Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Frásagnir af Kópavogshæli segja okkur hversu ómann-úðlegt samfélag okkar er. Áður höfðum við heyrt af illum aðbúnaði barna og ung- menna á upptökuheimilum, mis- þyrmingum á þeim og hvernig þau voru niðurlægð og smáð. Við höf- um heyrt af illri meðferð heyrnar- lausra, nemenda í Landakotsskóla og munaðarleysingja. Við getum látið sem við höf- um ekki vitað af þessu en það er þá vegna þess að við vildum ekki vita af því hvernig brotið var gegn minni máttar. Við getum ekki haldið því fram að við höfum ekki tekið eftir neinu. Til þess var kúgunin of útbreidd, misnotkun- in of víða og of margir sem urðu fyrir henni. Okkur finnst kannski eins og við höfum ekki vitað en þá er það vegna þess að þeir sem njóta forréttinda, til dæmis þeirra að þurfa ekki að búa við kúgun og misneytingu, verða blindaðir af forréttindum sínum og skynja ekki sársauka hinna sem þjást. Leiðin til þess er að klippa á sam- kenndina með því að flokka hina veiku og valdalausu sem annars flokks og annarrar tegundar. Þannig gátu þeir sem voru ekki fátækir litið fram hjá illri meðferð á fátækum fjölskyldum og fátækum börnum og þau sem ekki þekktu fólk með þroskahömlun eða geð- sjúkdóma létu sem slíkt fólk væri ekki til eða kæmi sér ekki við. Það er sárt fyrir samfélag að horfast í augu við að það hafi ekki staðið sig betur, að mannúðin hafi ekki náð að festa hér dýpri rætur og móta samfélag okkar meira. Fólk gat lesið um meðferðina á Ingjaldsfíflinu og undrast með- ferðin á aumingja manninum. En samkenndin var með þeim sem hlekkjaði hinn veika, ekki hinum veika. Annars hefðum við ekki haldið fólki með þroskahömlun í Kópavogi við nær því sömu að- stæður og Ingjaldsfíflið. Sem var maður og hét Helgi. Andmannúð sem reið yfir Vest- urlönd áratugina fyrir stríð hafði mikil áhrif hér. Fólk sem var veikt og fátækt, drykkfellt og geðveikt, holdsveikt og þroskaheft var klippt út úr samfélaginu og beitt mikilli vanrækslu á hælum og heimilum á afskekktum stöðum. Íslendingar samþykktu lög milli stríða um að gera ófrjósemisaðgerðir á veiku fólki og fötluðu, afbrotamönn- um, flogaveikum, áfengissjúkum. þessar aðgerðir, kerfisbundin van- ræksla og ófrjósemisaðgerðir, áttu að sníða meinið úr samfélaginu svo það gæti haldist heilbrigt. Litið var svo á að þetta fólk væri meinið. Það var ekki veikt heldur veikti það samfélagið og því varð að skera það burt svo mannfélagið héldi áfram að dafna. Því var almennt trúað í okk- ar heimshluta að andmannúðleg meðferð væri varnarviðbrögð sam- félagsins svo það spilltist ekki allt. Þetta er náttúrlega geggjun, en sú geggjun var almennt viðhorf frá seinni hluta nítjándu aldar og fram yfir seinna stríð. Þegar myndir úr útrýmingarbúðum nasista flæddu yfir Vesturlönd urðu þær fólki við- vörun um hvert þessi andmann- úðarstefna leiddi. Af viðbrögðum við þeim reis ný mannúðarbylgja sem jók réttindi undirsettra hópa og bætti aðbúnað veikra, fatlaðra og fátækra. Þessi bylgja mannúðar barst hingað upp eftir með tíð og tíma og hafði áhrif. Kvenfrelsisbaráttan fékk aftur vængi, samkynhneigðir kröfðust mannvirðingar og ýmsir sjúklingahópar börðust fyrir betri aðbúnaði. En frásagnir af Kópa- vogshæli og eldri fréttir um aðbún- að á barnaheimilum og meðferð á veikburða og varnarlausu fólki sýnir að andmannúðin á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Við höf- um ekki staðið okkur vel. Við gæt- um gert svo miklu miklu betur. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það megi meta samfélag út frá því hvernig það fer með sína veikustu bræður og systur. Sam- kvæmt þeim mælikvarða erum við ekki gott samfélag. Við getum auðvitað bent á margt sem við höf- um gert vel, meira að segja margt innan mannúðarbaráttunnar. En við getum ekki skotið okkur undan ábyrgð á því að hér risti mann- úðarbylgjan ekki nógu djúpt og náði ekki að bjarga nógu mörgum frá misnotkun, vanrækslu, ofbeldi og kúgun. Og þessi illa meðferð viðgengst ekki árum og áratugum saman nema vegna þess að við brugðumst hvert um sig. Þeir sem sáu sögðu ekki frá vegna þess að enginn vildi heyra. Það var ekki þeirra misskilningur heldur höfðu þau vissu fyrir því vegna þess að þau höfðu alist upp í samfélaginu með okkur og vissu af afstöðu okkar. Við skulum því ekki undra okkur á því fólki sem tók þátt í ofbeldinu gegn vistmönnum á Kópavogshælinu eða fólkinu sem sá en sagði ekki, heldur skulum við hætta að standa með þeim sem hlekkjar og taka okkur stöðu með þeim sem er hlekkjaður. Gunnar Smári HANN HÉT HELGI OG VAR INGJALDSSON lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is VALENTÍNUSARDAGURINN 14. FEBRÚAR FIMM RÉTTA ÁSTAR- REMEDÍA Aðeins framreitt fyrir allt borðið. FORDRYKKUR Codorníu Cava BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, tru‘u mayo, stökkt quinoa, epli LETURHUMAR Pönnusteiktur leturhumar, ristað hvítlauks-mayo, paprikusósa, grænbauna og avókadó-purée ÖND & VAFFLA Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli, belgísk va‘a, maltsósa KOLAGRILLUÐ NAUTALUND Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise SÚKKULAÐIRÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn 7.990 kr. SÚKKULAÐIRÓS MEÐ HEIM – 690 kr. Föstudag til þriðjudags.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.