Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 48
Námsefni fyrir börn um fjármálalæsi Með aukinni meðvitund um fjár- málalæsi undanfarin ár hefur ver- ið horft til grunnskólanna. Nú er svo komið að fjármálalæsi er kom- ið inn í aðalnámskrá grunnskóla. Aflatún er námsefni fyrir börn á aldrinum 6 - 14 ára sem hefur ver- ið þróað af Háskólanum í Reykja- vík og Stofnun um fjármálalæsi. Sparnaður og skilningur á fjármál- um skipa stóran sess í náms- efninu. Einnig er rík áhersla á að börnin öðlist þekkingu á mann- réttindum, umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Þá er lögð sérstök áhersla á frumkvæði og meðvitund um mikilvægi nýsköp- unar og eitt af meginmarkmiðum er að nemendur taki sig saman og skipuleggi og framkvæmi samfé- lagslegt eða fjárhagslegt framtak sem hefur jákvæðar breytingar að leiðarljósi. www.fe.is/aflatun Oft getur verið gagnlegt að einfalda hlutina Þótt fólk sé langskólagengið í hagfræði eða viðskiptafræði er lítið sem ekkert kennt um heimil- isbókahald eða rekstur heimilisins í þeim fræðum. Þá er oft gott að leita til í brunn ömmuhagfræðinn- ar. Ekki flækja hlutina, einfalt er oft best. Ömmuhagfræði gengur út á að einfalda hlutina eins og mögulegt er og þannig að sem flestir skilji þá. Að eyða aldrei um efni fram, fara sparlega með hlutina sem maður á og umgangast hlutina af virðingu. Aldrei að henda matar- afgöngum, heldur nota þangað til þeir eru fullnýtir. Lagfæra föt sem koma göt á í stað þess að henda þeim. Næst þegar þú ert velta fyrir þér þínum eigin fjármálum skaltu hafa ömmuhagfræðina í huga og spyrja sjálfan þig spurningarinnar. Hvað hefði amma gert? • Ekki eyða meiru en þú aflar. Einfaldur sannleikur sem fellur aldrei úr gildi. • Losaðu þig við yfirdráttinn, mjög óhagstæðir vextir sem geta verið íþyngjandi. • Haltu heimilisbókhald, það marg borgar sig að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin. • Skipulegðu matarinnkaup- in vel, ekki fara svangur út í búð og kauptu meira í einu og sjaldnar. • Hjólaðu frekar en að keyra, það er góð hreyfing, gott fyrir umhverfið og gott fyrir fjár- haginn. • Farðu vel yfir fasta útgjalda- liði heimilisins og fáðu tilboð í tryggingarnar þínar, farsímann og þar fram eftir götunum. Nokkur góð sparnaðarráð Mikilvægi sparnaðar og þess að fylgast vel með því í hvað peningarnir mínir fara. • Drekktu vatn, frekar en gos eða aðra sykraða drykki. Gott fyrir líkamlega og fjárhagslega heilsu. • Afþreying er oft stór útgjalda- liður, vertu sniðug/ur og farðu í sund, fjallgöngu eða eitthvað sem kostar ekki mikla peninga. 8 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017FJÁRMÁLALÆSI

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.