Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 4
Hrelliklám Tveir menn hafa birt yfirlýsingar á Facebook þar sem þeir segjast ekki vera í mynd- bandi sem tekið var upp á salerni á skemmtistaðnum Austur í lok febrúar en þar sést maður á þrí- tugsaldri stunda kynlíf með ungri konu. Myndbandinu hefur verið dreift mjög víða og gæti orðið lögreglumál. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt er að staðfesta að ég sé mað- urinn í myndbandinu,“ segir ungur maður sem Fréttatíminn ræddi við, en honum fannst hann tilneyddur til þess að tilkynna það sérstaklega á Facebook-síðu sinni að umræddur maður væri ekki hann. Hann seg- ir marga hafa haft samband við sig vegna myndbandsins og fullyrt að hann væri karlmaðurinn. Andlit mannsins sést stuttlega í lok þess og má þá sjá karlmann ljósan yfirlit- um. Talið er að að minnsta kosti tvö myndbönd hafi verið tekin umrætt kvöld á skemmtistaðnum Austur þegar maður og kona stunda kynlíf inni á salerni á staðnum. Annar maður, 23 ára nemi, sagði nokkurn fjölda fólks hafa haft sam- band við sig og spurt hvort hann væri í umræddu myndbandi, en maðurinn er búsettur erlendis og var ekki einu sinni á landinu þegar atvikið átti sér stað í lok febrúar. Ljóst þykir að myndbandið hefur gengið manna á milli, og ekki ólík- legt að hundruð, ef ekki þúsundir hafi séð það. Þá var myndbandinu hlaðið upp á alræmdri klámsíðu sem birtir ítrekað myndir af fá- klæddum konum frá Íslandi. María Rún Bjarnadóttir er lög- fræðingur og hefur meðal annars skoðað stafrænt kynferðisofbeldi. Aðspurð segir hún parið geta leit- að til lögreglu til þess að leita réttar síns þar sem dreifingin á myndbandinu gæti varðað hegn- ingarlagabrot. Þá eru brot á persónuvernd ekki talin með, en ríkar skyldur eru á herðum fólks að virða friðhelgi einkalífs fólks, þó að um opinberan stað sé að ræða, eins og í þessu tilfelli. „Sá sem tekur svona upp og dreif- ir án samþykkis þarf að endurskoða hvernig hann hagar sér, því það er hann sem er brotlegur,“ segir Mar- ía Rún og bætir við: „Það er fullt af fólki sem hefur haft samfarir á klósetti á skemmtistöðum, það er ekki aðalatriðið, en við þurfum að hugsa um það hvernig við um- göngumst netið þegar svona lagað kemur upp.“ 4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Sveitarstjórnarmál „Þetta verður tekið upp og rætt, enda þurfum við að hugsa til framtíðar hér,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, sveitarstjórnarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Ölfusi, en hann gerir athugasemdir við lánafyr- irgreiðslu bæjarins til Hreiðars Más Sigurðssonar og Finnboga Gylfasonar vegna sölu á Rásarhús- inu svokallaða í Þorlákshöfn. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Fréttatíminn greindi fyrst frá mál- inu í lok síðustu viku en þar kom fram að Ármann Einarsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins mótmælti sölunni harðlega á þeim forsendum að það væri ekki eðlilegt að bær- inn lánaði eignarhaldsfélagi þeirra Hreiðars og Finnboga fyrir fast- eignakaupunum. Eignin var seld á 33 milljónir og greiðist með verðtryggðu veðskulda- bréfi til fimm ára með 25 ára endur- greiðsluferli sem ber 5% vexti. Þá þurfa félagarnir ekki að borga af lán- inu fyrstu sex mánuði eftir undir- skrift. Bæjarstjórnin svaraði opnu bréfi Kristínar Magnúsdóttur, íbúa í Þorlákshöfn, sem birtist á vefnum Hafnarfréttum fyrr í vikunni þar sem hún gagnrýndi söluna og taldi það ekki eðlilegt að bæjarfélagið stæði í slíkum lánaviðskiptum. Sveitarfélagið keypti húsið á 30 milljónir. Svo segir í svarinu: „Þegar gagntilboð var gert þar sem verðið á húsinu var sett 33 milljónir var bók- aður nettókostnaður vegna endur- bóta rétt rúmar 3 milljónir, reikning- ur upp á tæpa milljón var ekki fram kominn þá.