Fréttatíminn - 24.02.2017, Síða 30

Fréttatíminn - 24.02.2017, Síða 30
Á fyrstu vikum barnsins er móðir- in oft bundin við brjóstagjöf, auk þess sem hún er að jafna sig eftir barnsburðinn. Í stað þess að gefa föt á nýfædda barnið í sængur- gjöf eru hér nokkrar hugmyndir að gjöfum sem léttir undir með mjólkandi móður. MATARKARFA – Veldu í körfu hollan mat sem fljótlegt er að elda. Til dæmis heilhveitipasta og pestósósu eða tilbúna hollusturétti sem þarf bara að hita upp. Líka granólastykki, gulrætur, banana, hnetur, samlokur, og annan mat sem hægt er að borða með annari hendi þegar móðirin situr og gefur barni á brjóst. EINANGRAÐ MÁL MEÐ LOKI OG STÚT – Svo móðirin geti drukkið heitt kaffi eða te á meðan hún gefur á brjóst án þess að eiga það á hættu að hella niður á barnið sjóðandi heitum drykk. NÁTTSLOPPUR OG INNI- SKÓR – Kemur að góðum notum þegar það þarf að fara fram úr um miðja nótt til að sinna barninu. HLJÓÐBÆKUR – Það getur verið gott að hlusta á hljóðbók á meðan verið er að sinna barninu, hvort sem verið er að gefa því á brjóst, baða eða kúra með það. FALLEGT NÆTURLJÓS – Mild birtan kemur í veg fyrir að barnið og foreldrarnir glaðvakni þegar verið er að sinna næturgjöfinni. EYRNATAPPAR OG SVEFN- GRÍMA – Sumar mæður eru ofurnæmar fyrir öllum Matur, eyrnatappar og inniskór hljóðum sem barnið gefur frá sér. En móðirin þarf á svefni að halda og þegar pabbinn stend- ur vaktina getur verið gott að hafa eyrnatappa og svefngrímu við höndina til að heyra síður í barninu. Við ætlum að bæta við um 100 síðum og þar mun kenna ýmissa grasa. Ég á ótrúlegt magn af efni sem mig langar að deila, aðallega frá öðr- um foreldrum. Síðan bætast nýir pistlahöfundar og sérfræðingar í hópinn auk þess sem við munum leggja meiri áherslu á pabbana og parasambandið,“ segir Þóra Sig- urðardóttir um nýja útgáfu For- eldrahandbókarinnar sem gefin verður út á næstunni. Foreldrahandbókin hefur verið ófáanleg síðustu þrjú árin og hafa eintök gengið kaupum og sölum í mömmuhópum og á sölusíðum. Lengi hefur verið unnið að uppfær- slu og viðbótum við bókina og hefur Þóra ákveðið að safna fyrir prentun og útgáfu á Karólínafund. „Hópfjármögnun er ótrúlega sniðugt fyrirbæri, ekki síst þegar verið er að forselja hlutina eins og er í þessu tilfelli. Þarna eru vænt- anlegir lesendur að hjálpa mér að kljúfa þann mikla kostnað sem fylgir prentun bókar með því að kaupa hana í forsölu. Svo erum við með alls konar sniðugar útfærsl- ur í boði. Bók og veggmynd, bók og barnapössun eða bók og heim- keyrsla. Sú hugmynd kviknaði hjá mér og vinkonu minni sem vill svo heppilega til að er móðir tvíbur- anna sem prýða forsíðu bókarinn- ar. Okkur fannst þetta mjög sniðug hugmynd. Að skella sér í húsmæðra- orlof og rúnta í kringum landið og keyra keypt eintök upp að dyrum. Ég sé ekkert nema kostina. Þarna fæ ég tækifæri til að hitta lesendur og fara í smá orlof... á húsbíl, með bestu vinkonu minni. Þetta er pínu galið en það er aldrei að vita hvað gerist. Fyndnast væri auðvitað ef bókin myndi mokast út og ég yrði marga daga að keyra hringinn. Það yrði samt góð saga og mögulega fullkomið sumarævintýri tveggja húsmæðra á húsbíl,“ segir Þóra. Hefur margt breyst síðan bókin var fyrst gefin út? „Það hefur ótrúlega lítið breyst í þessum hefðbundnu „foreldrafræð- um“ frá því að