Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Með þráhyggju fyrir engiferöli Ef þú heldur að engiferöl sé bara engiferöl þá ertu á villigötum, enda er um margslunginn og gjarnan karaktermikinn drykk að ræða. Ágúst Már er mikill áhugamaður um engifer og er svo sólginn í engiferöl að hann ferðast landa á milli í leit að hinu eina sanna bragði. Hann stofnaði nýlega Engiferöls-vinafélagið ásamt Frey Eyjólfssyni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Þó að maður sé að drekka sykraðan gosdrykk þá upplifir maður næstum detoxáhrif af því að inn-byrða engifer,“ segir Ágúst Már Garðarson matreiðslumaður, eða Gústi chef eins og hann er alltaf kallaður. Gústi er sérlegur áhuga- maður um engiferöl og stofnaði nýlega Engiferöls-vinafélagið ásamt vini sínum Frey Eyjólfssyni. „Við erum búnir að tala mikið saman um engiferöl og bera saman bæk- ur okkar. Við ákváðum því að kýla á þetta,“ útskýrir hann. En fyrsta skrefið hjá þeim var að stofna face- book-síðu þar sem áhugafólk um engiferöl getur komið saman og skipst á skoðunum. „Íslenska orðið engiferöl segir samt eiginlega ekki allt, því engifer- öl skiptist í gingerale og gingerbeer. Þetta eru algjörlega tveir aðskild- ir hlutir. Gingerale er bara bragð- bætt gos en gingerbeer er bruggað engifer þar sem kolsýran verður til lífrænt við bruggunina, en flokk- ast engu að síður sem alkóhólslaus drykkur, langflestar tegundir að minnsta kosti.“ Flestar tegundir af Engiferbjórnum eru með undir fimm prósent alkóhólmagni, sem er álíka mikið og í tyggigúmmíi, að sögn Gústa. „Þetta fellur því undir alkó- hóllausan lífsstíl, sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég endaði í þessu,“ segir Gústi en hann drekkur ekki áfengi. „Mér fannst alltaf svo leiðinlegt að drekka bara sódavatn í boðum. Þó að maður sé ekki að drekka þá langar mann að gera sér dagamun og vera með eitthvað ann- að en sódavatn í glasi.“ Fyrst byrjaði hann á því að prófa sig áfram með óáfenga kokteila, en þegar hann datt niður á alvöru engi- feröl þá var ekki aftur snúið. „Nú er þetta orðið áhugamál hjá mér, ligg- ur við þráhyggja. Ég þarf alltaf að eiga eina til tvær tegundir af ginger- beer inni í kæli hjá mér og er alltaf að leita að nýrri tegund.“ Gústi hefur drukkið engiferöl frá því hann var barn, en raunveruleg- ur áhugi á mismunandi tilbrigðum drykkjarins kviknaði fyrir rúmum sjö árum. „Ég drakk Canada Dry gingerale þegar ég var krakki og fannst það æðislegt, en ég myndi aldrei drekka það í dag. Það er svo bragðlaust við hliðina á öðru sem er í boði. Svo byrjaði þetta aftur fyrir sjö, átta árum þegar ég uppgötvaði Britvic gingerale, litlu dósirnar sem hægt er að fá í flugvélum. Og síðan þá hef ég ferðast á milli tegunda og landa til að reyna að finna besta engiferölið, en ég drekk mest gin- gerbeer í dag.“ Hann er eimmitt nýbúinn að upp- götva Fentimans gingerbeer. „Það sem hann hefur til ágætis fyrir mig núna er að það er svo flókið bragð af honum. Það er meira að segja svo flókið að manni finnst fyrsti sopinn hálf ógeðslegur. Manni bregður bara. Maður hnerrar eftir fyrsta sopann og verður hálfskrýtinn,“ segir hann og hlær. „Það er ótrúlega karaktermikill gingerdrykkur.“ Sem matreiðslumaður er Gústi líka einstaklega hrifinn af engifer sem hráefni. „Ég hef alla tíð verið rosalega veikur fyrir engiferi í sjálfu sér. Heillaður af rótinni sem bragð- bæti, marineringu og allt mögu- legt.“ En það er óhætt að segja að Gústi hafi verið á undan sinni samtíð í engiferölsdrykkjunni því nú er engi- ferölið orðið að hátískudrykk sem þykir fínt að sötra og nota í ýmsa kokteila. „Þetta er eitthvað sem fólk er að fatta. Gingerbeer er til dæmis notaður í tvo mjög fræga kokteila, Dark and stormy og Moscow mule, sem eru orðnir tískukokteilar í dag. Þannig kemur gingerale-ið aftur upp á yfirborðið núna, út af barmenningunni. Þessari rosalega flottu kokteilamenningu.