Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 24

Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Grand Indókína Víetnam, Laos og Kambódía | 14.- 31. okt. Verð frá: 655.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi. Verð án Vildarpunkta: 665.900 kr. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Fákafeni 9 | sími 553 7060 Opið mánud. - föstud. 11-18 & laugard. 11-16 www.gabor.is | facebook.com/gaborserverslun ur, deitar á netinu, vinnur jafnvel á netinu og er sagt upp á netinu.“ Gestur kallar það „Short Cut“ að lifa þannig lífi. Bílfarmar af vínyl á haugana Ýmir Einarsson er fastakúnni í Lucky Records. Hann býr í grenndinni og kíkir reglulega inn í búðina. „Þetta er „hangoutið“ mitt, það eru engar sjoppur lengur, þannig að einhvers- staðar verður fólk að vera. Ýmir rek- ur kaffihúsið Vínyl á Hverfisgötu og einu horninu er hann með kassa af plötum til sölu. „Það var aldrei ætl- unin að selja mikið, heldur meira hugsað sem skraut. En áhugi fyrir vínyl eykst jafnt og þétt og ég þarf reglulega að fylla á kassann.“ Hann f lettir í gegnum plötu- stafla á gólfinu og segir þar gjarn- an leynast plötur á niðursettu verði með útlitsgalla. Hann heldur á Jimi Hendrix plötu þar sem límingin á umslaginu hefur þornað upp og vantar innra umslagið. Sjálfur leigir hann geymslu út í bæ undir sínar eigin vínylpötur sem eru í kringum tíu þúsund eintök. „Á tímabili var fólk að henda heilu bílförmunum af vínyl og það munaði litlu að ég myndi henda plötusafn- inu mínu á sínum tíma. En það er að breytast, núna er miklu erfiðara að finna vínyl í til dæmis Góða hirðin- um. Fólk passar betur upp á plöturn- ar sínar núna, af því að það er mark- aður fyrir þær.“ „Ég myndi ekki segja að þetta sé bara nostalgía. En vínyl býður upp á allt aðra stemningu,“ segir Ýmir. Platan og plötuspilarinn eru miklu fallegri hlutir en geislaspilari og diskur. Það er hægt að horfa og dást að plötualbúmi heila eilífð en það er ekki hægt að stara á svona disk,“ seg- ir Ýmir og nær í geisladisk í hulstri og heldur honum uppi fyrir framan nefið á sér. „En notkun geisladiska er að vísu hverfandi á Íslandi með tilkomu Spotify og niðurhals af því að fólk nær í sína músik á netinu og hleður því beint á tölvuna.“ Munurinn á bylgju og kassa „Vínylplöturnar eru analog, sem þýðir að þú hlustar á kassa þegar þú hlustar á geisladisk en bylgjur þegar þú hlustar á vínyl. Þetta er svipað og munurinn á því að horfa á olíu- málverk og mynd í photoshop á tölv- unni. Auðvitað er hægt að vera með nógu marga kassa eða pixla þannig að þú heyrir bylgju, en þetta eru samt alltaf kassar,“ segir Ýmir. Annað sem réttlætir þennan vín- yl lífsstíl er, samkvæmt Ými, það að fólk er að átta sig á því að það hefur ekki áhuga þessum hraða og að fólk situr uppi með drasl og engan tíma- sparnað. Ýmir tekur upp símann sinn og dregur puttann yfir skjáinn og segist ekki þola þetta. „Mig langar í skífusíma aftur, eitthvað sem virkar. Þegar geisladiskarnir komu á markað þá var Ómar Ragnarsson með innslag í sjónvarpinu þar sem hann hélt því fram að það væri hægt að spila „frisbie“ með geisladiskum og allir svo ánægðir með þessa nýj- ung. En það er bara ekki þannig og það er hryllingur að sitja uppi með rispaðan geisladisk, það þekkja all- ir. En ef þú ert með rispaða plötu þá stendur þú bara upp og lyftir nálinni yfir rispuna,“ segir Ýmir og brosir sínu breiðasta og bætir við að: „þótt að ég sé vínylfrík þá er ég ekki Anal- -log.