Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Þórdís Björg fer með reglu- lega með tíkina sína í heim- sókn á líknardeildina, sem heimsóknarvinur hjá Rauða krossinum. „Við tökum hundana með okkur og spjöllum við fólk á meðan það klappar þeim og gefur nammi,“ segir Þórdís Björg sem er heim- sóknarvinur með tíkina sína Nölu hjá Rauða krossinum, en áður fór hundurinn Charlie með henni. Bæði eru þau af gerðinni Standard Poodle. Að vera heimsóknarvinur fel- ur í sér að fara í heimsóknir til einstaklinga, oft þeirra sem eru mikið einir eða félagslega ein- angraðir, og stofnanir eins og elli- heimili og líknardeildina í Kópa- vogi, en Þórdís fer þangað. „Ég er búin að fara á minn stað í átta ár og hitti oft deyjandi fólk. Það gef- ur því ótrúlega mikið að fá okkur í heimsókn. Þetta er líka mjög gef- andi fyrir mig. Það er gott að geta glatt veika einstaklinga og létt þeim lund.“ Til að verða fullgildur heim- sóknarvinur þurfti Þórdís að sækja tvö námskeið og hundurinn að fara í skapgerðarmat. En mik- ilvægt er að hann búi yfir góðri skapgerð og þoli að láta ókunn- uga faðma sig og klappa, sem Nala gerir svo sannarlega. En Þórdís segir hana spennta fyrir verkefn- inu og taki það mjög alvarlega. „Þegar við förum í heimsókn- ir þá fær hún rauðan klút um hálsinn, merktan Rauða krossin- um. Og um leið og maður setur klútinn á hundinn þá veit hann að hann að fara í vinnuna og hagar sér samkvæmt því. Nala er mikill orkubolti og hún gerir sér grein fyrir því að þegar hún er með klútinn þá verður hún að haga sér á ákveðinn hátt. Hún veit að hún má ekki hlaupa og verður ganga á Nala veit nákvæmlega hvað hún er að fara að gera þegar klúturinn er settur á hana.Nala styttir veiku fólki stundir milli og leyfa fólki að klappa sér.“ Þórdís segir þónokkuð marga hunda taka þátt í verkefninu um allt land og henni finnst sérlega gaman að þetta sé leyft á Íslandi, í ljósi þess að hundar eru gjarnan bannaðir á opinberum stöðum. „Ég hef aldrei hitt einstakling sem er mótfallinn þessu, sem er alveg frábært.“ Allir geta orðið heimsóknarvin- ir hjá Rauða krossinum með því að skrá sig á raudikrossinn.is | slr Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Mér leið eins og öll vinnan mín, að búa hér, læra og vinna skipti engu máli því ég er með útlenskt nafn. Svo var ég bara pirruð og full og breytti um nafn,“ segir Alice Bower sem breytti nafninu sínu í Aðalheiður Eyvör Pálsdótt- ir til að athuga hvort hún fengi fleiri atvinnuviðtöl. Alice er frá Bretlandi en hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjú og hálft ár. Hún útskrifaðist nýlega með BA gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands og talar góða íslensku. „Kostar bara 6000 krónur“ Upplifun Alice á íslenskum vinnu- markaði er á þann veg að vinnu- veitendur lesi ekki einu sinni umsókn hennar eða ferilskrá al- mennilega heldur geri ráð fyrir að hún tali litla íslensku. Alice sótti því um nafnabreytingu síðasta sumar þegar henni fannst leit sín að sumarvinnu ekki ganga nægi- lega vel. „Þegar ég mætti í viðtöl spurði fólk mig alltaf á ensku hvort ég talaði smá íslensku og hélt að ég hefði bara flutt til landsins fyrir viku. Vinkonur mínar sögðu mér að kannski myndi þetta ganga betur ef að ég skipti yfir í íslenskt nafn.“ Svo eitt kvöldið, þegar Alice var vel í glasi, sótti hún um nafn- breytingu sem gekk svo í gegn í september. „Þú getur gert þetta bara á netinu og það kostar bara 6000 krónur,“ segir Alice kímin. En að hennar sögn er auðveldara að útskýra nafnbreytinguna fyrir fólki en að fá engin viðtöl yfirhöf- uð. Vildi heita Mjaðveig „Ég var með allskonar hugmynd- ir um skemmtileg nöfn og vildi heita Mjaðveig, eins og Mjaðveig Mánadóttir kóngsdóttir.