Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017
Eydís Hentze
Pétursdóttir segir
að Jakob Jakobsson
lögfræðingur virðist
vera eini maðurinn
í Keflavík sem ekki
finnur lyktina frá
verksmiðjunni.
Helguvík „Ég held að hann ætti
að láta lækni líta á nefið á sér.
Kannski er það bara stíflað,”
segir Eydís Hentze Pétursdóttir
nágranni Jakobs Jakobssonar
lögfræðings í Keflavík og íbúa í
gamla bænum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Jakob Jakobsson hefur skrifað Um-
hverfisstofnun og mótmælt því
sem hann kallar valdníðslu stofn-
unarinnar sem hefur gefið United
Silicon frest til 7. mars til að koma
mengunarvörnum í lag ella verði
verksmiðjunni lokað þar til þau
komast í viðunandi horf.
Jakob segist búa Í mikilli nánd við
„meinta mengun“ en aldrei hafa
orðið hennar var. „Undirritaður er
mikið úti við með hund sinn á veg-
inum sem liggur frá gömlu höfninni
að verksmiðjunni,“ skrifar hann í
bréfinu. „Undirritaður er með undir-
liggjandi veikindi vegna heilaáfalls.“
Staðarblaðið Víkurfréttir birti
bréf Jakobs í vikunni. Jakob segist
næmari á lykt vegna heilaáfalls-
ins en finni samt enga, hann hafi
engra hagsmuna að gæta. Hann
þekki enga í Reykjanesbæ né í um-
ræddu fyrirtæki. „Mér ber einfald-
lega borgaraleg skylda til að tjá mig
um það sem mér finnst vera óhóf-
legt og illa ígrunduð valdbeiting.“
Eydís segist horfa á hús Jakobs
út um gluggann hjá sér, í norðanátt
fyllist heimili hennar af súrri reykj-
arlykt frá verksmiðjunni. Dótt-
ir hennar sofi við glugga norðan-
megin en þar sé ekki hægt að opna
Kannski er nefið stíflað Umhverfis-stofnun ætl-ar að loka
verksmiðju
United
Silicon í
Helguvík ef
meng-
unarvarnir
verða ekki
bættar.
glugga. „Þetta er bara hræðilegt og
ég skil ekki hversvegna menn þurfa
að setja niður svona verksmiðju í
nágrenni við íbúabyggð. Ég skil al-
veg að það þurfi að vera til svona
verksmiðjur en að þeim sé fund-
inn staður þarna, rétt við bæinn,
er óskiljanlegt.“
Hún segir að bréf Jakobs hafi ekki
valdið neinum uppþotum í bæn-
um. „Hann virðist vera eini mað-
urinn sem ekki finnur þessa lykt.
Kannski er hann bara samdauna
eða kannski finnst honum hún bara
góð. Ég brosi bara út í annað.“
Meira gagnsæi til bóta
Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að það ætti
skilyrðislaust að vera lögbundið að ástandsskoða íbúðir fyrir sölu.
Á öðrum Norðurlöndum sé stétt skoðunarmanna fasteigna sem
geri slíkar ástandsskýrslur. Þeir séu svo tryggðir gegn yfirsjónum í
skýrslunni, og neytandinn því varinn í bak og fyrir. Það sé þó ekki
allsstaðar lögboðið að gera slíkar skýrslur en ef menn geri það ekki,
beri seljendur sjálfkrafa ábyrgð á öllum göllum sem koma í ljós
næsta áratuginn eða svo, það sé því afar fátítt að menn sleppi því.
Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að fast-
eignamarkaður á Norðurlöndum sé að miklu leyti líkari hefðbundn-
um uppboðsmarkaði, ekki bara ef eftirspurn eftir íbúðum gerir það
að verkum að þær fara á hærra verði en sett var á þær. Á Norður-
löndum sé líka fylgt almennum reglum við uppboð þegar slík staða
kemur upp en hér þarf kaupandinn að renna algerlega blint í sjóinn
þegar hann gerir tilboð. Það er undir seljandanum komið hvort
hann gefur upp hvaða upphæð er búið að bjóða en fasteignasalinn
sem kaupandinn er yfirleitt á samskiptum við má ekki greina frá
því, þá er hann að brjóta siðareglur. „Út frá neytendasjónarmiði er
gagnsæi yfirleitt það sem á að ríkja í svona málum. Þá held ég að
þetta sé hættuleg þróun þegar seljendamarkaður er
jafn ríkjandi og í núverandi ástandi, og í raun alger
skortmarkaður, búinn til af mannavöldum,“ segir
Ólafur.
„Skipulagsyfirvöld hafa ekki tryggt nægilegt
framboð lóða og lóðir virðast orðnar sérstök telju-
lind til að bæta upp hallarekstur sveitarfélaga
víða til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.“
Fólk ætti að leita
til sérfræðinga
Fasteignir Engin skylda er að láta
ástandsskoða fasteignir fyrir sölu
hér á landi en það er gert annars
staðar á Norðurlöndum. Lög-
maður segir að 20 til 30 prósent
allra eigna sem voru byggðar í
síðasta góðæri hafi verið gallaðar
og málin hafi hrannast upp hjá lög-
fræðingum. Nú er mikill skortur
á fasteignum og eignir því rifnar
út óséðar og margir gætu setið í
súpunni.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Á undanförnum mánuðum hef-
ur fasteignaverð rokið upp úr öllu
valdi. Ástæðan er lítið framboð af
fasteignum enda rjúka góðar íbúð-
ir sem eru auglýstar til sölu út
með lítilli fyrirhöfn og fyrir miklu
hærra verð en menn gerðu sér von-
ir um að fá fyrir þær fyrir nokkrum
mánuðum. Ungt efnalítið fólk á enga
möguleika á því að kaupa íbúð við
þessar aðstæður og aðrir þurfa að
fara fram á ystu nöf.