“ 78 snúninga grammófónplatan Björn kemur oft við í Lucky Records á leið sinni á Háskólabókasafnið. Hann er að leita að 78 snúninga plötum sem voru hérna um daginn en þær hafa verið færðar til, segir hann og skimar í kringum sig. „Ég er að leita að plötum á Pholyphone grammófóninn minn. Hann er með innbyggðan hátalara en tekur aðeins 78 snúninga grammófónplötur. Það er gífurleg vinna að spila 78 snún- inga, þú þarf alltaf að vera að snúa við og trekkja upp, þú hlustar bara í eina og hálfa eða tvær mínútur í senn, það er ekkert hægt að leggjast fyrir með rauðvínsglas og láta líða úr sér. „Ég hef ekkert vit á músík, ég kann ekki að lesa nótur, þannig að ég er bara „amatör“. En ég held mikið upp á chileska píanóleikar- ann Claudio Arrau og túlkun hans á Chopin,“ segir Björn og snýr „volume“ takkanum á gömlum Phil- ips magnara, árgerð 70. „Ætli það sé í lagi með magnarann?“ spyr Björn „Já, já það er búið að fara vel yfir græjurnar áður en þær fara í sölu,“ svarar Þórir. Nemi frá Pandabjarnalandi Qing Zhou er nemandi í stjörnufræði í Hollandi en kemur upphaflega frá Chengdu í Sichuan í Kína sem er nánar tiltekið þar sem pandabjörn- inn heldur til og jarðskjálftinn var árið 2008, útskýrir hún. Qing Zhou kom til Íslands til að skoða norður- ljósin, en hefur ekki haft heppnina með sér í þeim efnum þannig að hún settist niður í Lucky Records til þess að kynna sér skandinavíska músík sem er víst „besta músík í heimi“, eins og einhver sagði henni. Hún þekkti sænska músík áður en hún kom til landsins og er núna að kynna sér íslenska músík og líst mjög vel á disk með „Ojbarasta“ sem hún er með í eyrunum í augnablikinu. Tvær plötubúðir á Húsavík Þórir Georg Jónsson hleypur stund- um í skarðið og afgreiðir í Lucky Records þegar þá vantar aðstoð, eins og í dag. Jafnframt hefur Þórir gefið út heilmikið af eigin músík og eitt- hvað af því er í hillunum hjá þeim í Lucky Records. Þórir lifir og hrærist í pönkinu. Þórir segir að pönkbylgjunni hafi skolað til Íslands fjórum árum eftir að hún gerði garðinn frægan á Vest- urlöndum en tíu árum síðar lagði hún leið sína norður á Húsavík. Þór- ir, sem er Húsvíkingur fæddur 1984, var þá tíu ára gamall. Þegar pönk- ið nam land á Húsavík voru tvær plötubúðir í kaupstaðnum. Þórir og félagar hans á Húsavík kolféllu fyrir pönkinu. Það var tónlistin frekar en einhver lífsafstaða, segir Þórir. Það var lítið um nælur og hanakamba á 10. áratugnum. „Ef það var ein- hver tíska þá var það andímynd, það þótti töff að vera „andkúl“ og „andtöff“. Notuð föt og þessi andstíll var mótsvar við rokktónlistina þar sem ímyndin er í forgrunni,“ segir Þórir. Pönkið hverfur aldrei „Við stofnuðum mörg bílskúrsbönd sem lifðu góðu lífi á Húsavík. Á með- an ég og vinir mínir hlustuðum á pönkmúsík voru aðrir í sveitinni fyr- ir norðan sem hlustuðu á Nirvana og Metalica. Átján ára flutti Þórir suður til Reykjavíkur að leita uppi pönkið. Þá var mikið að gerast í pönkinu fyr- ir sunnan. Mínus að byrja, sem var hörku pönkhljómsveit til að byrja með, áður en þeir meikuðu það og urðu smart. Pönkið hverfur aldrei, segir Þórir, sem hefur meðal annars tekið þátt í pönkhljómsveitunum Adapt og Hryðjuverk. „Ég