Fréttatíminn - 10.02.2017, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017
Laxeldismenn
og andstæðingar
eldisins deila
nú um hug-
takanotkun á
„íslenskum laxi“
um eldislaxinn
en lax frá Arnar-
laxi er meðal
annars merktur
með íslenska
fánanum þegar
hann er seldur
í Asíu. Víking-
ur Gunnars-
son, fram-
kvæmdastjóri
Arnarlax, sést
hér við kassa
fulla af eldislaxi
á Bíldudal.
Laxeldi - Sérfræðingur hjá Haf-
rannsóknarstofnun segir að ekki
megi kalla eldislax íslenskan lax.
Einar Kr. Guðfinnsson segir hins
vegar að eldislaxinn sé íslenskur.
Ástralskt fyrirtæki markaðssetur
eldislax Arnarlax sem íslenskan,
veiddan lax og merkir umbúðirn-
ar með íslenska fánanum.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Íslenskur eldislax kemur víða við
sögu; á mörkuðum innanlands og
erlendis, á viðskiptasýningum og er
hvarvetna eftirsótt vara. Og nú síð-
ast kom íslenskur lax frá Arnarlaxi
á Bíldudal við sögu í fyrstu heim-
sókn forsetans okkar Guðna Th. Jó-
hannessonar í Danmörku á dögun-
um,“ skrifaði Einar K. Guðfinnsson,
stjórnarformaður Landssambands
fiskeldisstöðva og fyrrverandi þing-
maður, á heimasíðu samtakanna á
þriðjudaginn.
Spurningin er hins vegar hvort
það sé rétt að kalla eldislaxinn sem
íslensk fyrirtæki framleiða íslenskan
þar sem um er að ræða kynbættan
norskan eldislax. Um þetta eru Har-
aldur Eiríksson, framkvæmdastjóri
veiðifélagsins Hreggnasa, og Ein-
ar Guðfinnsson ekki sammála. „Ég
set stórt spurningamerki við það að
verið sé að nota heimsóknir forseta
Íslands til að kynna norskan eldis-
lax sem íslenskan,“ segir Haraldur
en laxinn var notaður í kynningu á
tækjabúnaði frá fyrirtækinu Marel.
„Þetta er ekki íslenskur lax. Sannar-
lega er fluttur út íslenskur lax frá Ís-
landi en hann er fluttur út frá neta-
bændum á Suðurlandi, lax úr Þjórsá
og Ölfusá. Ég veit ekki hvernig þetta
mál horfir við þeim en ég myndi
ekki sætta mig við þessa markaðs-
setningu á norskum eldislaxi.“
Einar Kr. segist standa fast á því
að eldislaxinn á Íslandi sé íslenskur.
„Mín rök eru einföld: Þetta er ís-
lenskur lax. Hann er alinn upp úr
hrognum sem hafa verið framleidd
hér á landi. Stofninn er sannar-
lega norskur að upplagi og fluttur
inn sem slíkur fyrir 20 til 30 árum.
Síðan hafa hrognin verið framleidd
hér í íslenskri seiðastöð sem nýtur
viðurkenningar; laxinn er alinn hér
í sjó við Ísland; hann er unninn af
íslenskum höndum í íslenskum fyr-
irtækjum óháð eignarhaldi þeirra og
er þar af leiðandi klárlega íslenskur
lax.“
Eldislaxinn sem íslensku fyrir-
tækin, meðal annars Arnarlax,
framleiða er svo seldur víða um
heim með íslenska fánanum. Ástr-
alska fyrirtækið Stewart Seafoods
selur laxinn meðal annars undir
vörumerkinu „Arctic Caught“ með
íslenska fánanum á en þessi fram-
setning hljómar eins og um sé að
ræða veiddan íslenskan lax þó ekki
sé sagt á umbúðunum að um sé að
ræða villtan lax.
Magnús Jóhannsson, fiskifræðing-
ur hjá Hafrannsóknarstofnun, seg-
ir að það sé alveg ljóst að hans mati
að ekki sé hægt að kalla eldislaxinn
sem framleiddur er á Íslandi íslensk-
an lax. „Það er ekki hægt að kalla
þetta íslenskan lax. Íslenskur lax er
villtur lax á Íslandi. Það er hægt að
kalla þetta íslenska vöru eða íslenska
laxaafurð.“ Magnús segir að erfða-
fræðilega sé lítill munur á eldislax-
inum sem notaður er á Íslandi og í
Noregi.
Gísli Jónsson, dýralæknir hjá Mat-
vælastofnun og sérfræðingur um
laxeldi, segir að hann sé tvímæla-
laust á þeirri skoðun að hægt að sé
að kalla eldislaxinn íslenska vöru
og að þar af leiðandi telji hann í lagi
að nota hugtakið „íslenskur lax“. „Í
mínum huga er þetta bara íslensk
vara þótt upphaflega sé þetta kom-
ið frá Noregi,“ segir Gísli. Hann seg-
ir að ef þetta sé ekki gert þurfi að
endurskilgreina hvernig talað er
um nær alla íslenska matvælafram-
leiðslu, nema hrossakjötið. „Annars
getum við ekki kallað svínakjöt-
ið eða nautakjötið okkar íslenskt.“
Gísli segir að erfðafræðilega sé ís-
lensk/norski eldislaxinn þó miklu
skyldari norsk/norska eldislaxinum
en villtum íslenskum laxi þótt einnig
sé erfðafræðilegur munur á eldislaxi
á Íslandi og í Noregi.
