Fréttatíminn - 24.02.2017, Qupperneq 6
Lögreglumál Rannsókn ákæru-
valdsins í Svíþjóð á aðgerðum
Paolos Macchiarinis er flókin og
teygir sig til Íslands, Bandaríkj-
anna og Tyrklands
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Rannsókn sænsku lögreglunnar
á plastbarkamálinu hefur dregist
á langinn vegna þess hversu flók
ið og umfangsmikið málið er. Lög
reglan hefur þurft að yfirheyra
vitni og lækna frá mörgum lönd
um, meðal annars Íslandi, sem
flækir rannsóknina á plastbarkaað
gerðum ítalska skurðlæknisins Pao
los Macchiarinis. Hann er grunað
ur um tvö manndráp af gáleysi og
grófa líkamsárás.
Frá þessu er sagt í sænska blað
inu Dagens Nyheter en í máli sak
sóknarans sem fer með rannsókn
málinu, Jennie Nordin, kemur fram
að ákæruvaldið í Svíþjóð hafi meðal
annars þurft að setja sig inn í flókn
ar læknisfræðilegar spurningar til
að ná utan um málið. „Við höfum
yfirheyrt vitni og lækna frá útlönd
um – frá Íslandi, Bandaríkjunum,
Englandi, Tyrklandi og Belgíu, og
eigum enn eftir að halda nokkrar
yfirheyrslur.“
Einn af sjúklingum hans, Andem
ariam Beyene, var búsettur á Ís
landi og fékk græddan í sig plast
barka vegna krabbameins í hálsi
árið 2011 eftir að hafa verið sendur
til Karolinskasjúkrahússins í Sví
þjóð frá Landspítalanum. Andem
ariam lést árið 2014 en nú liggur
fyrir að engar vísindalegar sannan
ir lágu fyrir um að ígræðsla plast
barkans í hann gæti virkað. Frétta
tíminn hefur sagt frá því að læknir
hans á Íslandi, Tómas Guðbjarts
son, hafi verið yfirheyrður vegna
málsins en afar ólíklegt verður að
teljast að hann liggi undir nokkrum
grun í málinu.
Í máli Nordins kemur fram að ef
Macchiarini verður ákærður fyrir
plastbarkaaðgerðirnar þá verði það
í fyrsta lagi með vorinu.
Rannsóknin á plastbarkamálinu dregst á langinn
Macchiarini er grunaður um tvö
manndráp af gáleysi, meðal annars á
Andemariam Beyene sem búsettur var
á Íslandi. Lögreglurannsóknin á máli
hans hefur dregist á langinn í Svíþjóð.
6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017
Útdregið 90 x200 cm.
AUKARÚM
HÓTEL OG GISTIHEIMILI!
Reynsla – þekking – fagmennska
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar.
VÖNDUÐ HANDKLÆÐASETT
Hótelhvítt 450 gsm.
BAÐSLOPPAR
100% bómull.
HÓTELDÝNUR
OG HÓTELRÚM
LÖK OG
DÝNUHLÍFAR
SÆNGUR OG KODDAR
MIKIÐ ÚRVAL
www.ger.is
GER heildverslun
Bíldhöfði 20
110 Reykjavik
Sími: 558 1111
Netfang: ger@ger.is
Facebook felldi meðdómarann
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Sveitastjórnarmál „Það var gerð út
tekt hér á fjármáladeild sveitarfé
lagsins og eftir hana ákvað bæjar
stjórn að leggja niður starfslýsingu
fjármálastjóra og búa til nýja þar
sem meðal annars var krafist há
skólamenntunar. Mér var svo falið
að ganga frá starfslokum við hann,“
segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri
í Fjallabyggð, aðspurður um starfs
lok fjármálastjóra sveitarfélagsins,
Ólafs Þórs Ólafssonar, sem gegnt
hafði starfinu í 11 ár og unnið hjá
sveitarfélaginu í yfir 20. Aðspurð
ur um hvort fyrrverandi fjármála
stjóri hafi ekki verið með háskóla
menntun segir Gunnar að það hafi
verið „langt frá því“.
Aðspurður um hvort Gunnar telji
að starfsmaðurinn hafi ekki verið
hæfur til að gegna starfinu segir
hann: „Í úttektinni, sem er trún
aðarmál, segir að margt þurfi að
gera og laga og ákvað bæjarstjórn
þetta í kjölfarið.“ Aðspurður um
hvort hann hafi lagt línurnar um
starfslok fjármálastjórans segir
Gunnar: „Ég er náttúrulega fram
kvæmdastjóri en ég kem ekki með
tillöguna á bæjarstjórnarfundi,“
en að bæjarstjórn hafi samþykkt
skipulagsbreytingarnar sem fólu í
sér starfslok hans. Aðspurður um
hvort deilur hafi komið upp á milli
Gunnars og Ólafs um starfsemi
sveitarfélagsins segir hann að svo
hafi ekki verið.
