Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 4
Fá lán fyrir íbúðum sem voru áður atvinnuhúsnæði 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Fasteignamarkaður Formaður Félags fasteignasala hefur ekki áhyggjur af 95% láni sem Sverrir Einar Eiríksson býður kaupendum sem vilja kaupa íbúð í hans eigu í Kópavogi. Húsnæðið var eitt sinn atvinnuhúsnæði en hefur verði breytt í íbúðarhúsnæði. Fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala gerði athugasemd við heimasíðu sem Sverrir hélt úti fyrir nokkrum árum, þar sem hann auglýsti að hann vildi kaupa fasteignir í mið- borginni. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Ef þetta væri bankastofnun, þá væri þetta áhyggjuefni, en mér sýnist á öllu að þarna sé einstak- lingur á ferð en ekki fjármálafyr- irtæki,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Eins og fram hefur komið býður Sverrir Einar Eiríksson 95% lán fyrir hús- næðiskaupum en um er að ræða tíu íbúðir á Kársnesbraut í Kópavogi sem eitt sinn var atvinnuhúsnæði en hefur verið breytt í íbúðarhús- næði. Viðskiptasaga Sverris hefur vakið athygli en hann hefur meðal annars verið í fjölmiðlum vegna kaupa og sölu á gulli. Þá tilkynnti Félag fast- eignasala vefsíðuna kaupumfasteign- ir.is til eftirlitsnefndar fasteignasala árið 2012, en þar auglýsir nafnlaus aðili eftir íbúðum til kaups. Strangar reglur gilda um auglýs- ingar þegar kemur að fasteignum en í frétt RÚV á sínum tíma kom fram að að Félag fasteignasala teldi ekkert faglegt eftirlit vera með fasteignasölu af þessu tagi, og hagsmunir seljanda því ekki tryggðir. Í ljós kom að Sverrir Einar hélt úti síðunni. Kjartan sagði ekki líklegt að þetta framtak Sverris yrði skoðað sérstak- lega hjá félaginu í ljósi þess að þarna væri um einangrað tilfelli að ræða og mönnum frjálst að haga sínum við- skiptum eins og þeir vilja, svo lengi sem það sé innan ramma laganna. Hann sagði aftur á móti áhyggjuefni hvernig væri komi fyrir ungu fólki sem hygðist stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði, og að það væri full ástæða til þess að hafa allan var- ann á. „Það væri óskandi að stjórnvöld kæmu fram með einhverjar alvöru aðgerðir varðandi ungt fólk því það er ljóst að greiðslugetan er ekki að þvælast fyrir, heldur einmitt að safna fyrir útborgun,“ sagði Kjartan. Sannleiksskýrsla Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir að þótt almennt sé viðurkennt að mjög óæskilegt sé að börn dveljist á stofnunum þurfi foreldrar fatlaðra barna enn þann dag í dag allt of mikið að reiða sig á slík úrræði. „Mér finnst mjög leitt að við skulum ekki enn hafa heyrt ráðamenn biðjast afsökunar á meðferð fatlaðra barna í fortíð- inni,“ segir hún. „Það þarf að biðja allt fólk sem var vistað á þessum stofnunum sem börn, og foreldra þeirra, afsökunar. Síðan þurfum við að einbeita okkur að því að læra af mistökunum.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Við tökum undir álit nefndarinn- ar um að miklar líkur séu til að börn hafi sætt illri meðferð á öll- um þeim stöðum þar sem þau voru vistuð, segir Bryndís Snæbjörns- dóttir. Hún segir að samtökin hafi fengið margvíslegar ábendingar til að mynda varðandi Sólheima og fleiri staði þar sem fötluð börn voru vistuð, um að þar hafi börn sætt óásættanlegri meðferð líkt og á öðrum stofnunum fyrir fatlaða. Vistheimilanefnd hefur hins vegar gefið út að ekki verði fleiri stofnan- ir rannsakaðar. Í skýrslunni segir að það sé hægt að draga þá álykt- un að sambærilegir hlutir hafi átt sér stað á öðrum dvalarheimilum fyrir fatlaða. „Það kann að vera skynsamlegt að láta staðar numið ef það er al- mennt viðurkennt, og sérstaklega af hlutaðeigandi stjórnvöld- um, að yfirgnæfandi líkur séu á að börnin hafi sætt óásættanlegri meðferð á öll- um þessum stöðum og eigi því rétt á sanngirnisbótum,“ segir Bryndís. Hún segir að nú sé það á allra vit- orði að stofnanalíf fari illa með fólk, sé mannskemmandi og þar við- gangist mjög oft ýmislegt misjafnt. Samt sem áður séu slíkar stofnanir reknar fyrir almannafé í dag. „Þótt þær séu ekkert í líkingu við Kópa- vogshælið í fortíðinni séu dæmi um það í dag að lítið sem ekkert