Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Sérfræðingur H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs ásamt menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Borgartúni 30, 105 Reykjavík, sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felst í umsýslu samkeppnissjóða á vegum Rannís, einkum Tækniþróunarsjóðs auk annarra verkefna s.s. þátttöku í uppbyggingu upplýsingakerfis Rannís. Menntunar- og hæfniskröfur: l Meistarapróf í hagfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærilegum greinum. l Þekking á tölfræði og úrvinnslu gagna l Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku, bæði tal- og ritmál l Þjónustulund, jákvætt viðmót og færni í samskiptum l Metnaður til að ná árangri í starfi með því að veita góða þjónustu, sýna frumkvæði og vönduð vinnubrögð l Konur eru hvattar til að sækja um starfið en ráðningin tekur mið af jafnréttisáætlun Rannís Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2017 Nánari upplýsingar um starfið eru á heimasíðu Rannís og jafnframt tengill fyrir umsóknir: http://www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/ undir tenglinum: Sérfræðingur. Snæfellsbær á líklega ekki fyrir launum vegna sjómannaverkfallsins Sjómenn hafa verið í verkfalli í átta vikur. Ljóst er að verkfallið er farið að taka sinn toll líka af fjölskyldum þeirra og annarra í sveitarfélögum sem byggja sitt að miklu leyti á sjávarútvegi. Sjómannaverkfallið er farið að hafa veruleg áhrif á minni sveitar- félög sem treysta mikið á sjávar- útveg. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist búast við 40% afföllum af tekjum vegna verkfallsins, og því er fyrirséð að sveitarfélagið þarf að fjármagna sig hjá lánastofnun- um, ætli það að eiga fyrir launum um næstu mánaðarmót. Útgerðar- menn hjá smærri útgerðum óttast að illa fari fyrir þeim, verði ekki samið innan skamms. Sjómenn standa keikir og hafa þegar unnið litla sigra í kjaraviðræðunum. Enn standa þó stór deiluefni út af borðinu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Stutta svarið er já,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæj­ ar, spurður hvort sjómannaverk­ fallið eigi eftir að hafa mikil fjár­ hagsleg áhrif á bæjarfélagið. Hann áréttar að hann viti það þó ekki ná­ kvæmlega fyrr en um um miðjan mánuðinn. „En við erum svona að búa okkur undir að það verði 40% tekjutap, það þýðir þá að við eig­ um ekki fyrir launum,“ segir Krist­ inn. Hann segir stöðuna erfiða og tekur sem dæmi að í janúar í fyrra hafi verið landað 4200 tonnum af afla. „Núna var landað 1400 tonn­ um,“ bætir hann við. Það gefur því augaleið að tekjutapið verði sveitar­ félaginu erfitt. Kristinn segir það af og frá að Snæfellsbær sé einstakur hvað þetta varðar, öll minni sveitarfélög sem treysta á sjávarútveginn standi lík­ lega frammi fyrir sambærilegum vanda vegna sjómannaverkfallsins sem hefur staðið yfir síðan 15. des­ ember, eða í um tvo mánuði. Það er því lengsta sjómannaverkfall Ís­ landssögunnar. Ekki slíkur vandi áður Kristinn segir að 115 þúsund tonn­ um hafi verið landað á landinu öllu í janúar í fyrra en núna séu þau ekki nema sjö þúsund. Það er því ljóst að tekjur sveitarfélaga af sjávarútvegi minnka verulega. „Við höfum ekki staðið frammi fyrir svona vanda áður, allavega ekki síðan ég tók við árið 1998,“ seg­ ir Kristinn sem er þó vongóður um að tekjurnar jafnist út þegar verk­ fallinu lýkur. Hann býst því ekki við að málið muni draga dilk á eftir sér varðandi fjárhag sveitarfélagsins. Þungur róður fyrir fjölskyldur En vandinn er líka alvarlegur hjá bæjarbúum. „Verkfallið hríslast niður í allskonar starfsemi, með­ al annars minni fyrirtæki,“ segir Kristinn og nefnir að fyrirtæki sem versli með fisk séu í erfiðri stöðu og líklegt að um hreint tekjutap verði að ræða hjá þeim, og tapið gangi ekki tilbaka eins og hjá sveitarfé­ laginu. „Svo