Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 34
Betra úrval
Þrátt fyrir að verslun á Íslandi sé afar góð og
smæðin og einangrunin hái okkur lítið nú til dags er
úrval vara auðvitað margfalt meira á internetinu.
Þægilegt
Eftir langan vinnudag langar þig kannski ekki að
fara búðir og alls ekki með krakkana dauðþreytta í
eftirdragi. Þess vegna er tilvalið að koma börnun-
um í rólegheitum í rúmið, kveikja svo á kertum og
versla í rólegheitum uppi í sófa.
Ódýrt
Það getur verið ódýrara að kaupa hluti á netinu,
ekki síst með afsláttarkóðum. Hægt er að gúggla
afsláttakóða sem eru oft í gangi en ekki sérstak-
lega auglýstir, sér í lagi á bresku síðunum.
Ekkert mál að skila
Ef varan passar ekki eða uppfyllir ekki kröfurnar er
ekkert mál að skila og fá endurgreitt.
Auðvelt að gefa gjafir
Þægilegt er að panta gjafir handa þeim sem búa
ekki á sama stað og þú - lætur bara senda gjöfina
beint til viðtakanda!
Kaupir bara það sem þig vantar
Netverslun ýtir undir að þú kaupir bara það sem
þig vantar eða þú ætlar að kaupa - óþarfa hlutir eru
síður að „detta“ í körfuna!
Auðvelt að gera verðsamanburð
Það er ekkert mál og tekur enga stund að bera
saman verð á sömu vöru milli verslana.
Engar raðir eða þrengsli
Sumir eru hreinlega með fóbíu fyrir því að vera í
mannfjölda og bíða í röðum. Það eru engar raðir
á internetinu, engin/n að slást við þig um síðustu
buxurnar í þinni stærð og engin/n andfúl/l að anda
í eyrað á þér í röðinni í mátunarklefann.
Ekkert bílastæðavesen
Hver kannast ekki við það að keyra hring eftir hr-
ing á bílastæðunum og finna svo eitt stæði sem
er frekar tæpt, þú treður þér samt og smokrar þér
út úr bílnum, festist í hurðinni sem skellur utan í
næsta bíl, eigandinn kemur brjálaður og þú þarft
að borga tugi þúsunda í viðgerð? Allt í lagi, þetta
er kannski ekki svona slæmt en samt, það er alveg
næs að þurfa ekki að fara út úr húsi til að versla.
Passa sig líka
Það er líka eins gott að passa sig á ýmsu þegar
kemur að því að kaupa varning á internetinu. Er
fyrirtækið öruggt? Hvað segja umsagnir? Ertu
að skipta við Asíu eða Evrópu - gott að vita það
upp á stærðir. Er ekki örugglega hægt að fá
endurgreitt ef varan stenst ekki kröfur? Hver er
sendingarkostnaður? Þó að það sé bæði þægilegt
og hagstætt að versla á netinu þá þarftu að vera
meðvituð/aður um allar þær gildrur sem þar geta
leynst.
10 Modcloth: Fatnaður og húsbúnaður sem er innblás-
inn af „vintage“ straumum. Stofn-
uð 2002 með höfuðstöðvar í San
Fransisco.
9Zappos: Stærsta skóvefversl-un heims. Stofnuð 1999 með
höfuðstöðvar í Las Vegas.
8 Nasty Gal: Sérhæfir sig í fatn-aði, skóm og fylgihlutum fyrir
ungar konur. Stofnuð 2006 með
höfuðstöðvar í Los Angeles.
7 Alibaba: Verslun með
allskonar mis-
góðan varning
bæði fyrir
einstaklinga og
fyrirtæki. Stofnuð 1999 með höf-
uðstöðvar í Hangzhou í Kína.
6Mr. Porter: Föt og fylgihlut-ir fyrir karlmenn, til dæmis
hönnun Alexander McQueen og
Ray Ban. Stofnuð 2011 með höfuð-
stöðvar í London.
5Etsy: „Second
hand“ fatnað-
ur og öðru-
vísi fylgihlutir sem þykja ekki
„mainstream“. Stofnuð 2011 með
höfuðstöðvar í New York.
4 Walmart: Það fæst allt í Wal-mart og fólk nýtir sér það
að þurfa ekki að fara út úr húsi.
Stofnuð 2009 með höfuðstöðvar
í Arizona.
3Asos: Tískufatn-
aður undir
merkjum Asos auk þess sem hægt
er að kaupa fatnað fjölda annarra
merkja. Stofnuð 2000 með höfuð-
stöðvar í London.
2Ebay: Uppboðs-
síða sem
einstaklingar
nota til þess
að selja og kaupa notað og nýtt.
Stofnuð 1995 með höfuðstöðvar í
San Jose í Kaliforníu.
1Amazon: Elsta og jafnframt vinsælasta vefsíðan. Byrjaði
sem vefbókabúð en í dag er hægt
að kaupa þar allt milli himins og
jarðar. Stofnuð 1994 með höfuð-
stöðvar í Seattle.
Vinsælustu
vefverslanir heims
Netverslun hefur aukist mjög hér á landi síð-ustu misseri. Sú þróun er í takt við það sem viðgengst í öðrum
löndum, en þó er netverslun hér
enn minni en víðast hvar í þeim
löndum sem við berum okkur
saman við.
Með tilkomu snjallsíma, ýmissa
appa og samfélagsmiðla hefur net-
verslun orðið þægilegri en áður
var. Gjarnan er talað um að þró-
unin verði þannig að hefðbundin
verslun og netverslun renni saman
í auknum mæli. Neytendur hafa
enda sífellt fleiri gáttir og leiðir
til að kynna sér vörur og fram-
kvæma kaupin. Sem fyrr eru vin-
sælustu vörur í netverslun raftæki,
ýmisskonar, fatnaður, bækur og
tölvuleikir og annað afþreyingar-
efni.
Fyrir síðustu jól mátti greina
mikla aukningu í netverslun hér
á landi. Kom hún ekki síst fram í
fjölgun póstsendinga. Í nóvember
síðastliðnum var aukningin á póst-
sendingum erlendis frá 55% í sam-
anburði við árið áður. Aukningin
innanlands nam 35%. Sagði Brynj-
ar Smári Rúnarsson, forstöðu-
maður markaðsdeildar Póstsins,
að sendingarnar að utan kæmu
helst frá Bandaríkjunum, Bret-
landi, Kína, Þýskalandi og Norð-
urlöndunum en einnig hefði orðið
aukning í netverslun innanlands.
Ótvíræðir kostir
að versla á netinu
Óhætt er að segja að verslun og viðskipti á
Íslandi hafi breyst mikið á undanförnum árum.
Sífellt algengara er að fólk versli á netinu enda
eru kostirnir ótvíræðir.
Einfalt er að versla á netinu og sífellt fleiri nýta sér þægindin
sem af því hljótast. Mynd | Getty
10 kostir þess að gera innkaup á netinu
2 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2017NETVERSLANIR
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
www.dyrabaer.is
Dýrabær | Smáralind | Kringlan
Krossmói Reykjanesbæ | Sími 511 2022