Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 50
Margeir Gunnar Sigurðsson margeir@frettatiminn.is Magnea Einarsdóttir fatahönnður er einn þeirra fatahönnuða sem koma fram á Reykjavík Fashion Festival 23.-26. mars.Magnea útskrifaðist árið 2012 frá hin-um virta skóla í London, Central Saint Martins. Hún hefur því verið verið starfandi sem fatahönnuður í fimm ár og hefur hannað undir sínu eigin nafni. Það er margt spennandi framundan hjá Magneu og fatamerki hennar. Til stendur að opna verslun í Garðastræti 2 með hækkandi sól, þar verður einnig hægt að nálgast vörur frá Anitu Hirlekar. Auk þess er hægt að nálgast vörur Magneu á vef- versluninni www.magnea.co. Aðspurð hvernig sé að starfa sem ungur fatahönnuður á Íslandi í dag segir Magnea: „Ég hef starfað sjálfstætt frá því ég flutti heim frá London 2012. Það hefur gengið vel og ég hef fundið fyrir mikl- um áhuga á því sem ég hef verið að gera en íslenski markaðurinn er auð- vitað mjög lítill. Fyrst um sinn ætlaði ég mér ekki að vera með eigið merki en með tíman- um hefur það þróast þannig og ég stofnaði fyrirtækið í lok árs 2014 eftir að hafa sýnt á RFF í fyrsta skipti og fengið tilnefningu til Hönnunarverðlauna Ís- lands.“ Magnea hefur fundið fyrir áhuga erlendis frá og vinnur nú að því að koma hönnun sinni á stærri mark- að en þann íslenska. Áhugi erlendis frá „Á döfinni er að taka fyrstu skref inn á erlendan mark- að en nú um helgina sýni ég á sölusýningunni Woman á tískuvikunni í París. Ég fékk styrk frá Hönnunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð fyrir erlendri markaðssetningu sem hefur gert fyrirtækinu kleift að taka þetta skref og er stefnan að sýna þar á hálfs árs fresti hér eftir.“ En skynjar Magnea áhuga erlendis frá á íslenskri fatahönnun? „Já, ég hef fundið fyrir miklum áhuga og hér á Ís- landi eru líka margir hæfileikaríkir hönnuðir sem eiga erindi við stærri markaði. Ég held að vettvangur eins og Reykjavík Fashion Festival sé mjög mikilvægur fyrir íslensku fatahönnunarsenuna, til að sýna hana sem heild en um leið hversu fjölbreytt hún er.“ Þegar Magnea er spurð um hvaðan hún sæki inn- blástur stendur ekki á svörum. „Frá öllu og engu! Ég þróa mikið af mínum efnum sjálf og það er vinna sem ég er stöðugt í og tek með mér milli lína. Annars getur upphaf og innblástur að hugmynda- vinnu verið ótrúlega „random“. Það getur verið litasamsetning sem ég rekst á á förnum vegi, persóna eða atriði úr bíómynd eða jafnvel ís- lenskir stjórnmálamenn. Ég er alltaf með augun opin fyrir innblæstri og vinn svo rannsóknarvinnu út frá því sem kveikir mestan neista.“ Umhverfisvitund meðal fatahönnuða Mikil vitundarvakning hefur orðið meðal almennings um umhverfis- mál og er fatahönnunarbrans- inn engin undatekning. „Mín tilfinning er sú að þeir sem kaupi íslenska hönnun séu þegar meðvitaðir um umhverfið og áhrif fjöldaframleiðslu á það. Það er lífstíll sem fleiri mættu tileinka sér.“ Í framhaldi af því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða efni Magnea notar mest í sinni hönnun. „Ég hef lagt áherslu á prjón í minni hönnun og notað ull, bæði íslenska ull og ítalska merino ull. Íslensku ullina hef ég einnig verið að nota í fíngerð smáatriði í flíkunum, bæði handsaumuð og í vél. Hluti af stefnu fyrirtækisins er að í hverri línu sé að minnsta kosti ein vara fram- leidd að fullu á Íslandi úr íslensku hráefni. Þannig höf- um við þróað ullarkápur sem hafa hlotið mjög góðar viðtökur en kápurnar eru prjónaðar á Hvammstanga og saumaðar af klæðskera í stúdíói fyrirtækisins í Reykjavík. Í hverri línu vel ég svo nýtt efni til að blanda saman við ullina.“ Við hverju má fólk búast frá Magneu í ár á RFF? „Ég ætla að sýna nýja línu fyrir haust/vetur 2017, hvað hún inniheldur kemur í ljós á sýningunni sjálfri.“ Magnea Einarsdóttir er einn þeirra fatahönnuða sem sýna hönnun sína á RFF síðar í mánuðinum. Sýning hennar er föstu- daginn 24. mars. Mynd | Rut Sigurðardóttir Finnur fyrir auknum áhuga á íslenskri fatahönnun Reykjavík Fashion Festival verður haldið síðar í mánuðinum. Sex íslenskir hönnuðir sýna nýja fatahönnun og einn þeirra er Magnea Einarsdóttir. Hún segir RFF frábæran vettvang fyrir íslenska hönnuði. Hönnun Magneu hefur vakið verðskulda athygli síðustu misseri. Myndir | Kári Sverris 10 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017TÍSKA&SNYRTIVÖRUR Absoule precious cells kremlínan frá Lancôme Lúxuslína fyrir kröfuharða. Einstök tækni er við gerð línunnar, kaldeiming á Damask Rose og rannsóknastofur Lancôme hafa sýnt fram á að notkun hennar eykur möguleika húðarinnar til að vinna á bólgum, gegn sindurefnum sem og viðgerðarhæfni hennar. Absolue Precious Cells dagkrem SPF15 Mjög engurnýjandi dagkrem sem vinnur á línum, jafnar litarhátt og er alhliða húðbætandi krem. Inniheldur Pro-Xylane og rose extrakt. Mýkjandi lúxus áferð. Absoule yeux precoius cells Lúxus augnkrem sem losar um þreytu og vökvasöfnun. Vinnur gegn augnpokum og gefur ljóma. Húðin verður stinnari, þéttari og unglegri. Absoule cells serum Er endurnýjandi fegrunarserum með viðgerðareiginleikum. Fyrir þær sem hafa áhyggjur af þurrki, teygjanleika og þéttleika. Gefur ljóma og húðin verður mýkri og geislandi björt.FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun Gæði & glæsileiki FYRIR VORVEISLURNAR skoðið laxdal.is/betty barclay
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.