Fréttatíminn - 24.02.2017, Side 32
Hér eru nokkrar ein-faldar æfingar sem barnshafandi konur geta gert heima án þess að þurfa að fara í
æfingagallann eða taka frá sérstak-
an tíma fyrir líkamsrækt. Þetta eru
styrkjandi æfingar sem geta haft
mikið að segja þegar líður á með-
gönguna og undirbúa líkamann
fyrir þá áreynslu sem fæðingunni
fylgir. Æfingarnar bera mestan ár-
angur ef þær eru gerðar daglega.
Magaæfingar í sófanum
Sittu með krosslagða fætur og
stuðning við bakið. Leggðu hend-
urnar á magann. Haltu bakinu
og öxlunum kyrrum á meðan þú
andar inn í gegnum nefið um leið
og þú þenur út magann. Andaðu út
um munninn um leið og þú dregur
magann inn, ýttu naflanum inn í
átt að bakinu.
Styrkir maga- og
grindarbotnsvöðva.
Hnébeygjur á meðan
tennurnar eru burstaðar
Stattu bein, með axlabreidd á
milli fóta. Haltu í borðbrún eða í
vaskinn til að missa ekki jafnvæg-
ið. Beygðu þig í hnjánum eins og
þú ætlir að setjast og gættu þess að
lyfta ekki hælunum upp af gólfinu.
Gerðu að minnsta kosti fimm hné-
beygjur á hverjum degi.
Axlir styrktar á meðan
þú horfir á sjónvarpið
Sittu bein í baki með fæturnar
á gólfinu. Hafðu axlirnar slakar.
Dragðu axlirnar aftur um leið og
þú klemmir saman herðablöðin.
Ímyndaðu þér að þú sért að halda
á litum bolta á milli herðablað-
anna. Haltu spennunni í nokkrar
sekúndur. Endurtaktu 10 sinn-
um. Þetta bætir líkamsstöðuna og
styrkir vöðva sem reynir á þegar
þú ert með barn á brjósti.
Styrkir bakvöðva.
Líkaminn
undirbúinn
Æfingar sem falla að hversdagsleikanum
Guðrún Jónasdóttir er
verslunarstjóri í Móðurást
og hafsjór af fróðleik og allt
sem snertir móður og barn.
Allar nánari
upplýsingar m
á
finna á www.
modurast.is.
4 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017HEILSA MÓÐUR&BARNS
Unnið í samstarfi við MS.
Næring ungbarna er einstaklega mikilvæg og skiptir miklu máli til að þau dafni vel. Fyrstu
mánuðirnir eru tiltölulega einfald-
ir að þessu leyti, en fylgi barnið
sinni vaxtarkúrfu og sé vært dugir
móðurmjólk og/eða rétt blönduð
þurrmjólk því vel.
Í kringum sex mánaða aldur-
inn fer barnið að kynnast nýjum
fæðutegundum og smám saman
byrjar það að borða fjölbreyttan
mat með öðru heimilisfólki. Sam-
fara þessu tímabili kynna margir
foreldrar stútkönnu fyrir börnun-
um og þá er gott að gefa börnun-
um vatn og Stoðmjólk við þorsta
og með mat.
Stoðmjólk er unnin úr íslenskri
kúamjólk og mælt er með notk-
un hennar í stað nýmjólkur fyrir
börn frá sex mánaða til tveggja
ára aldurs. Stoðmjólkin var þróuð
af MS að beiðni og í samvinnu við
samstarfshóp um næringu ung-
barna á vegum Manneldisráðs,
Landlæknisembættisins, barna-
lækna við Landspítalann, félags
barnahjúkrunarfræðinga og félags
heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.
„Við framleiðslu hennar er tekið
sérstakt tillit til næringarþarfa
ungra barna og hún er líkari móð-
urmjólk að samsetningu en venju-
leg kúamjólk. Stoðmjólk hefur
lægra próteininni-
hald en kúamjólk
en það, ásamt
járnbætingu
Stoðmjólkur,
hefur já-
kvæð áhrif
á járnbú-
skap barna
sem er
viðkvæm-
ur á þessu
aldurs-
skeiði,“
segir
Björn S.
