Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 4
Sakamál Tónlistarmaðurinn Gunnar Waage hefur mátt sæta ofsóknum síðustu mánuði vegna skrifa sinna gegn rasisma á vefsíð- unni Sandkassinn.com. Þannig braut óprúttinn aðili þrjár rúður á heimili Gunnars, með hamri, í síðustu viku. Þá voru einnig framin skemmdarverk á heimili Gunnars fyrir áramót, en hann seg- ir það hafa gerst skömmu eftir að út- varpskonan Arnþrúður Karlsdóttir birti heimilisfang hans á spjallsíðu Íslensku Þjóðfylkingarinnar á Face- book. „Það var tekin ákvörðun hérna um að tjá sig ekki um þetta og mýkja skrifin,“ sagði Gunnar þegar blaða- maður hafði samband við hann en hann kaus að tjá sig ekki efnislega um málið. Hann staðfestir að hann hafi kært skemmdarverkin til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann lýsir hinsvegar málinu á Face- book og segir þar: „Það er í framhaldi sameiginleg ákvörðun okkar hér heima að örygg- is vegna, þá mun ég breyta skrifum mínum á Sandkassanum, enda er það ráðlegging þessa lögreglufull- trúa í stað þess að hefja rannsókn á morðhótunum og skemmdarverk- um.“ Gunnar hefur haldið vefnum Sandkassinn úti um hríð sem má lýsa sem herskáum skoðanavef gegn rasisma hverskonar. Efni síðunnar hefur ratað fyrir dómstóla, en kona var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir skömmu fyrir að deila grein af síðunni um Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmann á Útvarpi Sögu, með 4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Hreiðar Már Sig- urðsson fékk lán hjá sveitarfélaginu til þess að kaupa Rásar- húsið í Þorlákshöfn. Gunnar Waage hefur haldið úti skoðana- síðunni Sandkassinn. com Segir rasista hafa brotið rúður á heimili sínu með hamri Þrjár rúður voru brotn- ar á heimili Gunnars Waage. Þetta er í annað skiptið sem það gerist á nokkrum mánuðum. fyrirsögninni: „Kúkur mánaðarins“. Stjórnendur Útvarps Sögu hafa kveinkað sér vegna skrifa Gunnars og kallað hann netníðing og gagn- rýnt hann harðlega. Gunnar gerir athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í færsl- unni og segir í lokin: „Það er sem sagt málfrelsi rasista og ofbeldisfólks sem þarf að verja, við hin eigum samkvæmt ráðleggingum lögreglu að láta lítið fyrir okkur fara.“ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is HANDKLÆÐAOFNAR Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Verðdæmi: Beinn hvítur 50x80cm kr. 7.890 Boginn hvítur 60x120cm kr. 10.890 Beinnn króm 50x120cm kr. 16.890 Boginn króm 50x80cm kr. 12.890 Hvítir og króm, beinir og bognir, margar stærðir! Bankamál Hagnaður íslensku bankanna er enn gríðarlegur þótt hann hafi mikið minnkað frá því sem mest var. Þrátt fyrir að skrúf- að hafi verið fyrir vöxt íslenskra banka erlendis eru þeir enn mun fyrirferðarmeiri í efnahagslífinu en í öðrum löndum. Þrátt fyrir það eru engar hugmyndir um að minnka þá áður en ríkið selur hluta af eign sinni í bönkunum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Samanlagður hagnaður stóru við- skiptabankanna þriggja, Arion-, Lands- og Íslandsbanka, var tæp- ir 57 milljarðar króna í fyrra. Það er næstum helmingi minni hagn- aður en árið á undan, þegar hann var tæplega 110 milljarðar króna. Áhrif endurmats eigna vó minna í fyrra en mörg undanfarin ár. Segja má að bankarnir séu að mestu bún- ir að innleysa hagnaðinn af því að hafa tekið við miklu af eignum og lánasöfnum á lágu verði við stofn- un, eignum sem síðan hafa reynst verðmeiri og lánum sem hafa reynst tryggari. Samanlagður hagnaður bank- anna þriggja frá 2009 er um 568 milljarðar króna á núvirði. Það er rétt tæplega 3,5 prósent af uppsafn- aðri landsframleiðslu yfir tímabilið, 28. hver króna sem fór um íslenska hagkerfið var dregin upp sem hagn- aður í gegnum starfsemi bankanna. Þetta hlutfall er stjarnfræðilegt. Samanlagður hagnaður bandaríska bankakerfisins er yfirleitt um og undir einu prósenti af landsfram- leiðslu. Og er fyrirferð bankakerf- isins þó eitt af heitustu pólitísku málunum í Bandaríkjunum. Krafa Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, og tæp- lega 90 þúsund annarra Íslendinga um aukin framlög til heilbrigðis- mála, snerist um að 11 prósent landsframleiðslu rynnu í heil- brigðiskerfið. Bankarnir hafa tek- ið um þriðjung þess til sín í gegn- um hagnað af rekstri og endurmat eigna. Í fyrra, þegar endurmat eignasafna hafði að mestu þegar skilað sér í hagnað fyrri ára, var hagnaður bankanna um 2,4 prósent af landsframleiðslu, nærri þrisvar sinnum hærri en bandaríska hlut- fallið. Fyrirferð íslensku bankanna í efnahagslífinu hefur verið til um- ræðu á Íslandi árum og áratugum saman. Það hefur lengi legið fyrir að þeir eru of stórir, starfsmenn of margir, vaxtamunur of mikill og völd þeirra of mikil svo að hollt geti talist fyrir efnahagslífið. Þessi umræða hefur þó ekki verið fyrir- ferðarmikil að undanförnu, jafnvel þótt núverandi ríkisstjórn sé með það á stefnuskrá sinni að selja hlut sinn í bönkunum. Engin áform eru um að minnka bankana áður, kljúfa á milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabanka eða setja þeim einhverjar hömlur. Eiginfjárhlutfall íslensku bank- anna er óvenjuhátt, bæði í sögu- legu samhengi og í samanburði við banka í nágrannalöndum okkar. Með því að færa það niður í um 15 prósent, sem er um tvöfalt hærra en var árin fyrir Hrun, mætti greiða hluthöfum út mikið fé og kæmu þá um 140 milljarðar króna í hlut rík- isins. 