finn mér alltaf eitthvað að gera, segir Þórir. Í dag spila ég á gítar í hljómsveitinni Rot. Pönksenan hverfur aldrei,“ seg- ir hann. Albúmið er ástæðan fyrir graffinu Þorsteinn Otti Jónsson er tíður gestur í Lucky Records. Hann seg- ist oft koma bara til að skoða og fá innblástur en kaupa minna. Hann starfar sem grafískur hönnuður í dag, en eftir nokkra ára graff á ung- lingsárunum hóf hann nám í Lista- 78 snúninga vínylplata. Þetta albúm með Iron Maiden er ástæðan fyrir því að ég fór að graffa, segir Þorsteinn Otti. Hekla erfði bítlaplötusafn ömmu sinnar. Þórir Georg hefur gefið út eigin músík á hljóðsnældum Viðskiptavinur að leita að 78 snúninga plötum á Pholyphone grammófóninn sinn. háskólanum. „Þetta albúm með Iron Maiden er ástæðan fyrir því að ég fór að graffa sem síðar lagði grunninn að mínum listaáhuga og starfi í dag,“ segir Þor- steinn með „Life after Death“ albú- mið í höndum. „Iron Maiden spilaði í Reykjavík þegar ég var tólf ára en mamma leyfði mér ekki að fara. Það var al- gjört áfall og ég grét í koddann. Þetta var „Fear of the dark“ túrinn þeirra og þeir hengdu upp stór plaköt út um allan bæ. Fyrst og fremst var það „coverið“ sem greip athygli mína. Ég teiknaði þessar myndir eftir albúm- inu þúsund sinnum, aftur og aftur, en músíkin var aukaatriði, ég hlust- aði á hana síðar.“ Þorsteinn segist aðallega safna nýbylgju pönki og góðu íslensku pönki í Rokk í Reykja- vík tíðarandanum. „En albúmið verður að kalla til mín,“ segir Þor- steinn Otti. Erfði bítlaplöturnar hennar ömmu Hekla Egilsdóttir vinnur í gjafa- vörubúð í miðbænum og kemur við í Lucy Records flesta miðviku- daga þegar hún á frí í vinnunni. Hún flettir í gegnum plöturnar sem hafa komið inn í vikunni og segist vera alæta á músik. Í dag er hún að ná í plötu með Phil Spector sem Gestur tók frá fyrir hana. Hún er líka að velta fyrir sér 9. sinfóníu Beethovens og Abbey Road með Bítlunum. Hekla á stórt plötusafn sem hún fékk frá pabba sínum og annað frá ömmu sinni. Hún er sem sagt þriðja kynslóð plötusafnara. „Þegar amma dó, árið 2009, erfði ég allar bítlaplöturnar frá henni og síðan hef ég verið einlægur bítlaað- dáandi, segir Hekla og virðir fyr- ir sér plötualbúmið og myndina af fjórum piltum að ganga yfir Abbey Road. Hekla segir alla elska Bítlana þannig að plöturnar þeirra rjúki út um leið og eintak rati í Lucky Records. „Mér finnst miklu skemmtilegra hljóðið af vínylplötum og elska athöfnina að setjast niður með kaffi eða rauðvín og hlusta á heila plötu. Á netinu ertu alltaf að skrolla og hlustar bara á eitt lag í einu. „Ég á bæði „suitcasespilara“ og svo á ég Sony hljómflutningsgræjur. Ég elska athöfnina að setja plötu á fón- inn með kaffi eða rauðvín og hlusta á heila plötu en ekki eitt lag í einu eins og á netinu. Ég sé aldrei eftir því að kaupa plötu. Ég fæ alltaf eitt- hvað út úr því,“ segir Hekla. „Þetta er svipað og munurinn á því að horfa á olíumál- verk og mynd í photoshop á tölvunni. Auðvitað er hægt að vera með nógu marga kassa eða pixla þannig að þú heyrir bylgju, en þetta eru samt alltaf kassar,“ Marco og Randolf frá Suður Þýska- landi eru komnir til landsins að skoða íslenska náttúru og leita upp þungarokk. Þeir komu við í Lucky Records og keyptu kasettu með hljóm- sveitinni skáphe2.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.