Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 11

Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 11
| 11FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 E N N E M M / S ÍA TAKK FYRIR TRAUSTIÐ Vínbúðin fékk hæstu einkunn í flokki smávöruverslana frá ánægðum viðskiptavinum og var í þriðja sæti yfir öll fyrirtæki í Íslensku ánægjuvoginni. Starfsfólk í 50 Vínbúðum víðsvegar um landið er stolt af árangrinum og þakkar traustið. Við erum staðráðin í að halda áfram að gera okkar besta í þjónustu og samfélagslegri ábyrgð. VIÐSKIPTAVINIR OKKAR GÁFU VÍNBÚÐINNI TOPPEINKUNN stjóra Prima, vegna framkvæmd- anna, en án árangurs. „Lóðareigandi á Laugavegi 4-6 kom hingað í janúar í fyrra, og sagði okkur að það yrði ónæði vegna framkvæmda í 2-3 mánuði. Ónæðið stendur enn, ári síðar,“ segir Hörð- ur. „Við þurftum að bregða á það ráð að kaupa hljóðeinangrandi eyrna- hlífar til að geta unnið í friði. Ferða- menn hringja á skrifstofuna okkar allan daginn og stundum greinum við ekki orðaskil vegna hávaðans.“ Í vikunni fékk Hörður sig fullsaddann þegar hann tók eftir því að starfsmenn Prima voru að mölva vegg á húsi hans, til að eiga auðveldara með að losa rusl frá byggingasvæðinu. Hann fullyrðir að framkvæmdirnar stangist á við deiliskipulag á svæðinu og hefur leitað til byggingafulltrúa borgar- innar með erindið. Upplifum þetta sem ofbeldi Í lok síðasta árs veittu borgarfull- trúar sérstaka heimild til að loka Laugaveginum tímabundið, svo verktakinn gæti athafnað sig bet- ur og verkið gengi hraðar fyrir sig. „Þetta er búið að taka alltof langan tíma og allir þarna í kring eru orðn- ir langþreyttir,“ sagði Hildur Sverr- isdóttir, Sjálfstæðisflokki, við Frétta- tímann í október. Morgunblaðið fjallaði einnig um reiði nágrannanna. „Við upplifum þetta sem ofbeldi,“ sagði Sigurveig Káradóttir, sem rekur Matarkistuna nálægt framkvæmdunum. Odd ný Guðmunds dótt ir, rekstr ar stjóri Mokka-kaff s, sagði sal inn oft vera tóm an þar sem viðskipta vin ir þyldu ekki hávaðan af fram kvæmd un um. Anna María Svein björns dótt ir, gull- smiður, sag ðist hafa mælt hávað- an í hundrað desi bel um og notaði eyrna hlíf ar í vinn unni. Skrautlegur ferill að baki Mennirnir að baki Prima ehf. eiga afar skrautlegan feril að baki. Fyr- irtækið hefur aukið umsvif sín á undanförnu ári og staðið í hverri stórframkvæmdinni á fætur annarri í miðbænum. En fyrirtækið kom fram á sjónarsviðið þegar starfsemi Brotafls var stöðvuð af yfirvöldum í fyrra. Þá var forsprakki Brotaf ls, Sigurjón G. Halldórsson, hnepptur í gæsluvarðhald, ásamt sambýliskonu sinni og tengdasyni. Var hann grun- aður um umfangsmikil skatta- og auðgunarlagabrot sem enn eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Við húsleitir fannst einnig kanna- bis og verulegar upphæðir í reiðu- fé. Handtökurnar voru hluti af rassíu yfirvalda gegn skattsvikum í byggingabransanum. Við nánari skoðun leist lögreglu ekki á aðstæður sem starfsmönnum Brotafls var boðið uppá. Þeir voru nánast allir frá Austur-Evrópulönd- um og leigðu herbergi af vinnuveit- endum sínum í nöturlegu iðnað- arhúsnæði, meðal annars við Funahöfða í Reykjavík. Fjölmargir starfsmenn bjuggu þar saman og höfðu óljósar hugmyndir um hver laun og réttur þeirra væri. Tvisvar mansalsrannsóknir Þegar Fréttatímann bar að garði í Funahöfða í fyrra hafði raf- magni hússins verið lokað vegna vangreiddra reikninga. Mennirn- ir sögðust greiða fimmtíu þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi, en leigan væri dregin af launum þeirra um hver mánaðamót. Þeir áttu því allt sitt undir vinnuveit- endum sínum, vinnu, laun og hús- næði. Lögregla hóf rannsókn á því hvort um mansal væri að ræða. Eftir viðtöl við starfsmennina taldi lögregla að þrátt fyrir nöturlegar aðstæður þeirra, væru mennirnir frjálsir ferða sinna. Því var horfið frá því að ákæra fyrir mansal. Sigurjón G. Halldórsson hafði áður verið ákærður og setið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að mansalsmáli. Þó að hann hafi ekki verið dæmdur til refs- ingar var ljóst að hann bjó yfir mikilvægum upplýsingum um málið. Fimm litháískir menn voru árið 2010 dæmdir í Hæstarétti fyrir þaulskipulögð brot gegn litháískri konu sem þeir fluttu til Íslands í þeim tilgangi að láta hana stunda vændi. Sigurjón var vinnuveitandi fjögurra þeirra sem hlutu dóma en hann flæktist sjálfur inn í málið með ýmsum hætti. Sigurjón var sá eini af hinum ákærðu sem ekki var sakfelldur fyrir aðild að málinu. Hann höfð- aði síðar mál gegn ríkinu og krafð- ist skaðabóta vegna miskans sem hann taldi sig hafa orðið fyrir, með- al annars í gæsluvarðhaldi. Dómar- ar komust að því að réttmætt hefði verið að dæma hann í gæsluvarð- hald vegna þeirrar vitneskju sem hann hafði um málið. Eins og sést er mikið nábýli í bakgarði við Laugaveg 4-6. Mynd | Hari „Ferðamenn hringja á skrifstofuna okkar allan daginn og stundum greinum við ekki orðaskil vegna hávaðans.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.