Talsverð leynd hefur hvílir yfir
starfslokum Ólafs Þórs Ólafssonar
í Fjallabyggð og hefur málið vakið
umtal á Siglufirði. Trúnaður er yfir
tillögu um skipulagsbreytingar sem
fólu í sér starfslok hans sem rædd
var á bæjarstjórnarfundi í Fjalla
byggð þann 9. febrúar síðastliðinn,
eins og segir í fundargerðinni:
„Niðurstaða umfjöllunar og af
greiðsla bæjarstjórnar er skráð sem
trúnaðarmál.“ Þá var bæjarstjórn
armönnum gert að skrifa undir
trúnaðaryfirlýsingu um starfslok
Ólafs Þórs. Heimildir Fréttatímans
herma að óeining hafi komið upp á
milli Ólafs og Gunnars bæjarstjóra,
sem áður starfaði sem bæjarstjóri í
Kópavogi.
Málið hefur valdið deilum inn
an bæjarstjórnar Fjallabyggðar og
eru ekki allir sáttir við með hvaða
hætti gengið var starfslokum Ólafs.
Starf hans hefur nú þegar verið
auglýst með breyttri starfslýsingu
á vef Fjallabyggðar og er umsóknar
frestur til 27. febrúar.
Ólafur vill í samtali við Fréttatí
mann ekki ræða um starfslokin og
segir málið vera á viðkvæmu stigi.
„Það er mjög viðkvæm staða núna
og ég get því miður ekki tjáð mig
um þetta. Það getur bara skemmt
fyrir mér og ég er bundinn trún
aði.“ Gunnar segir að hann sé að
ganga frá starfslokum Ólafs þessa
dagana.
Fjármálastjóra
Fjallabyggðar sagt upp
með umdeildum hætti
Fjallabyggð hefur auglýst starf fjármálastjóra laust til umsóknar eftir að fyrr-
verandi fjármálastjóra var sagt upp störfum. Gunnar Birgisson bæjarstjóri var
hvatamaður að skipulagsbreytingum sem fólu í sér starfslok hans.
Gunnar Birgisson var hvatamaður að því að segja upp fjármálastjóra
Fjallabyggðar. Uppsögnin var umdeild í bæjarstjórn þó skipulags-
breytingar hafi verið samþykktar. Málið hefur vakið mikla athygli í
Fjallabyggð en fjármálastjórinn fyrrverandi hafði unnið hjá sveitarfé-
laginu í meira en 20 ár.
Sakamál Hæstiréttur Íslands
ómerkti dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur í Marple-málinu svo-
kallaða og gerir héraðsdómi að
endurtaka málsmeðferðina vegna
fréttadeilinga meðdómarans,
Ásgeirs Brynars Torfasonar, lekt-
ors í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands, á Facebook.
Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr
verandi forstjóri Kaupþings, Magn
ús Guðmundsson, fyrrverandi for
stjóri Kaupþings í Lúxemborg og
Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins
Marple Holding, voru allir dæmdir
til refsingar í málinu. Magnús fékk
þyngsta dóminn, eða átján mánuði,
en hinir tveir fengu hálft ár hvor.
Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrver
andi fjármálastjóri bankans, var
sýknuð.
Í niðurstöðu Hæstaréttar segir
að Ásgeir hafi ítrekað deilt fréttum
af dómsmálum gegn stjórnendum
Kaupþings og birti meðal annars
mynd af Magnúsi og Hreiðari Má
við frásögn um sakfellingu þeirra
í dómsmáli.
Svo segir Hæstiréttur orðrétt:
„Þær tilgreiningar verða ekki skild
ar á annan veg en þann, að með
dómsmaðurinn lýsi yfir stuðningi
við það, sem fram kom í því efni
sem hann tekur upp. Þá lýsir tal
hans um „bankabófa“ sem hann
viðhafði á árinu 2011 afstöðu hans
til stjórnenda bankanna, þar með
talið ákærðu.“
Málið er því ómerkt, og fyrirséð
að rétta þurfi í málinu á ný. | vg
Meðdómarinn deildi
meðal annars mynd
af Hreiðari Má.