Norskur eldislax frá
Íslandi seldur sem
veiddur, íslenskur lax
Ástralska fyrirtækið Stewart Food
selur lax frá Arnarlaxi undir merk-
inu Arctic Caught og með íslenska
fánanum á. Hins vegar er um að ræða
norskan eldislax sem er alinn í kvíum
við strendur Íslands.
Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Útivist við Bled vatn
Náttúran skartar sínu allra fegursta við hið töfrandi Bled vatn
sem er umvafið tignarlegum Ölpunum og falleg skógarsvæði
blasa við í fjarska. Í ferðinni verður áhersla lögð á að njóta
fjölbreyttrar útivistar, en bæði verður gengið og hjólað. Ferðin
hentar öllum sem eru í ágætis gönguformi og vilja njóta
hreyfingar með góðum hópi fólks í dásamlegu umhverfi.
Verð: 178.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
e
hf
.
10. - 17. júní
Sjávarútvegur Sjómannaverk-
fallið hefur staðið í átta vikur og
nemur tekjutap stærsta útgerðar-
félags landsins, Samherja, milli
þriggja og fjögurra milljarða
króna.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Tekjutap útgerðarrisans Samherja á
sjómannaverkfallinu sem nú hefur
staðið yfir í átta vikur er álíka mikið
og þær arðgreiðslur sem Þorsteinn
Már Baldvinsson og fyrrverandi eig-
inkona hans, Helga S. Guðmunds-
sonar, hafa fengið frá Samherja
síðastliðin sex ár. Eignarhaldsfélag
þeirra, Steinn ehf., sem heldur utan
um hlutabréfaeign þeirra í Sam-
herja hefur greitt þeim 3,5 milljarða
króna á síðustu árum en þrátt fyrir
þetta átti fyrirtækið samt 2,8 millj-
arða í reiðufé í árslok 2015 eins og
Fréttatíminn greindi frá í október.
Samtals nema þessar upphæð-
ir því 6,3 milljörðum króna sem
eru miklu hærri upphæð en þeir
3 til 4 fjórir milljarðar króna sem
Þorsteinn Már sagði í vikunni að
verkfallið hefði kostað Samherja í
tekjutap. „Við erum að flytja út sjáv-
arafurðir á þessum tíma fyrir svona
350-400 milljónir. Þá segir það sig
sjálft að eftir 8 vikur er útflutnings-
verðmætið á bilinu 3-4 milljarðar,“
sagði Þorsteinn Már í viðtali við
RÚV.
Ekki fást nákvæmar upplýsingar
um það á hverju samningaviðræð-
ur sjómanna og útgerðarfyrirtækj-
anna stranda. Það litla sem vitað er
er að karpað er um olíuviðmið og
dagpeninga í stað sjó-
mannaafsláttar. Þess
vegna er ekki hægt
að reikna út hversu
háar fjárhæðir er um að
ræða sem deilan steytir á
og hvert umfang þeirra
er í samanburði
við hagnað
og arð-
greiðsl-
ur
sjávar-
útvegs-
fyrirtækjanna.
Heiðrún Lind Marteins-
dóttir, framkvæmdastjóri
SFS, segist vera í fjölmiðla-
banni að beiðni Ríkissátta-
semjara og að hún ætli sér
að virða það.
Tap Samherja á verkfallinu álíka mikið
og arður Þorsteins Más og Helgu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
herja, sagði í vikunni að tekjutap Sam-
herja vegna verkfallsins væri milli 3
og 4 milljarðar króna. Á síðustu
sex árum hafa Þorsteinn Már og
fyrrum eiginkona hans fengið
álíka háa upphæð í arð út úr
Samherja.
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
27,0%
23,8%
13,6%
9,7%
7,8%
5,6% 5,3%
3,6%
1,7% 0,7% 1,1%
Annað
Stjórnmál Vinstriheyfingin
grænt framboð er orðinn stærsti
stjórnmálaflokkurinn sé tekið
mið af könnun MMR sem var
gerð á tímabilinu 1. til 5. febrúar.
Flokkurinn mælist nú með 27 pró-
sent fylgi en var með 22 prósent
í síðustu könnun sem birtist 26.
janúar.
Fylgi ríkisstjórnarinnar minnk-
aði milli kannana en 32,6% kváð-
ust styðja ríkisstjórnina. Það er 2,6
prósentustigum minna en í síðstu
könnun. Sjálfstæðisflokkurinn er
nokkuð undir kjörfylgi, eða í 23,8%
en fengu um 30% í síðustu kosning-
um. Björt framtíð og Viðreisn eru á
svipuðu róli, eða með 5,3% og 5,6%.
„Stígandi Vinstri grænna hefur
verið nokkuð sannfærandi á milli
kannanna,“ segir Birgir Guðmunds-
son stjórnmálafræðingur, en hann
segir athyglisvert að Píratar standa
í stað með 13,6%. Hann segir það
benda til þess að lausafylgið hafi að
einhverju leyti fært sig frá Pírötum
yfir til Vinstri grænna.
„Ég tel það svona líklegustu
skýringuna á auknu fylgi Vinstri
grænna,“ segir hann. Píratar mæld-
ust mjög háir í könnunum á síðasta
ári, en uppskáru ekki nema um það
bil helminginn af því fylgi í kosning-
um. „Þetta er því kannski ekki mjög
sterk vísbending til lengri tíma litið,“
bætir hann við. | vg
Vinstri græn stærsti
stjórnmálaflokkurinn
Vinstri græn
eru stærst, en
Sjálfstæðisflokk-
urinn mælist
með 23,8%.