Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 eitthvað í mér sem verið var að reyna að laga, en það lagaðist aldrei því ástandið breyttist ekki hjá mér. Ég var bæði meðhöndluð af sálfræðingum og læknum, fór í svæfingar og aðgerðir, en það kom alltaf í ljós að þetta var bara kvíð- inn. Þeir vissu að ég var að deyja úr kvíða.“ Langaði ekki að vera til Elma þjáðist af svo miklum kvíða að hún sýndi veruleg líkamleg ein- kenni sem háðu henni í daglegu lífi. „Ég pissaði til dæmis undir og það var ekkert líkamlegt sem var að. Þegar læknaskýrslurnar mínar eru skoðaðar þá sést að þær enda alltaf á einhverju orði sem tengist geðheilsu og kvíða barna.“ Hún fékk aðgang að öllum læknaskýrslunum sínum og hef- ur því getað skoðað þær bak og fyrir. En eins og áður sagði notar hún þær í lokaverkefnið. „Mað- ur þarf samt að fara rosa varlega með þessi gögn. Ég sýni aldrei nöfn lækna eða annars fólks. Ég tala um og sýni mitt en ég vil ekki fara yfir mörk annarra. Það myndi bara flokkast sem nornaveiðar og ég er ekki að gera verkefni um slíkt.“ Þegar Elma var ungt barn að upplifa kvíðann þá vissi hún auð- vitað ekki af hverju henni leið eins og henni leið. Hún vissi ekki að hún væri kvíðin, vissi ekki hvað var að gerast. Henni leið bara illa. And- lega og líkamlega. En átta ára göm- ul var hún farin að gera sér grein fyrir kvíðanum. „Mér leið illa og mig langaði ekki að vera til. Ég er enn í dag að berjast við það. Ekki á hverjum degi. Það er dagamunur og þetta batnar alltaf.” Hrædd um að verða annars flokks Elma hefur þurft að takast á við sína eigin fordóma með ýmsum hætti og viður- kenna að hún þurfi hjálp til að líða betur. „Þegar maður lendir í áfalli í bernsku eða sem ung- lingur, jafnvel fullorðin, þá er ekki alltaf auð- velt að standa í báða fætur. Maður þarf oft einhverja að- stoð. Þar byrja fordómarn- ir hjá mér. Ég er þok k a leg manneskja, ég get gengið um göturnar og lít sæmilega út. Það sést alla- vega ekkert á mér að það sé eitthvað að. Það meikar ekk i sens að ég sé að væla yfir ein- hverju. Þegar fólk hugsar um manneskju sem er að kljást við andleg veikindi þá er ég líklega ekki sú mynd sem kemur upp í hugann.“ Þegar Elma sótti á ákveðnum tímapunkti hópmeðferð vegna veikinda sinna þá kom henni á óvart hvernig fólk hún hitti. „Ég var mjög stressuð yfir að mæta. Bjóst við því að ég yrði eina venju- lega manneskjan þarna og allir hinir kolklikkaðir. En svo var þetta bara alveg ótrúlega flott fólk. Ekki bara venjulegt fólk, heldur frekar framúrskarandi. Meira að segja fólk sem hefur verið framúrskar- andi í þjóðfélaginu. Ég þurfti að horfast í augu við að fólk sem er með geð- ræn vandamál er ekki bara fólk sem mað- ur heyrir um í fréttunum eða les í blöðunum. Þetta er ekki bara sonur ein- stæðrar og fá- tækrar móður í Breiðholti held- ur líka flott kona úr Garðabæn- um, sem á æðis- lega foreldra sem eru ekki einu sinni skilin.“ Það sem Elma ót taðist mest v ið að legg ja fram verkefnið sit t, þar sem hún gengur jafn nærri sér og raun ber vitni og segir frá því af hverju hún er stundum döpur, var að vera stimpluð á ákveðinn hátt. „Ég var hrædd um að verða annars flokks borgari. Að það væri ekki gott skref að byrja ferilinn á því að draga fram verstu myndina af mér. En raunin er sú að ég er ekki það sem hefur komið fyrir mig. Ég er bara ég. Ef ákveðnir atburðir sem koma fyrir í verkinu hefðu ekki komið fyrir þá hefði ég örugglega ekki þurft á þessari hjálp að halda. Ég er ekki svona genalega séð. En þeir sem eru svona genalega séð eru heldur ekkert verri.“ Vildi að það hefði farið betur Elma hefur eðlilega fengið mikil og sterk viðbrögð við verkefninu á sýningunni, bæði frá sínum nán- ustu og ókunnugum. Hún er þakk- lát fyrir það en líka döpur. „Þegar maður setur fram hrottafengið verk efni eins og þetta, og upplif- ir fólk vera að tengja, þá er það í raun og veru dapurlegt frekar en gott. Er ég glöð yfir því að fólk skuli stoppa mig og segja mér sögurnar sínar? Eða komi til mín með tárin í augunum og knúsi mig? Þetta eru nefnilega ekki bara mínar sögur, heldur margra annarra.“ Elma gaf sér í raun ekki mikinn tíma í að setja lokaverkefnið saman en ef hún lítur til baka þá var hún eiginlega byrjuð að undirbúa það tveimur árum áður. Hugsanlega ómeðvitað. „Ég var þá búin að vera að safna upplýsingum í mörg ár og það er eins og ég hafi alltaf vitað að ég ætlaði að gera eitthvað við þetta. Að ég þyrfti að halda upp á þessi gögn. Mig langaði alltaf að segja söguna mína, en vissi ekki hvernig ég átti að gera það.“ Aðspurð segir Elma það ekki hafa vakið upp slæmar minningar eða ýft upp gömul sár að grúska í læknaskýrslunum og taka þetta saman. „Ég er ekki sár yfir neinu. Sem er auðvitað frábært. Ég er náttúrulega búin að vera að vinna í mér síðan ég var sjö ára. Ég hef fyrirgefið bæði sjálfri mér og öðr- um en þegar ég horfi á mynd af litlu stelpunni sem ég var þá óska ég þess oft að það hefði farið bet- ur fyrir henni. Ég dvel þó ekki við þetta. Þetta er löngu búið. Mesta ofbeldið felst í að dvelja við erfið- leikana. Ég er samt enn að kljást við hluti þó að ég sé ekki brjáluð yfir því að þeir hafi gerst.“ Elma vildi óska þess að það hefði farið betur fyrir litlu stúlkunni sem hún var. „Þegar ég er búin að leggja þetta á borð þá sjá allir inn í sálina mína. Það er ekkert eftir. Sem er eigin- lega bara frábært. Ég hélt að það yrði mjög óhugn- anlegt, en það er alls ekki þannig.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.