28. hver króna endar sem hagnaður banka Frá Hruni hefur hagnaður bankanna numið um 3,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er miklu hærra hlutfall en þekkist í nágrannalöndum okkar. Viðskipti Norskir fjárfestar eignast enn stærri hlut í Arnarlaxi með sölunni á bréfum Tryggingamið- stöðvarinnar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Engar upplýsingar liggja fyrir um hvaða fjárfestar það eru sem hafa keypt þriggja prósenta hlut í norsku móðurfélagi laxeldisfyrirtækis- ins Arnarlax, Kvitholmen AS, af Tryggingamiðstöðinni. Viðskiptin voru tilkynnt í Kauphöll Íslands í vik- unni þar sem Tryggingamiðstöðin er skráð félag. Viðskiptin fóru fram í gegnum norska verðbréfafyrirtæk- ið Arctic Securities og miðlara hjá því fyrirtæki sem heitir Alexander Borgen. Líklegt þykir, samkvæmt heimild- um Fréttatímans, að norskir hlut- hafar í Kvitholmen hafi keypt hlut- inn og að Arnarlax sé því að enn stærra leyti komið í eigu norskra að- ila. Kvitholmen á 100 prósenta hlut í Arnarlaxi og er stærsti hluthafi þess norska laxeldisfyrirtækið Sal- mar AS. Söluverð hlutarins var tæp- lega 465 milljónir íslenskra króna. Tryggingamiðstöðin heldur eftir 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen. Kjartan Ólafsson, stjórnarformað- ur Arnarlax og Kvitholmen, segir að hann viti ekki sjálfur hver keypti hlutabréfin af Tryggingamiðstöð- inni. Hann segir að það muni koma í ljós þegar hlutahafalisti Kvitholmen verði uppfærður í norsku kauphöll- inni. Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að fyrirtækið hafi engar upplýsingar um hverjir keyptu hlutabréfin sem farið hafi fram í gegnum umræddan verðbréfamiðlara. Fréttatíminn hefur fjallað um það að norsk laxeldisfyrirtæki horfi nú auknum mæli til Íslands þar sem verð laxeldisleyfa í Noregi er orðið mjög hátt enda framleiðslan þar 1,3 milljónir tonna á ári meðan hún er um 20 þúsund tonn á Íslandi. Við- skiptin með hlutabréf Trygingamið- stöðvarinnar renna enn frekari stoð- um undir þetta. Á huldu hver keypti hlutinn í Arnarlaxi Hlutafé Arnarlax er nær alfarið í eigu norskra fjárfesta og bæta þeir enn við eignarhluti sína með kaupunum á nær helmingi af hlutabréfum Trygginga- miðstöðvarinnar í fyrirtækinu. Víking- ur Gunnarsson er framkvæmdastjóri Arnarlax. Viðskipti Sveitarfélagið Ölfus samþykkti að lána Hreiðari Má Sig- urðssyni og félögum 33 milljónir til fasteignakaupa í bænum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Í fyrsta lagi er sveitarfélagið ekki banki,“ bókaði Ármann Einarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Ölfusi, en bókunin er tilkomin vegna óvanalega hag- stæðs láns sveitarfélagsins til kaupa á Rásarhúsinu svokallaða í Þorláks- höfn. Bæjarstjórn samþykkti söluna á fimmtudaginn. Á bak við kaupin standa með- al annars Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, ásamt Finnboga Gylfasyni, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs 66° Norður. Ármann segir að það skipti hann litlu máli hverjir kaupi húsið, sem á að nýta undir ferðaþjónustu og fleira, hann hafi hinsvegar áhyggj- ur af því sem hann kallar „óeðlileg kjör“ í bókuninni. Í fundargerð bæjarstjórnar kem- ur fram að kaupandinn er SF2014 ehf., og að eignin sé seld á 33 millj- ónir króna. Ármann, ásamt Guð- mundi Oddgeirssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, gera hinsvegar athugasemdir við að sveitarfélagið lánar þeim félögum allt fé til kaupa á húsinu með verðtryggðu veðskulda- bréfi til 5 ára með 25 ára endur- greiðsluferli sem ber 5% vexti. Að auki veitir bæjarfélagið kaupanda greiðslufrest í 6 mánuði frá undir- ritun kaupsamnings. „Ég hefði talið eðlilegra að lán- ið væri veitt til eins árs,“ segir Ár- mann sem þykir sveitarfélagið fara þarna nokkuð út fyrir tilgang sinn með því að lána fyrir kaupunum. Ármann áréttar að hann hafi engar athugasemdir við starfsemina eða þá sem að málinu koma, en bendir á það sé óhefðbundið að sveitarfélag láni alfarið fyrir eign sem það selur og það með svona góðum kjörum. „Eðlilega leiðin væri að setja húsið í almennt söluferli hjá fasteignasölu, þannig væri málið hafið yfir gagn- rýni,“ segir Ármann. Hreiðar Már og Finnbogi eiga fyrir Hótel Búðir á Snæfellsnesi, en Hreið- ar hefur keypt upp allnokkur hót- el víða á landinu síðustu misseri, ásamt eiginkonu sinni. Ölfus lánar Hreiðari Má 33 milljónir Húsið er við Selvogsbraut 4 í bænum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.