Fréttatíminn - 10.02.2017, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 10.02.2017, Qupperneq 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 inn sem breyti ákvæðum hans til verri vegar fyrir neytandann. „Það sem í grunninn er að hér á landi, er að við erum með lög í landinu og með Hæstarétt sem fer ekki að lögum,“ segir Hafþór. „Þrí- greining ríkisvaldsins gerir ráð fyr- ir að dómsvald og löggjafarvald sé aðskilið en allt of algengt er að lög- menn segi umbúðalaust að hæsti- réttur setji lög með dómum sínum. Það auðvitað stenst ekki skoðun, hann hlýtur fyrst að eiga að fara eftir ríkjandi lögum.“ Jafnræði Þau Ásta og Hafþór segja ómögu- legt fyrir fólk að standa í stappi við fjármálakerfið á jafningjagrundvelli „Þegar maður ber upp umkvörtun- arefni sín við lögfróða einstaklinga og embættismenn er okkur oft sagt að það sé ekkert hægt að gera í þessu því það brjóti gegn jafnræðis- reglunni. Jafnræðið sem okkur er þá sagt standa til boða er að fara í mál gegn bankanum og það sjá nú allir jöfnuðinn í því. Í þessu tilviki er síðan sjálfur Hæstiréttur Íslands gerandi í málinu. Rétturinn gerði lagasetninguna mögulega á sínum tíma og því vart hægt að treysta honum. Ólíklegt að slík mistök verði viðurkennd,“ segir Ásta. Hafþór bendir á að vissulega hafi enginn beinlinis verið að breyta lánasamningnum þeirra. „Ég viður- kenni það vissulega að það kom enginn í heimsókn til okkar, tók upp tippex og fór að breyta samn- ingnum okkar, en því var hins vegar klárlega breytt hvernig hann var fullnustaður. Og það er aðalatriðið, í því felst eignaupptakan.“ Glataður tími „Refsiraminn á Íslandi er sextán ár fyrir alvarlegustu ofbeldisglæpi,“ bendir Ásta á. „Við erum búin að sitja í okkar deilum í heil níu ár. Þetta er einn fimmti af lífi mínu og einn þriðji af okkar hjónabandi. Svo fylgist maður með dómsmálum yfir hrunverjum þar sem allur vafi er reiknaður þeim í hag, enda lög- mannaher að baki þeim. Afskriftir þeirra eru himinháar og refsingu - þegar þeir eru dæmdir til hennar - taka þeir út að einum þriðja hluta. Maður spyr sig: Hvað gerðum við af okkur? Jú, við keyptum hús og tók- um lán fyrir rétt rúmlega helmingi kaupverðsins,“ segir Ásta. Hafþór tekur undir að þessi ár sem farið hafi í stapp og deilur komi ekki aftur. „Þetta eru árin sem við hefðum átt að vera að byggja upp fyrir okkar eftirlaunaaldur, árin þar sem við hefðum átt að gera hluti með strákunum okkar sem nú eru orðnir fullvaxnir karlmenn, en í staðinn hefur orkan farið að mest öllu leyti í þetta,“ segir Hafþór. Hafþór vill meina að samtrygging stjórnkerfisins og fjármagnsaflanna sé algjör. „Aftur og aftur rekum við okkur á að bankarnir fara sínu fram og gera það sem þeir vilja. Þeir eru síðan bakkaðir upp af kerfinu með athafnaleysi embættis- og stjórn- málamanna. Í raun og veru ætti jarðýtan að vera búin að valta yfir okkur fyrir löngu, en af ýmsum ástæðum hafa þau þrjú uppboðs- ferli sem farið hefur verið í gegn okkur runnið út í sandinn. Við vit- um svo sem ekki hvernig tekst til hjá þessum öflum næst, en á meðan munum við rexa og pexa yfir þessu og bíða eftir því að einhver fari vakna upp og gera eitthvað í þeim órétti sem þessi hópur lántakenda hefur mætt í gegnum árin.“ Ásta bendir á að baráttan snúist ekki bara um líf þeirra hjóna heldur afkomu fjölda fólks, þúsunda fjöl- skyldna sem margar hafa nú misst eignir sínar. „Maður verður hins vegar var við einbeittan brotavilja í kerfinu og hræðslu við að taka á þessum órétti. Það er augljóst hvernig hagsmunum lántakenda er kastað út og allt snýst um að vernda fjármagnið og bankana. Það fer lítið fyrir réttlæti í íslensku sam- félagi en samt vill maður trúa því að það leynist bak við sjónarrönd. Þingheimur getur komið sér saman um að endurskoða „Árna Páls lög- in“ og stöðvað aðfarir að eignum fólks á grundvelli þeirra á meðan. Það var hægt að setja á þessi órétt- mætu lög á sínum tíma og það segir manni að það hljóti að vera hægt að endurskoða þau. Auðvitað er það hægt. Við auglýsum því núna eftir ráðherrum og þingmönnum með réttlætiskennd.“ Þó þau hjón, Ásta og Haffi, telji að lítið hafi farið fyrir réttlæti í íslensku samfélagi í kjölfar hrunsins vilja þau samt trúa því að það leynist bak við sjónarrönd. Óréttmæt lög sem stangist á við eignarétt stjórnarskrár og neytendarétt hljóti að vera hægt að nema úr gildi, rétt eins og þeim var komið á. „Þetta eru árin sem við hefðum átt að vera að byggja upp fyrir okkar eftirlaunaaldur, árin þar sem við hefðum átt að gera hluti með strákunum okkar sem nú eru orðnir fullvaxnir karlmenn, en í staðinn hefur orkan farið að mest öllu leyti í þetta.“ SJÓNMÆLINGAR Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.