eftirlit sé með skammtímavistun fyrir fatl- aða eins og sumardvöl,“ segir Bryn- dís. „Eftirlitsþátturinn er almennt ekki í lagi í dag. Samkvæmt lögun- um eiga sveitarfélög að hafa eftirlit með því að fatlað fólk fái þá þjón- ustu sem það á rétt á. Ríkið, beri ábyrgð á að hafa eftirlit með lögum og viðurkenndum mannréttind- um. Þótt það sé mikilvægt að gera upp fortíðina er samt enn mikil- vægara að koma í veg fyrir að við gerum sömu mistökin aftur og aft- ur,“ segir Bryndís. „Með skamm- tímavistun fyrir börn og sambýlum er nauðsynlegt að hafa gott eftirlit til að koma í veg fyrir að þar geti átt sér stað misbeiting af því tagi sem lýst er í skýrslu vistheimilanefndar. Í dag er viðurkennt að ávallt beri að vinna út frá hugmyndafræði um að allir eigi rétt á einkarými.“ Ráðamenn eiga að biðjast afsökunar Húsnæðið sem um ræðir var atvinnuhúsnæði. Efra-Sel og Sólheimar Í skýrslunni um Kópavogshælið er fjallað um Efra- -Sel hjá Stokkseyri, en þar leigði, Símon Sigmunds- son bróðir Sesselju Sigmundsdóttur stofnanda Sól- heima, og rak þar skóla og vistheimili fyrir fatlaða drengi. Símon var fyrsti starfsmaður Kópavogshælisins og aðhylltist, eins og systir hans, hugmyndafræði Rudolfs Steiners en þau systkinin kynntust henni í Þýskalandi á þriðja áratugnum. Mikið harðræði virðist þó hafa viðgengist á Efra- Seli sem var nokkurs konar útibú frá Kópavogshæl- inu á árunum 1957 til 1964. Fólk sem dvaldi þar lýsir því í samtölum við nefndina hvernig það var lokað niðri í dimmum kjallara tímunum saman eða látið éta eigin ælu, ef það hélt ekki niðri matnum. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir mikilvægt að rannsóknir eins og sú sem gerð var á starfsemi Kópa- vogshælisins nýtist til að koma í veg fyrir að sömu mistökin viðgangist enn þann dag í dag. Eftirliti með vistun fyrir fötluð börn er enn ábóta- vant að mati formanns Þroskahjálpar. Tilfinningaþrungin stund „Hvar sem Ólöf Nordal lagði hönd að verki var vel unnið, hún var einstaklega skýr og málefnaleg í ræðu og riti, ráðagóð, skörp og vel menntuð, hæfileikarík og hrífandi kona,“ sagði Unnur Brá Kon- ráðsdóttur forseti Alþing- is þegar hún minntist Ólafar Nordal, fyrrver- andi innanríkisráðherra og varaformanns Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi en hún lést á miðviku- dagsmorgun. Stund- in var mjög tilfinn- ingaþrungin enda Ólöf afar vinsæl og vel metin í þinginu. Athygli vakti að Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisf lokksins beygði af undir minningarorðum forseta þingsins en hann og Ólöf voru nánir vinir og samstarfsmenn. Símon Sigmundsson var bróðir Sesselju Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima sem er nánast í guðatölu fyrir starf sitt með þroskaheftum börnum. Þingmenn og nánir samstarfsmenn Ólafar Nordal minntust hennar í þinginu á fimmtudag. Sakamál Rannsókn á ofbeldi gagnvart ungabarni í leikskól- anumn Korpukoti hefur verið felld niður hjá lögreglu. Móðir ungabarns vísaði málinu til barnaverndarnefndar Kópavogs sem ákvað að vísa málinu áfram til lögreglu í október á síðasta ári. Móðir barnsins fann marbletti á líkama barnsins og taldi hún lík- legt að barnið hefði fengið áverk- ana í leikskólanum. Leikskólinn hóf innri skoðun á málinu samkvæmt verklagsreglum og komst að þeirri niðurstöðu að barninu hefðu ekki verið veittir áverkar í skólanum. Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk málið einnig inn á sitt borð og ákvað að vísa því til lögreglu þar sem nefndinni þótti rökstudd- ur grunur um að barnið hefði ver- ið beitt ofbeldi. Ofbeldisdeild lög- reglunnar rannsakaði málið, og tók meðal annars skýrslu af starfs- manni skólans. Málið var svo látið niður falla fyrir skömmu. Móðir barnsins sagði í viðtali við Frétta- tímann á síðasta ári að hún hefði verið ósátt við að starfsmannin- um hefði ekki verið vikið úr starfi tímabundið strax á meðan málið var rannsakað. Það var þó gert eft- ir að lögreglan hóf skoðun á málinu. Þá voru foreldrar ekki látnir vita af málinu fyrr en eftir að það komst í fjölmiðla. | vg Hættir rannsókn á ofbeldi gegn barni Barnið var á Korpukoti.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.