Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 12

Fréttatíminn - 10.02.2017, Page 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Byrjar þriðjudagskvöldið 7 mars n.k. frá kl. 18.00 - 21.00. Ef þú hefur áhuga á að vinna sjálfsstætt eða nýta þessa áhrifamiklu meðferð fyrir sjálfa þig og þína nánustu. Skoðaðu þá heilsusetur.is og hafðu samband við okkur í síma 8969653 /eða á thorgunna.thorarinsdottir @gmail.com fyrir 1 mars n.k. Kennsla eitt kvöld í viku og aðeins 6 manns í hóp. Faglærður kennari með yfir 30 ára reynslu. Nánari upplýsingar:heilsusetur.is og 896-9653 Baknudds- námskeið Helgina 30. apríl - 1. maí næstkomandi. Verð 32.000 kr. með olíu og bæklingi. Nám í Svæða-og Viðbragðsmeðferð Hörður Erlingsson á ferðaskrifstofu sinni við Skólavörðustíg með eyrnahlífar vegna hávaða. Sakaðir um undirboð Samkeppnisaðilar Brotaf ls og Prima hafa gagnrýnt fyrirtækin fyrir óeðlilega lág tilboð í verk. Brotafl átti langlægsta tilboðið í verkhluta nýs Icelandair hótels við Landssímareitinn. Verkfræðistof- an Efla annaðist útboð verksins í apríl í fyrra og áætlaði kostnaðinn 92 milljónir króna. Tilboð Brotafls var 59 milljónir eða 65% af kostn- aðaráætlun. Sama dag og tilboðið var gert var Sigurjón G. Halldórsson, forsprakki Brotafls, hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um stórfelld skattalaga- brot. Á meðan hann var í varðhaldi tók bróðir hans, Guðjón Júlíus Hall- dórsson, við stjórnarformennsku í fyrirtækinu Prima ehf., og tók yfir verkefni Brotafls. Prima ehf. var gamalt fyrirtæki sem hafði ekki verið starfandi í mörg ár. Starfs- menn Brotafls héldu áfram störfum fyrir Prima og unnu sömu vinnu. Byggingastjóri Brotafls, Ómar Raf- nsson, hélt áfram að starfa fyrir hönd Prima. Dótturfyrirtæki Icelandair, Lindarvatn ehf, heldur utan um framkvæmdir á Landsímareitnum. Eftir að Sigurjón var handtekinn hafnaði Lindarvatn öllum tilboð- um í verkið og samdi frekar við Prima ehf. Samkvæmt heimildum Fréttatímans var samið um sömu upphæð og Brotafl bauð. Rannsókn á skatta- og auðgunarlagabrotum Brotafls stendur enn hjá embætti Héraðssaksóknara. Forsvarsmenn hinna fyrirtækj- anna sem tóku þátt í útboðinu um Landssímareitinn, og Fréttatím- inn hefur rætt við, voru ósáttir við málalok. Áttu lægsta boð í Dalsskóla Prima ehf. tók einnig þátt í út- boði Reykjavíkur vegna byggingar Dalsskóla í Úlfarsárdal. Áætlað- ur kostnaður var 1,1 milljarður króna. Prima átti langlægsta boð- ið í verkið, 882 milljónir eða 79% af kostnaðaráætlun. Formgalli var hinsvegar á útboðinu svo um- sóknarfrestur var framlengdur. Ámundi V. Brynjólfsson, skrif- stofustjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fyrra að tilboð Prima væri óvenjulegt. „Hin fyrirtækin sem tóku þátt eru stór og stöndug og þau eru ná- lægt hvert öðru í verði. Prima er áberandi lægst og það hefði gefið ástæðu til vandlegrar skoðunar hvað boðið er lágt. Það er sjaldgæft nú þegar markaðurinn er þaninn, að við fáum boð sem er þetta langt frá kostnaðaráætlun.“ Borgin kallaði því eftir nýjum tilboðum í byggingu Dalsskóla og aftur gerði Prima lægsta boð- ið. Reyndar var annað fyrirtæki, ExPrima, með álíka lágt boð, en fyrirtækin eru nátengd í gegnum Guðjón Júlíus Halldórsson. Boðum beggja fyrirtækja var hinsvegar hafnað af borginni og LNS Saga fékk verkið. Bæði Prima og Ex- Prima kærðu niðurstöðu útboðsins til kærunefndar útboðsmála en fengu ekki hljómgrunn þar. „Við upplifum þetta sem ofbeldi,“ sagði Sigurveig Káradóttir í viðtali við Morgunblaðið. Hún rekur Matarkistuna nálægt framkvæmdunum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.