bókin kom fyrst út enda var hún mjög vel og rækilega unnin og mjög svo í takt við tíðar- andann. Mestu breytingarnar sem ég merki er aðkoma feðranna sem er sífellt að verða sýnilegri og eðli- legri. Þeir fá því stærra pláss í nýju útgáfunni enda þeirra sjónarhorn og reynsluheimur ótrúlega dýrmæt- ur. Það má alls ekki gera lítið úr því. Það er alveg jafn mikið stórmál fyr- ir karlmann að verða foreldri eins og það er fyrir konur. Gamlar hug- myndir um kynjahlutverk hefta okkur fremur en hitt og koma í veg fyrir að við blómstrum í hlutverk- inu en þetta er mikið að breytast og það er svo ótrúlega góð þróun.“ Þóra hefur haldið úti samnefndri vefsíðu undanfarin ár og segir hún af nægum umfjöllunarefnum að taka. „Vefsíðan varð til í kjölfar bókar- innar enda átti ég svo mikið efni og til mín leituðu svo margir sem vildu deila sinni reynslu. Ég opnaði því vefsíðuna og hún hefur alla tíð verð ótrúlegt fyrirbæri. Þar inni þrífst ótrúlega fallegt samfélag sem byggir á hugmyndafræðinni að foreldrar séu foreldrum bestir. Það er enginn dæmdur, bara verið að deila góð- um ráðum og sjálf tek ég þessu öllu saman temmilega alvarlega. Og það er svo þakklátt þegar ólíkar radd- ir heyrast því við erum svo ólík og upplifum foreldra er svo misjöfn. Við getum hæglega speglað okkur í hvert öðru en það getur líka ver- ið svo hættulegt. Hvað ef hlutirnir ganga ekki jafn vel hjá okkur og ein- hverjum öðrum? Erum við þá verri að einhverju leyti? Það er þetta sem ég hef leitast við að uppræta. Þessi samanburður sem á sjaldnast er- indi. Sjálf hef ég verið dugleg við að fyrirgefa mér bresti mína en ver- ið mjög virk í að vera betri. Suma daga er ég frábær mamma og aðra öllu síðri. En ef maður er með hug- ann við efnið, er með sjálfan sig í stöðugri naflaskoðun og leitast í ein- lægni við að vera gott foreldri þá er ekki spurning um að það tekst. Við þurfum ekki að vera fullkomin – bara góð.“ Sækir fólk í fróðleik um þessi mál? „Já. Það er mikill áhugi á þessum málaflokki – ekki spurning. Börnin okkar skipa ótrúlega stóran sess í lífi okkar og við viljum lesa og fræðast. Þetta vekur forvitni og við tengjum við reynslu annarra. Þetta er mjög skemmtilegur hópur í alla staði og ég er gríðarlega þakklát fyrir hvað Foreldrahandbókinni hefur verið vel tekið. Við erum núna með um 20 þúsund notendur í hverri viku sem er bara frábært held ég... fyr- ir lítinn fjölmiðill sem rekinn er af hugsjóninni nánast einni saman.“ Meiri áhersla á pabbana en áður Þóra Sigurðar- dóttir hefur að undanförnu unnið að endur- bættri útgáfu Foreldrahand- bókarinnar og ætlar að safna fyrir útgáfunni á Karólínafund. Mynd | Hari Þóra Sigurðardóttir undirbýr nýja útgáfu af Foreldrahandbókinni. Bókin kom fyrst út árið 2010 og hefur verið uppseld í yfir þrjú ár. Hundrað blaðsíður bætast við nýju útgáfuna og pabbarnir fá stærra hlutverk enda er reynsluheimur þeirra afar dýrmætur. 2 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017HEILSA MÓÐUR&BARNS Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Difrax vörurnar fást í völdum apótekum og verslunum, sjá nánar á /Difrax Ísland Pelinn sem börnin og foreldrarnir elska S-PELINN VARA ÁRSINS 2017 Í FRAKKLANDI Tvö Líf Álfheimar 74 Glæsibæ S:5178500 | www.tvolif.is | /barnshafandi

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.