má ekki vanmeta andlega þáttinn og áhrifin á einstakling­ ana,“ segir Kristinn sem bendir á að verkfallið hafi slæm áhrif á fjár­ hag heimila. „Fólk er að koma út úr jólamánuðinum sem er sá dýr­ asti, og það getur verði þungt,“ seg­ ir Kristinn sem segist vita til þess að bankastofnanir séu hjálpfúsar og hafi komið til móts við fólk sem eigi í tímabundnum vanda vegna verkfallsins. Störukeppni Aðspurður um hvernig honum lítist á gang verkfallsins segir Kristinn að ábyrgð deiluaðila sé mikil. „Það er búið að semja um fullt af hlutum, og sárgrætilegt að þeir hafi komist svona langt áður en viðræðunum var frestað. Maður fær svona á til­ finninguna að það sé einhver störu­ keppni í gangi,“ segir Kristinn sem segist þó bjartsýnn á að deiluaðilar semji fljótlega. Eins og Kristinn segir þá hafa sjómenn komist að samkomulagi um mikilvæg mál. Svo sem kostnað vegna hlífðarfatnaðar sjómanna og fjarskipta svo fátt eitt sé nefnt. Þetta tvennt skipti sjómenn miklu máli. Aftur á móti standa stór mál út af borðinu, til að mynda olíuverðsvið­ miðun, sem sjómenn vilja að verði hækkað úr 70% í 73%, og svo bæt­ ur vegna sjómannaafsláttarins, en sjómenn verða að mati stéttarfélaga af 300 þúsund krónum á ári vegna þess að kerfið var aflagt skömmu eftir hrun. En viðræðurnar eru erf­ iðar. Vilhjálmur Birgisson, formað­ ur Verkalýðsfélags Akraness segist ekki hafa átt í svo erfiðri kjaradeilu síðan hann fór að starfa fyrir verka­ lýðsfélagið. Erfiðasta deilan í 13 ár „Ég er búinn að vera í kjarasamn­ ingagerð í 13 ár, en þessi deila er sú langerfiðasta sem ég hef komið að,“ segir Vilhjálmur en stéttarfélögin semja við 140 misstórar útgerðir. Kröfur sjómanna hafa verið verð­ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells- bæjar, segir sveitar- félagið þurfa að leita á náðir lánastofnana til þess að eiga fyrir launakostnaði sök- um verkfallsins. Vilhjálmur Birgisson segir deiluna þá erfiðustu sem hann hafi staðið í. lagðar á þrjá til fjóra milljarða og telur Vilhjálmur að þær séu bæði hóflegar og sanngjarnar. Vilhjálmur segist óttast að kjara­ deilan harðni enn frekar eftir því sem tíminn líður. „Ég sagði það strax í upphafi að deilan verð­ ur mun erfiðari eftir því sem hún dregst á langinn,“ segir Vilhjálmur sem tekur þó fram að deiluaðilar séu í sambandi þó að ekki sé búið að tímasetja fund hjá ríkissátta­ semjara. Spurður hvort krafan um lög­ bann á verkfallið sé orðin hávær­ ari, svarar Vilhjálmur að hann finni ekki fyrir því. Sjómenn hafa nú verið samningslausir í sex ár og Vilhjálmur segist ekki trúa því að það sé vilji útgerða að þvinga þá út á sjóinn með slíkum aðgerðum. Kergjan sé næg fyrir. Hann segir að ríkið megi endurskoða verkfærið sem lögbannið er, og velta því fyrir sér hvort það sé ekki sanngjarnara að ríki beiti slíkum vopnum frekar á atvinurekendur en launamenn. „En núna þurfa menn bara að klára þetta, og ekkert kjaftæði,“ segir Vilhjálmur að lokum á kjarn­ yrtri íslensku. Í hnotskurn Verkfallið hefur staðið yfir frá 15. desember eða um átta vikur. Sjó- mannaverkfall hefur aldrei staðið svo lengi á Íslandi. Eitt af stærstu málunum sem út af standa er að olíu verðsviðmiðun verði end ur skoðuð eða af num in. Sjómenn vilja að útgerðarmenn greiði mánaðarlega laun sem bæta skerðingu vegna sjómannafslátt- ar sem var sleginn af skömmu eftir hrun. Sjómenn fá engan afslátt á sköttum sínum og er áætlað að tekjutapið nemi um 300 þúsund krónum á ári. Alls sitja 140 útgerðir við samninga- borðið, en þær eru misstórar. Heildarkostnaður vegna krafna sjómanna er reiknaður á bilinu 3 til 4 milljarðar. Ef farið er miðja leið, og kostnaður vegna 3,5 milljarða er reiknaður jafnt niður á allar útgerð- ir, þá er kostnaðurinn 25 milljón- ir á útgerð. Það verður auðvitað að skoða þær tölur í samhengi við stærðir útgerða.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.