“ Því má gera ráð fyrir að sveitarfél- agið hafi tapað rúmri milljón á hús- inu. Þá er rekstrarkostnaður ekki tekinn með, en húsið stóð lengi autt. Guðmundur segir fordæmi fyrir því að bæjarfélagið láni fyrir svona kaupum, en til stendur að koma upp ferðaþjónustu í húsinu. „Það er ekki þannig að sveitarfé- lagið selji eignir daglega. Þessi eign var búin að vera til sölu alllengi áður en við fengum tilboð í hana, sem unnið var með,“ segir Sveinn Steinarsson, sveitastjórnarfulltrúi Framfarasinna í Ölfusi og forseti bæjarstjórnar, um sölu á húsinu. „Samandregið er húsið selt til fimm ára, með skuldabréfi sem greiðist upp að þeim tíma loknum, og vonandi verður starfsemin í hús- inu samfélaginu til framdráttar,“ segir Sveinn. Sveitarfélagið tapaði milljón á húsinu. Töpuðu á sölu hússins Ræðir jafnrétti í Færeyjum Sigríður Á. Andersen var send til Fær- eyja til að ræða vandamál karla. Sigríður Á. Andersen, var full- trúi Þorsteins Víglundssonar á sérstakri ráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum þar sem rætt var um stöðu karlmanna í aðildar- löndunum, sérstaklega með tilliti til heilbrigðiskerfisins og skóla- kerfisins. Þorsteinn er félagsmálaráðherra og því ráðherra jafnréttismála en jafnframt samstarfsráðherra Norð- urlandanna. Sigríður Á. Andersen var fenginn til að hlaupa í skarðið en hún hefur vakið athygli fyrir sérstæðar skoðanir í jafnréttismál- um sem jafnvel ganga í berhögg við stjórnarsáttmálann. | þká Tveir menn bera af sér að vera í umdeildu kynlífsmyndbandi María Rún Bjarnadóttir gagnrýnir hegðun einstaklinga á netinu sem dreifa kynlífsmyndbandi. Atvikið átti sér stað á klósettinu á Austur. Styrkur brennisteinsvetnis sjaldan hærri Mengunin er rakin að mestu til Hellisheiðarvirkjunar. Mengun Styrkur brennisteins- vetnis á höfuðborgarsvæðinu hef- ur ekki mælst hærri til skamms tíma síðan mælingar hófust árið 2006. Mest mældist styrkurinn til skamms tíma tæplega 150 míkrógrömm á rúmmetra, en hálftímagildið, eins og það er kallað, fór upp í 45 rúmmetra. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Þetta kemur aðallega frá Hell- isheiðarvirkjun, og líklega hefur eitthvað borist frá Nesjavalla- virkjun einnig,“ segir Svava S. Steinarsdóttir starfsmaður Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur en Heilbrigðiseftirlitinu var skylt að vara almenning við vegna óvenju mikils styrks brennisteinsmengun- ar í Reykjavík. Svava segir ástæð- una fyrir loftmenguninni vera óvanalega gott veður og hægur vindur. „Hitaskil koma í raun í veg fyrir að strókurinn dreifi sér,“ útskýrir hún. „Þetta eru töluvert há gildi miðað við hvað við erum vön að sjá,“ segir Svava en ef litið er til mælinga til skamms tíma, þá eru þetta með hæstu gildum sem hafa mælst frá því Heilbrigðiseftirlitið fór að mæla loftmengun árið 2006. Svava segir þó enga hættu á ferð, magnið þurfi að vera um- talsvert hærra til þess að vera skaðlegt. Þó er mælt með því fyrir fólk sem er með öndunarfærasjúk- dóma, að halda sig inni á meðan loftgæðin eru ekki betri. Nánari upplýsingar má finna á vef Reykja- víkurborgar. Fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2017 verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Lagabreytingar • Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. AÐALFUNDUR BÍ 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.