Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Á undanförnum misser­um hefur starfsgetu­mat og atvinnuþátt­töku öryrkja reglulega borið á góma í opin­ berri umræðu. Í byrjun síðasta árs var lagt til í nefndaráliti að tekið yrði „upp nýtt matskerfi þar sem metin verði starfsgeta (starfsgetu­ mat) í stað læknisfræðilegs mats á heilsufari eins og nú er (örorku­ mat).“ Þáverandi félagsmálaráð­ herra fór að tilmælum nefndar­ innar og gerði tilraun til þess að koma starfsgetumati inn í lög um almannatryggingar í október síðast liðnum en vegna mótmæla frá Ör­ yrkjabandalaginu hætti ráðherra við á síðustu stundu. Í stjórnar­ sáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að koma á starfs­ getumati hér á landi. Í umræðunni um þetta mikilvæga mál hefur lítið sem ekkert borið á umfjöllun um reynslu annarra landa af starfs­ getumatinu. Í þessu greinakorni hyggst ég gera bragarbót á því. Á þessari öld hafa ýmis lönd inn­ an OECD komið á starfsgetumati. Þar má nefna Bretland, Ástralíu, Noreg, Svíþjóð, Holland og Þýska­ land. Markmiðið með þessum að­ gerðum er tvíþætt. Annars vegar að draga úr fjölgun nýrra öryrkja Steindór J. Erlingsson, öryrki og vís- indasagnfræðingur, fjallar hér um reynslu annarra þjóða af starfsgetu- mati og atvinnuþátttöku öryrkja. Aukin atvinnuþátttaka en líka aukin sjálfsmorðstíðni Eftir andstöðu Öryrkjabandalagsins dró síðasta ríkisstjórn til baka fyrirætlanir sínar um að koma hér á fót starfsgetumati öryrkja, svo aðrir en læknar gætu metið hvort þeir ættu rétt á örorkubótum. Starfsgetumatið er í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar, enda hefur það verið vilji samtaka fyrirtækjaeigenda um langan tíma. Daniel Blake, hin magnaða kvikmynd Ken Loach, fjallar um áhrif starfsgetu- mats á fólk í Englandi. Höfuðpersónan fær hjartaáfall og má ekki vinna að læknisráði en er samt úrskurðaður vinnufær og þarf því að leita að vinnu sem ekki er til til að fá atvinnuleysis- bætur sem hann fær ekki vegna þess að hann getur ekki sannað að hafi leitað nógu vel og lengi að vinnu. og hins vegar að koma eins mörg­ um öryrkjum, sem fyrir eru í kerf­ inu, aftur út á vinnumarkaðinn. Þó að hér sé um sameiginlegt mark­ Örorkulífeyrisþegar (ÖLÞ) sem hlutfall af þeim sem eru á vinnualdri í Bretlandi og Bandaríkjunum 4.5% 4% 3.5% 3% 2.5% 2% 1.5% 1% 0.5% 0% 2007: Starfsgetumat 2011: Allir settir í starfsgetumat ÖLÞ í Bandaríkjunum ÖLÞ í Bretlandi 80 85 90 95 00 05 10 mið að ræða þá getur framkvæmd­ in verið mjög ólík á milli einstakra landa, enda búa þau við mismun­ andi stjórnmála­ og stofnanamenn­ ingu. Í þessu sambandi benda Chris Grover og Karen Soldatic á í nýlegri grein að hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, með áherslu sinni á ábyrgð og skyldur einstak­ lingsins, virðist vera drifkrafturinn að baki starfsgetumatinu í Bret­ landi og Ástralíu. Bretar hafa gengið lengst allra þjóða í viðleitni sinni til þess að fækka öryrkjum. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til rann­ sóknar þar sem Zachary Morris ber breska örorkukerfið saman við það bandaríska. Morris heldur því fram að lengstum hafi þessi kerfi í grunninn verið keimlík en þegar Bretar tóku upp starfsgetumat árið 2007 hafi breyting orðið þar á. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan byrjuðu Bretar að fækka öryrkjum strax árið 1995 en þegar þeir tóku upp starfsgetumat árið 2007 var settur aukinn kraftur í fækkun öryrkja. Um mitt árið 2013 höfðu um 250 þúsund einstak­ lingar misst örorkubætur. Morris telur tvær meginástæður liggja því til grundvallar að Bretar hafa gengið harðar fram í að fækka öryrkjum en Bandaríkjamenn. Fyrst nefnir hann ýmsa stofnana­ þætti innan Bandaríkjanna sem vernda öryrkja, svo sem þá stað­ reynd að sá sem missir örorku þar í landi er ekki lengur sjúkratryggð­ ur. En hugmyndafræðilegir þættir hafa einnig spilað stórt hlutverk. Frá því að Bretar hófu markvisst að fækka öryrkjum árið 1995 hafa stjórnmálamenn og fjölmiðlar endurtekið fjallað á neikvæðan hátt um öryrkja, sem aftur hef­ ur haft mikil áhrif á almennings­ Öryrkjum fækkar HELGAR BRUNCH Laugardaga og sunnudaga 11.30–14.30 GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is 2.590 kr. 1.590 kr. 2.390 kr. Glas 1.790 kr. MEGA BRUNCH BLOODY MARY AMERÍSKAR PÖNNUKÖKUR CR’Q MADAME Kanna 1 l 3.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.