Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Flemming Madsen smíðar magnara með gömlu góðu aðferðinni, með lömpum sem magna upp mjúkan hljóm. Hann gerir líka við gítarmagnara fyrir fjölmarga íslenska tónlistarmenn, sækir þá í Tónastöðina í Reykja- vík og skilar þeim aftur til baka eins og nýjum. Þess á milli kennir Flemming ungu fólki á töfraheim rafmagnsins við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Það var árið 1988 sem ég hélt af stað frá Kaupmannahöfn og fór beint norður á Akureyri. Ég kom hingað vegna hins kynsins, eins og fleiri landar mínir hafa gert í gegn- um tíðina, var að elta konu,“ segir Flemming Madsen rafeindavirki og kennari uppi á Skaga. „Þetta gekk ansi skrautlega hjá mér fyrstu árin. Það var ekki mikla vinnu að fá fyr- ir mig á Akureyri, ég man að ég fór í byggingarvinnu sem náði naum- lega að borga húsaleiguna. Það var kreppa þá á Íslandi eins og stund- um gerist. Ég var auðvitað mállaus í íslenskunni og með strákinn minn með mér 10 ára gamlan og þetta var ekkert sérlega bjart. Í félagsmála- kerfinu á Akureyri var ég nú eigin- lega bara hvattur til að fara aftur heim til Danmerkur, en ég var nú þrjóskari en það.“ Það birti til þegar Flemming fór Hinn danski Flemming Madsen smíðar og lagar rafmagnstæki, einkum þau sem snúa að tónlist. Það eru að verða komin þrjátíu ár síðan hann kom fyrst til Íslands. Lífið er lampamagnari Innflytjandinn að kenna. Fyrst var það grunnskóli á Akureyri sem lenti í vandræð- um með að manna í stöðu dönsku- kennara og þrátt fyrir litla kennslu- reynslu sló Flemming til. „Það gekk nú bara sæmilega að kenna eldri bekkjum í grunnskóla, þrátt fyr- ir að ég hefði bara tekið að mér að kenna einhver lítil tækjanámskeið í vinnunni minni út í Danmörku. Síð- an frétti ég af því að það gæti vantað kennara í rafeindavirkjun á Akra- nesi en það munaði minnstu að ég hefði ekki einu sinni efni á því að fara suður, slík voru blankheitin. En þetta slapp allt saman fyrir horn og ég var ráðinn á skömmum tíma í Fjölbrautaskólann á Akranesi.“ Frá 1990 hefur Flemming sem- sagt kennt rafeindavirkjun uppi á Skaga og segir bæjarfélagið hafa tekið vel á móti sér á sínum tíma. „Hér kann ég vel við mig og hef alltaf gert. Ég segi stundum að Akranes sé kannski ekki fallegasti bær landsins, en hér er besta fólk- ið. Mér var tekið opnum örmum og kynntist fljótlega stórum hópi af góðu fólki. Skömmu eftir að ég hóf störf við skólann hitti ég líka konuna mína, sem auðvitað var að kenna dönsku,“ segir Flemming og hlær. Í dag gerir hann við magnara meðfram kennslunni og smíðar líka forláta lampamagnara sem gefa frá sér mjúkan hljóm. Flemm- ing er á því að slíkir magnarar séu eina vitið fyrir alvöru tónlistar- áhugamenn. „Ég hef alltaf verið að fikta við þetta, bæði í kennslunni og utan við hana. Við þessa smíði fær fólk góða tilfinningu fyrir hand- verki og rafmagnshönnun og svo hljóma góðir lampamagnarar bara svo rosalega vel, þó að þetta sé dýrt spaug og alltaf ríflegur hallarekstur á þessari nýsmíði. Konan mín er jafnvel farin að segja eftir mér: „Líf- ið er lampamagnari,“ enda er ég bú- inn að segja þetta svo lengi. Síðan eru það viðgerðirnar fyrir Andrés í Tónastöðinni á gítarmögnurum og hljómborðum sem taka meiri tíma en nýsmíðin, enda verður tón- listin í landinu að hljóma vel,“ segir Flemming Madsen. Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.