á þessari þróun. Margar einstæðar mæður Fanný segir erfitt að gera upp á milli Íslands og Frakklands. Þetta sé svo tilfinningalegt. En hún seg- ir umhverfið á Íslandi betra fyrir börn. „Ég myndi alltaf vera svo hrædd um börnin mín í Paris,“ segir Fanný sem valdi Hjalla- stefnuna fyrir sínar stelpur á Ís- landi og í framhaldinu fóru þær í Landakotskólann. Landakotskóli er frekar alþjóðlegur og mörg af frönsku börnunum í Reykjavik eru í Landakoti. „Það er líka margfalt betra að vera einstæð móðir á Íslandi. Hérna sýna allir skilning ef ég þarf að vera heima með veikt barn. Í Frakklandi myndi ég missa vinnuna. Hérna er eðlilegt að vera einstæð móðir. Hérna sér líka Tryggingarstofnun um að rukka barnsföðurinn en í Frakklandi er engin þess konar trygging. Þú verður sjálf sem móðir að banka uppá hjá föðurn- um og rukka hann um meðlag.“ segir Fanný. Er að sækja um ríkisborgararétt Fanný er að sækja um íslensk- an ríkisborgararétt fyrir sig og stelpurnar. „Það er eðlilegt að stelpurnar hafi íslenskan ríkis- borgararétt, þar sem allt þeirra líf er hér,“ segir Fanný sem hefur safnað öllum gögnum í möppu. Það vantar bara íslenskuprófið. En þegar það er komið getur hún sent inn umsókn. Hún fær engin sérstök réttindi við ríkisborgara- réttinn, annan en réttinn til þess kjósa í alþingis- og forsetakosn- ingunum. „Mig langar til þess að geta kosið í alþingiskosningum, ég er ekki ánægð með allt sem er gert á Íslandi og ég vil gjarnan hafa eitthvað um það að segja.“ Fanný Cloe ólst upp í úthverfi Parísar en flutti til Íslands í janúar fyrir níu árum. Hingað flaug hún með barnsföður sínum og dætrunum, Aryelle, ellefu mánaða og Korydwen tveggja og hálfs árs. Foreldrar hennar í Frakklandi biðu þolinmóðir eftir því að hún kæmi heim aftur og lyki þessu Íslandsævintýri. Sérstaklega eftir að hún skildi við barnsföður sinn eftir mánaðardvöl á eyjunni og stóð ein uppi með stelpurnar. „Núna afgreiði ég í A4 í Skeifunni og stundum koma ferðamenn inn og þá er ég alltaf mjög ánægð að það hafi ekki verið ég sem seldi þessa ferð til Íslands. Ég vil ekki bera ábyrgð á þessari þróun.“ S Ó F A D A G A R 3 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.