“ Þeim Gústa og Frey er full alvara með stofnun félagsins en spyrja sig um leið af hverju í ósköpunum þeir eru að standa í þessu. Gústi hefur reyndar svarið á reiðum höndum: „Þetta er bara svo gaman og það er augljóslega áhugi fyrir þessu.“ Markmiðið er að stofnfundur félagsins verði 20. apríl á Kex. En þar ætlar áhugafólk um engiferöl að hittast, spjalla og dreypa á ýmsum gerðum drykkjarins. „Allir sem ég bendi á að prófa verða sólgnir í gingerbjórinn. Þessi drykkur er nefnilega svo ólíkur öðrum drykkjum, það kemur þessi forvitni upp um leið. Löngunin til að vilja prófa fleiri sortir og flóknari brögð. Gústi verður alltaf að eiga að minnsta kosti tvær mismunandi gerðir af engiferöli í kæli. Samverustund með kettinum þínum 30-90% afsláttur af öllum útsöluvörum stærðir 38 - 58 ÚTSÖLULOK Markaðurinn er í stöðugri mótun og framleiðir gjarnan nýjungar sem engan hefði órað fyrir. Nýlega kom á markaðinn erlendis nýtt, óáfengt vín sem ætlað er hundum og köttum. Hugsunin á bak við þennan óvenjulega drykk er að við mennirnir getum notið þess að eiga ljúfa stund með vínglas við hönd og boðið loðnu vinum okkar að vera með. Fyrirtækið Apollo Peak framleiðir og þróar vínið sem er hugsað bæði fyrir hunda og ketti. Á vefsíðu fyrirtæk- isins kemur fram að vínið er bæði bragðgott og virðast dýrin vera nokkuð hrifin af því. Vínið er að sjálfsögðu óáfengt en í því er með- al annars svokölluð kattarmynta sem er planta sem kettir eru sér- staklega sólgnir í. Einnig er hægt að fá vín með piparmyntu, kamillu og öðrum bragðtegundum fyrir þá vandlátu. Framleiðendur hafa greinilega húmor fyrir vörunni en vínin nefnast til dæmis Pinot meow, Moscatow og Chardogney. Eins og stendur er gæludýravínið enn einungis í boði utan landstein- anna og við á Íslandi verðum því að láta okkur nægja frumstæðari skemmtun með gæludýrunum okkar. | bsp Nú geta kettir og hundar dreypt á víni með eigendum sínum. „Ég tel að samfélagið eigi að taka skýra afstöðu til þess að ofbeldi muni ekki líðast, hvorki kynferðis- ofbeldi, heimilisofbeldi né annars- konar ofbeldi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur þátt í nýrri herferð UN Women á Íslandi, Fokk ofbeldi, til að vekja fólk til vitundar um ofbeldi gegn konum og stúlkum, sem er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag. „Það er ekki einkamál lögreglu að taka á of- beldinu, við verðum að gera þetta saman,“ bætir hún við. Sigríður Björk birtist okkur í herferðinni með Fokk ofbeldi húf- una sem seld verður til styrktar verkefninu Öruggar borgir (Safe Cities Global Initative). En UN Women vinnur að því að gera borgir víða um heim öruggari fyrir konur og stúlkur, meðal annars með því að lýsa upp dimmar götur. Í kjölfar hvarfs Birnu Brjáns- dóttur hafa konur hér á landi einmitt stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við. Ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni þegar þær þurfa að ganga á milli staða að kvöld- eða næturlagi. „Þetta átak er frábært og allt sem eykur vitund og samstöðu er af hinu góða og ég er stolt að taka þátt í þessu átaki,“ segir Sigríður Björk sem vill reyndar ekki nota F-orðið því hún veit að hún yrði skömmuð fyrir það heima. Hin árlega dansbylting UN Women, Milljarður rís, verður svo haldinn í Hörpu föstudaginn 17. febrúar næstkomandi, þar sem minning Birnu Brjánsdóttur verð- ur heiðruð. Sigríður Björk verður því miður ekki á landinu á þeim tíma, en úti- lokar ekki að hún dansi, ein með sjálfri sér, þar sem hún verður stödd. „Það sem er sérstakt við mál Birnu er þessi gríðarlega samstaða sem myndaðist og þátttaka sam- félagsins. Þessi mikla samstaða sýnir okkur hvað er hægt að gera og sýnir okkur hvernig samfélagið getur tekið harða afstöðu gegn of- beldi. Mér finnst það mjög viðeig- andi að þessi gjörningur sé tileink- aður minningu hennar.“ Samstaðan sýnir okkur hvað hægt er að gera Sigríður Björk tekur sig vel út með Fokk ofbeldi húfuna, en hún er stolt af því að taka þátt í átakinu. Mynd | Saga Sig

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.