Fréttatíminn - 24.02.2017, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 24.02.2017, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 frítt þrjár máltíðir á dag. Þannig geta leikmenn verið á fullum laun- um og einbeitt sér að fótbolta allan ársins hring. Heimaleikir kvenna- liðsins eru svo spilaðir á 22 þúsund manna leikvelli. Karlarnir leika á 62 þúsund manna leikvangi og að meðaltali koma um 30 þúsund manns á leikina þeirra. Nú er klúbb- urinn að byggja nýtt æfingasvæði sem mun nýtast okkar liði í fram- tíðinni. Þá verður ekkert til sparað því þeir vilja gera hlutina eins vel og hægt er.“ Er áhugi fyrir kvennaknattspyrnu í Kína? „Já, hann er að aukast en hann er ekki jafn mikill og á karlaboltan- um.“ Mikil breyting varð á Jiangsu klúbbnum þegar kínverska fyrir- tækið Suning gerðist aðal styrktar- aðili hans. „Þeir keyptu líka ítölsku risana Inter Milan í fyrra og ætla að gera þá að einu besta liði í Evrópu. Suning er risafyrirtæki og þar vinna um 200 þúsund manns, eða álíka margir og eru á íslenskum vinnu- markaði. Stefnan hjá þeim er að verða stærsta fyrirtækið í Kína árið 2020. Fyrirtækið byrjaði á því að selja loftræstikerfi en er nú á Asíu- markaði að gera svipaða hluti og Amazon, Youtube og Walmart, auk þess að vera umsvifamiklir á fast- eignamarkaði, fjármálamarkaði og í netsölu. Þeir eru sem sagt að vasast í ansi mörgu.“ Sigurður Ragnar segir mikla upp- sveiflu í kínverskri knattspyrnu. „Fótbolti hefur verið talsvert mikið stundaður í Kína en á undanförn- um árum hafa stórfyrirtæki keypt flest félögin í kvenna- og karlabolt- anum og komið inn með gríðar- legt fjármagn. Uppsveiflan byrj- aði karlamegin og nú eru þekktir leikmenn og þjálfarar komnir inn, líka í næstefstu deildirnar. Það er vilji hjá Kínverjum til að búa til sterkar deildir hjá bæði körlum og konum og koma landsliðum þeirra í fremstu röð. Þeir hafa fjárfest gríðarlega í uppbyggingu aðstöðu, þjálfunar- og knattspyrnuskólum og ég fullyrði að ekkert land vex jafn hratt í knattspyrnu og Kína.“ -Var það pólitísk ákvörðun að efla knattspyrnumenningu í landinu? „Já, forseti Kína er mikill áhuga- maður um knattspyrnu. Hann hef- ur mikinn áhuga á að knattspyrna fái aukið vægi í skólum og verði hluti af námskrá bæði hjá strákum og stelpum. Til stendur að opna tugi þúsunda knattspyrnuskóla í landinu á næstunni. Sumir þeirra verða styrktir af félögum í Evrópu. Erlend knattspyrnusambönd hafa líka þjálfað kínverska þjálfara og spænska knattspyrnusambandið er með þjálfaranámskeið hér úti, svo eitthvað sé nefnt. Svo hafa heims- þekktir þjálfarar tekið til starfa í kínversku ofurdeildinni.“ Með túlk í öllum samtölum Sigurður Ragnar segir það hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig að aðlagast nýjum menningarheimi en hann hafi þurft að tileinka sér nýjar starfsaðferðir í mörgu. „Það voru til dæmis viðbrigði að fara að þjálfa með túlki, hann endurtekur allt sem ég segi á kínversku. Öll samtöl sem ég á við leikmenn þurfa að fara í gegnum túlk því langfæstar stelpn- anna skilja ensku. Þetta gengur ágætlega og samskiptin við klúbb- inn og mína yfirmenn hafa verið til fyrirmyndar. Þau vilja byggja upp klúbb í fremstu röð og hafa reynt að verða við öllum mínum óskum. Ég finn mikinn stuðning frá þeim.“ -Hverjar voru þínar kröfur þegar þú réðst þig inn í þessar heimsklassa að- stæður? „Ég vildi kaupa tvo erlenda leik- menn, framherja og miðjumann. Þeir samþykktu það. Báðar eru nýir og frábærir leikmenn. Brasilíska landsliðskonan Gabriela Zanotti og norska landsliðskonan Isabell Her- lovsen sem var samningsbundin við Lillestrøm. Við þurfum að kaupa hana þaðan fyrir meiri pening en nokkur hefur borgað fyrir norskan leikmann áður. Félagið okkar var tilbúið að setja peninga í það. Hin liðin í deildinni hafa einnig keypt til sín erlendar landsliðskonur og því stefnir allt í að margir heimsklassa leikmenn spili í deildinni í ár. Við megum kaupa einn útlending í við- bót, en samkvæmt reglunum mega aðeins tveir útlendingar spila inn á í einu. Félagaskiptaglugginn er lok- aður þar til í júlí, þá getum við bætt við einum í viðbót.