“ En Alice er, að eigin sögn, oft kölluð því viðurnefni þegar vinkonurnar fara út á lífið. „Þetta er líka eina íslenska kvenmannsnafnið sem er samansett úr tveimur orð- um yfir áfengi,“ segir Alice og hlær. „Mamma var hinsvegar ekki hrifin af því og benti mér á að ástæðan fyrir því að ég væri að breyta nafninu væri að ég vildi fá betri vinnu og þá ætti ég ekki að heita Mjaðveig.“ Úr varð því nafnið Aðalheiður Eyvör en nafnið á sömu rætur og Alice og má því segja að Alice hafi íslensk- að eigið nafn. Skoða ferilskrána ekki „Núna heiti ég nafni sem ég get ekki einu sinni borið rétt fram, ég kynni mig samt alltaf sem Alice nema ef ég er að sækja um vinnu eða lán.“ Samkvæmt Alice er auð- veldara fyrir fólk með erlend nöfn að sækja um vinnu ef það hefur alist upp hér á landi og er með tengslanet hér. „Ef allir þekkja þig og þú ert með tengslanet er ein- faldara að vera með útlenskt nafn. Ég þekki marga sem eru í góðum störfum og gengur mjög vel með útlensk nöfn. Það eru fáir sem þekkja mig.“ Alice kveðst nefnilega ekki hafa orðið fyrir neinum fordómum á Ís- landi heldur snúist nafnbreytingin fremur um tilraun á því hvort hún fái fleiri atvinnutilboð ef hún ber íslenskt nafn. Hún hefur enn ekki komist að því hvort að nafn- breytingin hafi tilætluð áhrif, þar sem hún hefur haldið sig í sömu vinnunni með skólanum. „Þetta er svona allstaðar, ég myndi ekki vilja heita Aðalheiður í Bretlandi,“ segir Alice ákveðin enda ætlar hún að halda Aðalheiðar nafninu inn- an Íslands. Alice breytti nafninu sínu í Aðalheiður til að athuga hvort hún fengi betri vinnu með íslenskt nafn. Hún á þó enn eftir að láta reyna á hvort nafnbreytingin hafi virkað. Mynd | Hari Datt í það og breytti um nafn Alice Bower breytti nafninu sínu í Aðalheiður Eyvör til þess að athuga hvort hún fengi ekki betri vinnu með íslenskt nafn. Hún íhugaði samt að breyta nafninu í Mjaðveig enda er það eina kvenmannsnafnið sem felur í sér tvö heiti yfir áfengi. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls var stofnuð í vikunni í litlu húsi í Skerjafirðinum. Samtökin styðja við nepölsku samtökin sem kosta nepalskar stúlkur til náms. Forsprakki samtakanna er Guðrún Harpa Bjarnadóttir sem fann samtökin eftir like á Instagram frá hinni írönsku Söru Safari, sem vinnur með samtökunum. „Ég fór í Everest Base Camp í Nepal í haust og heillaðist af fólki og umhverfi. Þarna er gríðarleg fátækt en allir eru svo glaðir og gjafmildir, þetta er alveg ótrúlegt fólk.“ Eftir heimkomuna fór Guðrún á stúfana í leit að samtökum sem hún gæti stutt við í Nepal og rakst á Empower Nepali girls samtök- in. „Svo kom þetta bara upp í hendurnar á mér. Sara like-aði mynd hjá mér og ég fór að skoða prófílinn hennar og sá að hún er í tengslum við þessi samtök.“ Guðrún varð heilluð af Söru, sögu hennar í Nepal og samtökun- um, sem eru bandarísk-nepölsk og hafði samband við Söru. Af- raksturinn var því að Íslandsdeild samtakanna var stofnuð með þeim tilgangi að safna fjármun- um. „Samtökin hafa styrkt um 300 stelpur en hafa bara einn starfsmann, þannig nær allir fjár- munir fari beint til stúlknanna og styrkja þær til náms. Því er hægt að sporna við því að stúlkur verði giftar barnungar eða seldar í kyn- lífsþrælkun.“ Þann 6. mars mun fyrsti viðburður félagsins vera haldinn í HR þar sem Sara Safari sjálf mun tala. | bsp Guðrún Harpa og mað- urinn hennar fóru til Nepals í haust. Fann samtökin eftir Instagram-like

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.