Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 36
• 26.000 vörur tilbúnar til heimsendingar samdægurs • Nýjar vörur bætast við nær daglega – vöruúrval mun aukast gríðarlega á næstu misserum • Heimkaup.is getur keyrt heim 1000 pakka á dag, sama dag og þeir eru pantaðir • Netverslun mun springa út á næstu misserum – Heimkaup.is er tilbúið • Helstu samkeppnisaðilar Heimkaup.is eru Amazon.com og Ali Express Ingi Gauti Ragnarsson tæknistjóri hjá Heimkaup.is. Myndir | Hari Getum sent 1000 pakka á dag heim að dyrum – sama dag og þeir er u pantaðir. 4 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2017NETVERSLANIR Stærsta íslenska netverslunin horfir til framtíðar Heimkaup.is er langstærsta íslenska vefverslunin, með um 26.000 vörunúmer sem eru tilbúin til afgreiðslu strax. Unnið í samstarfi við Heimkaup Helstu samkeppnisaðilar Heimkaup.is eru stórar erlendar vefverslanir svo sem Amazon.com og Ali Express. Það sem Heimkaup.is hefur fram yfir erlendar vefversl- anir er að það er ekkert mál að skila eða skipta vörum. Þá fá við- skiptavinir vörurnar sínar send- ar heim, sama dag og pantað er á höfuðborgarsvæðinu, og daginn eftir út á landsbyggðina. En þrátt fyrir að Heimkaup.is sé stærsta íslenska vefverslunin og hafi vaxið gríðarlega á undanförnum tveim- ur árum er það bara byrjunin og fyrirtækið bíður spennt eftir að netverslun springi út eins og gerst hefur í nágrannalöndunum. Netverslun mun aukast gríðarlega á næstu misserum Netverslun hér á landi er minni en í nágrannalöndum og því má búast við að hún springi út fyrir alvöru hér á landi á næstu misserum. Heimkaup.is hefur vaxið gríðar- lega undanfarin tvö ár og er tilbú- ið í slíka sprengingu. Heimkaup. is keyrði heim 534 stk. af Fifa 17 tölvuleiknum á einungis tveim- ur klukkutímum þann 28. sept- ember s.l. Ingi Gauti Ragnarsson, tæknistjóri hjá Heimkaup.is segir að slíkur árangur náist með stöð- ugri þróunarvinnu og eftirfylgni, með því að skoða sífellt hvernig hlutir eru framkvæmdir og finna leiðir til að gera betur. „Við fylgj- umst grannt með öllum ferlum og finnum leiðir til að fækka skref- um – bæði hinum físísku skref- um starfsfólksins og þó kannski sérstaklega þeim tæknilegu. Við höfum farið í gegnum stóra álags- punkta sem sýna okkur að við getum afhent gríðarlegan fjölda pantana á skömmum tíma. Þetta eru engir töfrar heldur einfaldlega sú hugsun sem felst í „ýtrun“, gera betur núna en síðast og gera betur næst en núna. Það er alltaf hægt að gera betur – það þarf bara að koma auga á lausnina og búa hana til.“ Framtíðin í netverslun – 1000 heimsendingar á dag „Stærstu dagarnir í dag eru til dæmis Netmánudagurinn, Cyber Monday, og skólavertíðin en á slíkum dögum erum við að keyra heim þetta 1000 pakka á dag, fyrir utan það sem fer út á land. Við gerum ráð fyrir að miðað við þróunina í löndunum í kringum okkur verði það sem við köllum „stóra daga“ í dag venjulegir dagar á næstu misserum,“ segir Ingi Gauti. Auðvitað eru Ís- lendingar orðnir þaulvanir að panta vörur í erlendum netversl- unum en fólk gerir sífellt meiri kröfur og að fá vöruna heim að dyrum samdægurs er þjónusta sem fólk kann að meta. Kúnninn verður að hafa 100% traust Viðskiptavinir fá vöruna samdæg- urs heim að dyrum og daginn eftir ef þeir eru utan höfuðborgar- svæðisins. Heimsending er frí ef pantað er fyrir 4.000 kr. eða meira og það gildir að sjálfsögðu fyrir alla Íslendinga – hvar sem þeir búa á landinu og á Heimkaup.is er ekkert mál að skila eða skipta vörum og vera í góðu sambandi við þjónustuverið. Fyrirtækið veitir líka viðgerðarþjónustu og tveggja ára ábyrgð er á öllum raftækjum eins og gengur og gerist í venju- legum verslunum. Heimkaup.is hefur lagt mikla áherslu á fram- úrskarandi þjónustu og hefur það skilað sér í miklum fjölda fastakúnna. Í ágúst s.l. mældi MMR NPS (Net Promoters Score) 80 íslenskra fyrirtækja og Heimkaup.is skoraði hæst af öllum þeim fyrirtækjum sem spurt var um í könnuninni. NPS er „með- mælavísitala“ og er mælikvarði á tryggð viðskiptavina við fyr- irtæki og hversu líklegir þeir eru til að mæla með þjónustunni. Mikið vöru- úrval Kosturinn við erlendar netverslan- ir, eins og t.d. Amazon, er ekki síst hið gríðarlega vöruúrval. Heim- kaup.is horfir til slíkra verslana. Eins og fyrr segir eru 26.000 vörunúmer á Heimkaup.is, allt frá strokleðrum til sjónvarpa. Nýjar vörur bætast við nánast daglega. Á þessu ári bættust t.d. við vörur frá Cintamani og Mörtu Jonsson á Heimkaup.is en þar er nú hægt að fá nýjustu vörulínur þessara fyrirtækja. Allar vörurnar á síðu Heimkaup.is eru í vöruhús- inu að Smáratorgi 3 og tilbúnar til afgreiðslu um leið og pöntun berst. „Við horfum til Amazon og slíkra verslana,“ segir Ingi Gauti, „Heimkaup.is verður svona „allt á einum stað búð“, þú átt að geta fengið allt í einni ferð – án þess þó að fara neitt!“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.