Fréttatíminn - 24.02.2017, Page 24

Fréttatíminn - 24.02.2017, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 Grand Indókína Víetnam, Laos og Kambódía | 14.- 31. okt. Verð frá: 655.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi. Verð án Vildarpunkta: 665.900 kr. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS „Þarna höfum við Tardis, sem er tímavélin úr Dr. Who þáttunum, sem ferðast um tíma og rúm. Og Abbey Road, Bítlarnir eru að labba inn í Tardis því mér finnst þeir svo tímalausir. Ég er bæði mikill Bítla- og Dr. Who aðdáandi og er ekki hrifin af því að vera með tattú eins og all- ir aðrir. Mér fannst þetta ágætisleið til að koma þessu tvennu til skila,“ segir Helga Dís Björgúlfsdóttir um húðflúrið sem hún skartar á öðrum framhandleggnum. Í síðustu viku lét hún svo bæta við tattúið til að lífga það aðeins. „Ég er alltaf hrifnari af því að hafa tattú í lit en að hafa það svart- -hvítt. Ég er bara þannig týpa. Svo þóttu mér Bítlarnir alltaf í hálf lausu lofti af því það var engin gangbraut undir þeim. Þannig ég lét bæta við eldingunni sem var framan í Dav- id Bowie á Aladdin Sane albúminu. Ég ákvað að láta setja líka Satúrun- us, geimflaug, geimskip, vetrarbraut og einhverjar stjörnur. Þetta á að vera úti í geimi. Mér fannst vanta þá tengingu við tímavélina,“ útskýrir Helga. En áður hafði hún látið bæta orðinu „Imagine“ við sem hún teikn- aði upp sjálf. Tattúið er ekki bara litríkt og frumlegt, með djúpa merkingu, heldur er það líka gert í þremur borgum. Reykjavík, Lissabon og San Franscisco. Svokallað heims- borgaratattú, eins og Helga orðar það. Hún segir marga hafa hrósað tattúinu, en þeir sem eru ekki að fíla það hafa haft sig minna í frammi. „Þeir sem hafa ekki skoðun sem er mér í hag hafa þagað. Nokkrir í vinnunni hafa til dæmis spurt um tattúið og þegar ég hef sýnt þeim það þá sé ég á þeim að þau eru ekk- ert rosa hrifin,“ segir Helga og hlær. Hún gerir sér grein fyrir því að það hafa ekki allir sama smekk og þetta er hennar. „Ég var með „tribal“ tattú á öxlinni sem ég fékk mér með því að labba inn á tattústofu og benda á mynd. Það var alveg agalegt, en ég er búin að láta hylja það.“ | slr Helga vill ekki vera með eins tattú og einhverjir aðrir. „Þetta er fyrir alla sem geta haldið athygli lengur en í eina mínútu. Þurfa ekki dúndrandi bassa og vilja heyra einhverja sögu eða til- finningu í laginu,“ segir tónlist- armaðurinn Markús Bjarnason um tónlistina sem verður spiluð á Reykjavík Folk Festival sem stend- ur yfir dagana 2. til 4. mars. Mark- ús er einn þeirra sem koma fram á opnunartónleikunum en hann segir mjög fjölbreytta flóru tónlist- armanna troða upp á hátíðinni. Allt frá 15 ára stelpum í hljóm- sveitinni Rugl upp í djasstónlistar- manninn Tómas R. Einarsson. „Það er allskonar tónlist sem passar inn í þennan geira í dag. Íslensk þjóðlagatónlist er í raun mjög óljóst hugtak og opið. Við erum ekki eins og Írar og Skot- ar sem fóru á fullt í þetta fyrir nokkrum áratugum. Við erum ekki með mandólín, fiðlu eða banjó, sem er eitthvað sér- íslenskt,“ útskýrir Markús. Það er einmitt ástæðan fyrir því að aðstandendur hátíðarinn- ar nota frekar frekar enska heitið. „Maður tengir eiginlega „folk music“ við eitthvað meira en þjóð- lagatónlist. Maður hugsar strax bara Krummi svaf í klettagjá þegar einhver talar um þjóðlagatónlist. Það er mjög skrýtið hvernig eitt orð getur haft mismunandi merk- ingu. Ef þetta myndi heita Hin íslenska þjóðlagahátíð, þá væri kannski bara eldra fólk að fara að mæta, en með því að hafa þetta á ensku þá verður þetta meira „festi- val“,“ segir Markús Fyrir alla sem geta haldið athygli Markús segir hugtakið íslensk þjóðlagatónlist mjög óljóst og opið. Með Bítlana, David Bowie og Tardis á handleggnum Helga Dís kemur ákveðnum pælingum til skila með litríku tattúi á framhandleggnum. Hún veit að það er ekki allra, en hún er mjög ánægð með útkomuna. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.