Guðfinna Jóhanna Guðmunds-
dóttir héraðsdómslögmaður ráð-
leggur fólki að leita til sérfræðinga
áður en það ræðst í fasteignakaup.
Hún segir að þegar hjólin fari loks-
ins að snúast og byggingum fjölgi á
markaðnum séu líkur á því að mikið
verði um gallaðar fasteignir líkt og í
góðærinu fyrir hrun.
„Í frumvarpi til laga um fasteigna-
kaup, en lögin voru samþykkt fyr-
ir um 15 árum, var gert ráð fyrir að
gerðar væri ástandsskýrslur en það
var fellt út úr frumvarpinu í með-
förum Alþingis,“ segir Guðfinna.
„Ég var þeirrar skoðunar að þetta
ætti að vera í lögunum á sínum
tíma, segir hún. „Fólk getur auðvit-
að gert fyrirvara um ástandsskoðun
og haft með sér sérfræðinga þegar
það gengur frá kaupum því staðan
er þannig að fasteignasalar eiga að
gæta hagsmuna beggja. Fólk kann
ekki alveg að spyrja réttu spurning-
anna við kaupin. Það þarf að vega
og meta lagfæringar í samhengi
við aldur hússins og spyrja út í þær
framkvæmdir sem farið hefur verið
í í eldri húsum. Ef ekki hefur verið
gert við þakið í 30 ár þarf kaupandi
að reikna með því að sá kostnaður
Mikið var um
galla í húsum
sem voru byggð
í þenslunni
á árunum
2002 -2008 og
lögmenn höfðu
nóg að gera við
að greiða úr
flækjunni.
geti fljótlega fallið á hann eftir kaup-
in. Sumir spyrja lítið sem ekkert út
í viðhaldssögu eigna og drífa sig að
kaupa eignirnar, jafnvel óséðar og
sitja svo í súpunni. Eins og staðan
er í dag þar sem lítið framboð er af
eignum er hættan enn meiri,” seg-
ir hún.
„Síðustu árin hafa gallar í ný-
byggingum verið verulegir. Það er
munur á því hvort þú ert að kaupa
notaða eða nýja eign. Nýjar eignir
eiga að vera í lagi en þegar um eldri
eignir er að ræða þarf gallinn ann-
að hvort að nema um 10 prósent-
um af kaupverði eða þá að sannað
sé að seljandi hafi vitað um galla en
haldið því leyndu. Það getur stund-
um verið erfitt að sanna slíkt. Fólk
spennir bogann oft of hátt, greið-
ir of mikið fyrir íbúðir sem eru
komnar á tíma og á síðan ekki fyrir
viðhaldi. Ég held að við eigum eft-
ir að sjá mikið af gölluðum eignum
þegar framboðið eykst aftur því það
er verið að reyna að bæta upp fram-
kvæmdaskort margra ára með mikl-
um framkvæmdahraða núna. Það
gæti orðið mörgum dýrkeypt. Ég var
með hundruð mála á borðinu mínu
vegna fasteignagalla í húsum sem
voru byggð á árunum 2002 -2008,
fæst þeirra fóru fyrir dómstóla held-
ur var reynt að leysa þau með samn-
ingum enda eru svona mál dýr, til að
mynda þarf dómkvadda matsmenn.
Það er mín tilfinning að um 20 til 30
prósent allra nýbygginga á þessum
tíma hafi verið með galla sem auð-
vitað voru mismiklir.“
Formaður Neytendasamtakanna vill að seljendum
íbúða verði gert skylt að láta gera skýrslur um
ástand fastegna fyrir sölu.
Guðfinna Jóhanna
Guðmundsdóttir segir
að fólk spenni bog-
ann oft of hátt, greiði
of mikið fyrir íbúðir
sem eru komnar á
tíma og eigi síðan
ekki fyrir viðhaldi.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
F E R M I N G A R T I L B O Ð
H E I L S U R Ú M F Y R I R U N G T , V A X A N D I F Ó L K
S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R- A F B O R G U N
M/CL ASSIC BOTNI T I L B O Ð Á M Á N U Ð I*
90X 200 79.900 K R. 59.900 K R. 5 .571 K R.
100X 200 89.900 K R. 69.900 K R. 6 .434 K R.
120X 200 99.900 K R. 79.900 K R. 7 .296 K R.
140X 200 114.900 K R. 94.900 K R. 8 .590 K R.
* Miðað vaxta lausar kred itkortagre iðs lur í 12 mánuði , með 3,5% látökug ja ld i
og 405 kr. gre iðs lug ja ld i pr. a fborgun
C H I R O U N I V E R S E
Aukahlutur
á mynd: Gaf l .
C H I R O U N I V E R S E H E I L S U R Ú M
� Fimm svæðaskipt poka
gormakerfi.
� Heilsu og hægindalag
tryggir réttan stuðning.
� Vandaðar kantstyrkingar.
� Slitsterkt og mjúkt áklæði.
� Val um svart eða hvítt PU
leður eða grátt áklæði á botni.
H E I L S U R Ú M
K R Ó N U M
5.571
F E R M I N G A R T I L B O Ð
VAXTAL AUSAR*
AFBORGANIR FRÁ
CHIRO