“ Undrandi á landsliðsþjálfaranum Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, reyndi Sig- urður Ragnar að fá til liðs við sig ís- lensku landsliðskonurnar Hallberu Guðnýju Gísladóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Freyr Alexanders- son landsliðsþjálfari greindi svo frá því á vefnum 433.is að hann hefði gert leikmönnum landsliðsins grein fyrir því að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Hall- bera Guðný og Dagný höfnuðu því tilboðum frá Sigurði Ragnari, þrátt fyrir að boðin hafi verið þau hæstu sem þær hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alex- andersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka. Allar kín- versku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sæt- um ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmað- ur í heimi, brasilíska landsliðskon- an Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir pen- ingar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum. Kínverjum er hinsvegar full alvara með sinni uppbyggingu. Þeir hafa sett takmarkanir á útlendinga- fjölda hvers liðs til þess að kín- verskir leikmenn fái tækifæri til að þroskast í sinni deild og verða betri. Mér finnst aðdáunarvert að mörg af stærstu fyrirtækjum í Kína taka virkan þátt í að byggja upp karla- og kvennaknattspyrnu til jafns og ekki síst barna- og unglingaknattspyrnu. Ég held að nú standi yfir bylting í kínverskri knattspyrnu og þeir hafa langtímamarkmið í huga. Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrn- ukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í við- ræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverk- efnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið. Ég spyr á móti hvert vandamálið sé við að spila í kínversku deildinni? Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leik- menn og leikmenn geta ekki ein- beitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kín- verskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnu- iðkun, eins og karlar? Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“ Kaupir ekki góðan liðsanda Að sögn Sigurðar Ragnars vinna um hundrað manns með félögun- um þremur, Inter Milan, karla- og kvennaliði Jiangsu Suning. „Hjá þeim höfum við aðgang að sérþekk- ingu í hvíld og endurhæfingu leik- manna og tæknilegum atriðum sem varða þjálfun. Þetta er ofboðslega stórt batterí og við finnum að þeir styðja hundrað prósent við bakið á okkur. Ekki eins og hjá sumum fé- lögum sem þykja kvennaliðin skipta minna máli og styðja þau bara að nafninu til. Nú er talað um að fara með kvennalið okkar í æfingaferð til Evrópu og það sést á allri um- gjörð að félaginu er alvara með að byggja upp topplið.“ -Er hægt að kaupa allt fyrir peninga til að skapa framúrskarandi lið? „Ég veit það ekki. Það er hægt að kaupa góða leikmenn og góða að- stöðu. En þeir efla ekki sjálfkrafa hugarfar leikmanna þinna. Þú getur ekki keypt sigurvilja, liðsmenningu eða góðan liðsanda. Peningar búa ekki til leikskipulag og vinnufram- lag í leikjum. Þannig að það er margt sem þjálfari þarf að koma inn hjá liðinu sínu og svo er þetta undir leikmönnunum komið.“ Sigurður Ragnar gagnrýnir að íslenskir landsliðsmenn megi spila í Kína en ekki landsliðskonur. Hann reyndi meðal annars að fá landsliðskonuna Hallberu Guð- nýju Gísladóttur til Kína. Sigurður Ragnar er vongóður um að vinna kínversku ofurdeildina með liði sínu í ár. „Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.