Gunnars-
son, vöru-
þróunar-
stjóri MS.
„Enn frem-
ur er bætt
í Stoðmjólk
C-vítamíni sem
örvar járnupptöku og sérstaða
Stoðmjólkurinnar umfram
erlendar þurrmjólkurblöndur er
að hún er tilbúin til drykkjar og
próteinsamsetningin í henni er
æskilegri en í þurrmjólkurafurð-
um,“ bætir Björn við.
Nýjustu rannsóknir
hafa sýnt að íslenska
Stoðmjólkin hefur haft
jákvæð áhrif á járnbú-
skap í aldurshópnum
6 mánaða til tveggja
ára og mælist hann
nú mun betri en
áður. Hún er seld í
500 ml fernu sem
talin er hæfilegur
dagskammtur af
mjólk og mjólkur-
mat þegar barnið
er farið að borða úr
öllum fæðuflokkum.
Stoðmjólk hentar vel
samhliða brjósta-
gjöf en mælt er
með áframhaldandi
brjóstagjöf svo lengi
sem hugur stendur
til hjá móður og barni.
Hentugur og hollur
valkostur fyrir
barnið þitt
Stoðmjólk er líkari
móðurmjólk að
samsetningu en
venjuleg kúamjólk.
Aukin áhersla á netverslun
Móðurást er verslun sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur móður og barni.
Unnið í samstarfi við Móðurást
Við leggjum mikla áherslu á þarfir ungra mæðra og að þær séu ánægðar með þá þjónustu sem Móðurást
býður upp á. Því höfum lagt aukna
áherslu á netverslunina,“ segir
Guðrún Jónasdóttir, verslunar-
stjóri í Móðurást.
Móðurást er sérverslun sem
leggur áherslu á allt sem viðkemur
móður og barni.
Þar er einstaklega gott úrval af
vörum sem eru ætlaðar mæðrum
og börnum þeirra.
Móðurást rekur einnig glæsi-
lega vefverslun sem er eina elsta
vefverslun landsins og hefur verið
á vefnum síðan 2002 og fagnar því
15 ára afmæli í ár.
Vefversluninni er mjög aðgengi-
leg og úrvalið glæsilegt og þar er
opið allan sólarhringinn.
Einnig er verið að taka upp
þá nýjung að í vefversl-
uninni verður enn
meira úrval og bæði
verður hægt að
sækja þær vörur
sem eru sérmerkt-
ar „aðeins í vef-
verslun“ í búðina
þegar tölvupóstur
er kominn um að
pöntun sé tilbúin til
afhendingar eða fá sent
heim með Íslandspósti.
Að sögn Guðrúnar er lögð aukin
áhersla á vefverslunina þar sem
Guðrún skynjar aukna eftirspurn
eftir þeirri þjónustu þar sem mæð-
ur eru oft bundnar heima við með
börn sín.
Úrvalið í Móðurást hverfist ekki
bara um brjóstagjöf og mjaltavélar
þó að þjónustan í kringum hvort
tveggja sé afar fjölþætt.
Þar er að finna mikið úr-
val gjafavöru, burðarpoka fyrir
krílið, Silvercross vagna og aðrar
Silvercross vörur. Einnig eru mjög
vinsælir gamaldags ullarnærbol-
ir á börn frá fæðingu til sjö ára,
framleiddir á Íslandi úr einstaklega
mjúkri ull.
En þær vörur sem eru einna vin-
sælastar er fatnaður fyrir mjólk-
andi mæður. Þegar konur eru með
barn á brjósti skiptir miklu máli
að vera í þægilegum fatnaði sem
auðveldar aðgengi að brjóstunum.
Guðrún leggur áherslu á að úrval
gjafahaldara og gjafafatnaðar sé
eins og best verður á kosið. Einnig
hefur búðin verið vinsæl meðal
kvenna sem nota sérlega stórar
stærðir og gjafahaldara, allt upp í
skálastærð K.
Allar nánari upplýsingar má
finna á www.modurast.is.