Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.03.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Það eru eflaust fáir sem geta sagst hafa ferðast í kringum hnöttinn í síðustu viku en það gerðu félagarn- ir Snorri Björnsson og Sveinn Breki. Ferðin tók einungis 200 klukkustundir og er slíkt ferðalag því líklega ekki fyrir marga. Þeir félagar ferðuðust til átta gjörólíkra landa þar sem þeir fengu smjörþef- inn af menningunni áður en þeir flugu á vit nýrra ævintýra. „Við náðum samt alveg að gera fárán- lega mikið á fáránlega litlum tíma enda fórnuðum við svefninum,“ segir Snorri sem er á því að Hawaii eigi stóran stað í hjarta sínu eftir stutt stopp. „Við vorum þarna í sex klukkutíma og við mættum bara í eitt besta veður sem ég hef séð,“ segir hann. Snorri segir að ferðalagið hafi gengið stórslysalaust fyrir sig fyr- ir utan eina seinkun á flugi sem hafði í för með sér þyrluferð og tvö týnd veski. „Við týndum báðir veskjunum okkar en ég fann mitt aftur, ef að ég hefði ekki fund- ið það þá værum við ennþá á Hawaii.“ Aðspurður mælir hann þó ekki með því að hver sem er stökkvi í slíkt ofur ferðalag nema, kannski með kírópraktori með í för enda er bakið ekkert í sérstaklega góðu standi eftir stanslaus flug. Snorri sökkti sér þó strax aftur í vinnu eftir heimkomuna og telur líklegt að næsta frí verði frekar á sól- arströnd. | bsp Snapchat-konungurinn Snorri Björnsson og félagi hans Sveinn Breki eru komnir heim eftir átta daga ferð í kringum hnöttinn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Það er draumur að ræt-ast, eftir að hafa bruggað heima í mörg ár og gert allskonar tilraunir, þá er þetta alveg frábært,“ segir Ásta Ósk Hlöðversdóttir sem nýlega var ráðin bruggmeistari Ölvisholts, en hún hún er jafnframt fyrsta konan sem gegnir starfi atvinnu- bruggara á Íslandi. Að sjálfsögðu hóf Ásta störf á bjórdaginn, 1. mars og var á fullu að læra á græjurnar þegar blaðamaður náði tali af henni. Ásta er enginn nýgræðingur í bruggbransanum en hún hefur bruggað bjór í frístundum í næst- um tíu ár. Hún hefur setið í stjórn Fágunar, áhugafólks um gerjun og unnið til ýmissa verðlauna innan bruggsamfélagsins. Þá stofnaði hún hún/hann brugghús sem tók þátt í Startup Reykjavík 2015. „Þetta byrjaði bara þannig að ég fór að hugsa út hvernig bjórinn væri búinn til og fór að prófa mig áfram. Þegar ég fékk fyrstu græjurnar þá fannst mér bjór einfaldlega góður og langaði til að búa til eftirlíkingar af því sem var til. En þegar ég byrj- aði að gera þetta sjálf þá fékk ég virkilega ástríðu fyrir bjórnum og fór að pæla í fleiri bjórstílum. Svo fór ég að geta gert miklu betri bjóra en ég fékk í ríkinu og á börunum, en það var frekar auðvelt á þeim tíma,“ segir Ásta og skellir uppúr. Hún vísar þar til þess að bjórúrvalið hafi ekki endilega verið mjög fjölbreytt hér á landi fyrir nokkrum árum. En það hefur heldur betur breyst. „Nú þegar ég fæ góðan bjór í hendurn- ar, þá fer ég að hugsa hvernig ég geti bætt hann og hvað ég vildi hafa öðruvísi.“ Aðspurð segist hún ekki minnast þess að hafa nokkurn tíma brugg- að vondan bjór. „Ég hef aldrei búið til ódrekkanlegan bjór. Hann hefur verið misgóður og ekki virkað alveg eins og ég bjóst við, en ég hef aldrei þurft að hella niður bjór.“ Ásta segir það helst einkennandi fyrir góðan bruggmeistara, að hann hafi virkilega ástríðu fyrir bjór. „Þegar ástríðan er til staðar þá fylgir allt annað. Maður þarf reyndar líka að vera mjög skipulagður og passa upp á ýmis praktísk atriði.“ En bruggmeistarinn þarf líka að vera duglegur að bragða á afurðinni og smakka hana til. Ásta segir bjór- drykkju því óhjákvæmilegan fylgi- fisk starfsins. „Þá er maður samt að smakka bjórinn frekar en að drekka hann. Þetta er svolítið öðruvísi drykkja. Maður þarf að passa allt sé í góðu lagi í framleiðslunni, það er bara hluti af starfslýsingunni. Þegar verið er að þróa nýja bjóra þá þarf að smakka margt og prófa ýmis- legt,“ segir hún hlæjandi. Hluti af starfs lýsingunni að drekka bjór Ásta Ósk Hlöðvers­ dóttir er komin í draumastarfið sem bruggmeistari Ölvis­ holts eftir að hafa bruggað bjór heima hjá sér í tæp tíu ár. Hún hefur mikla ástríðu fyrir miðinum og var fljót að ná færni í að brugga betri bjór en hún gat keypt í ríkinu. Mælir með kírópraktor í hringferð um heiminn Á þessum síðustu og verstu er alltaf gott að gleðjast yfir góðu gríni, sérstaklega þegar neikvæðn- isöldur ríða reglulega yfir samfé- lagsmiðla. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað fólk getur látið fara í taugarnar á sér og fundið þörf fyrir að tjá sig um þegar betra er að sleppa því. Tuð og röfl á netinu er nefnilega bara til að æra óstöðugan. Facebook-hópurinn Fyndna frænka er gott mótvægi við neikvæðni og tuði á samfélags- miðlum. Það getur jafnvel komið verstu fýlupúkum og tuðurum í gott skap að renna aðeins yfir inn- leggin þar. Hópurinn, sem telur tæplega 23 þúsund meðlimi, er aðeins ætlaður konum og er tilgangur hans að létta lund í hversdagslegu amstri. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá gömlum og góðum bröndurum, sem margir hafa eflaust heyrt áður, upp í fyndin myndbönd af dýr- um og tvírætt grín sem slær alltaf í gegn. Tuðum minna og hlæjum meira. | slr Hlæjum meira á netinu Fyndna frænka léttir lundina í hversdags­ legu amstri. Það væru eflaust margir til í að starfa við að smakka bjór. Fyrir Ástu er það að minnsta kosti algjör draumur. Mynd | Hari Léttir sumarjakkar frá stærðir 38 - 58 hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur HÖGGBORVÉL PSB 500-RE, 500W 13mm patróna, 1,5 kg, taska 7.995kr. 74860500 Almennt verð: 9.895kr. RAFHLÖÐUBORVÉL PSR 14,4 LI-2, 2x2,5Ah rafhlöður, 2 gírar, 40 Nm hám. hersla, 10 herslustillingar, taska, 1,14 kg 22.995kr. 74864116 Almennt verð: 27.995kr. Tilboðsverð Tilboðsverð MULTISÖG PMF 220 CF, 220W, 4x fylgihlutir, 1,1 kg, taska 15.995kr. 74862194 Almennt verð: 19.995kr. Tilboðsverð byko.is TILBOÐ GILDA TIL 13.MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.