Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 40
8 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2017NETVERSLANIR Skandinavísk hönnun heim að dyrum Frábær þjónusta í netverslun Snúrunnar Unnið í samstarfi við Snúruna Snúran hefur fest sig ræki-lega í sessi sem ein fremsta fagurkeraverslun landsins. Vefsíða Snúrunnar er einnig afar aðgengileg og yfirgripsmik- il svo lítið mál er fyrir þau sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu að nýta sér þetta mikla úrval. „Við erum búin að vera að vinna markvisst í vef- versluninni síðustu þrjá mánuðina, við höfðum ekki undan að koma öll- um vörunum inn á netið en núna eru langflestar vörurnar komnar inn,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar. Varan kemur heim að dyrum Heimsendingin frí ef verslað er fyrir meira en 15.000 en sendingar- gjaldið er mjög vægt. „Það kostar 690 krónur og við sendum alltaf heim að dyrum. Ef pantað er fyrir klukkan 15 á daginn er varan komin heim daginn eftir. Viðskiptavinurinn fær sms með upplýsingum um það hvenær varan er væntanleg og get- ur því gert ráðstafanir. Gjafainnpökkun og kort Þegar vörurnar hafa verið valdar á vefsíðunni er hægt að haka við gjafainnpökkun sem er viðskiptavinunum að kostnaðarlausu. Þá er hægt að láta skrifa kort með ákveðinni kveðju til viðtak- andi og margir kjósa á láta senda vöruna beint til við- takanda sem er afar hent- ugt ef gefandi og þiggjandi búa ekki í sama landshluta eða jafnvel ef sá sem gefur býr erlendis. Brúðargjafalisti á netinu Hægt er að gera brúðar- gjafalista á vefsíðunni og brúðhjónin fá kóða sem þeir geta deilt með gestum. „Þeir geta þá alltaf loggað sig inn og skoð- að hvað brúðhjón- in hafa óskað eftir. Einnig kjósa sumir að hafa listann bara opinn, þá geta allir skoðað hvenær sem er. Þetta finnst mörgum þægi- legt því þá þurfa þeir ekki að koma í búðina, geta keypt gjafirnar bara beint af netinu,“ segir Rakel. Vöruúr- valið er mestmegnis skandínavískt, sér í lagi danskt, en einnig er úrval sérvalinnar íslenskrar hönnunar. Snúran er staðsett við Síðumúla 21. Gómsætar sælkeravörur frá Lie Gourmet. Myndir | Hari Íslenska hönnunin frá Finnsdóttir er með vinsælustu vörunum í Snúrunni. Kósí teppi og púðar af öllum gerðum. Snúran er staðsett við Síðumúla 21 Reflections er dásamlega fögur hönnun.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.