Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Máni hefur átt erfitt uppdráttar í skólanum vegna eineltis, en að sögn móður hans verður hann fyrir stöðugu áreiti ákveðins hóps skólafélaga. Hann hefur engan áhuga á því að falla í inn hópinn eða eiga marga vini, en þráir að fá að vera í friði eins og hann er. Máni er einhverfur, greindur með add og kvíðaröskun. Hann er öðruvísi. Síðasta sumar kom hann út úr skápnum og móðir hans segir áreitið þá hafa versnað til muna. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Bernharð Máni Snædal er litrík- ur og skemmtilegur 13 ára dreng- ur sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Stundum með bleikt hár, stundum með gloss og jafnvel maskara. Hann vill bara fá að vera hann sjálfur, en skólafé- lagarnir gera honum erfitt fyrir, að hans sögn. Máni, eins og hann er alltaf kallaður, er einhverfur og greindur með add og kvíðaröskun sem hefur ágerst upp á síðkastið. Fimm ára gamall var hann orðinn að skotmarki jafnaldra sinna sem uppnefndu hann og áreittu því hann var öðruvísi. Og ekki batn- aði ástandið þegar hann kom út úr skápnum fyrir ári. Sagt að drepa sig Að sögn Natalíu Óskar Ríkarðs- dóttur Snædal, móður Mána, hafa verið tveir forsprakkar í gerenda- hópnum og hafa þeir gengið hvað lengst í áreitinu og ofbeldinu. „Svo fylgja hinir því þeir eru svo töff. Hann er með einhverfurófsrösk- un og þetta byrjaði í tengslum við það. Hann er öðruvísi og kannski veikari fyrir stríðni vegna þess. Þeir Ég fylgi draumum mínum og vil lifa venjulegu lífi Þegar Máni kom út úr skápnum fór honum að líða betur, en áreitið í skólan- um hefur hins vegar aukist. Myndir | Hari áreittu hann fyrst út af því,“ seg- ir Natalía. Áreitið hefur svo ágerst með árunum, en dalaði þó aðeins þegar umræddir forsprakkar skiptu um skóla í tvö ár. Svo komu þeir aft- ur og þá var fjandinn laus á nýjan leik, að sögn mæðginanna. „Þá var komin ný ástæða því ég var nýkominn út úr skápnum,“ segir Máni. „Þá varð þetta bara of- beldisfyllra og andlega og líkam- lega ofbeldið hefur verið rosalegt síðan. Það er veist að honum og hann kallaður öllum illum nöfn- um. Honum er sagt að fara heim að drepa sig. Hann fær skilaboð um að hann eigi ekki skilið að lifa. Þetta er orðið mjög þreytt. Hann verður fyrir áreiti af hálfu þessara einstak- linga hvar sem hann hittir þá. Það er aldrei friður. Við tókum okkur samt til í haust og „blockuðum“ ansi marga á facebook-inu hans þegar skilaboðin fóru að berast.“ Ráðlagt að stuða ekki Máni opnaði sig um líðan sína á facebook nýlega eftir atvik á skóla- skemmtun sem að hans mati var kornið sem fyllti mælinn. Hann segir skólafélaga hafa veist að sér með einhverju sem brenndi hann, líklega kveikjara. „Það var atburð- urinn sem varð til þess að ég vildi fella grímuna og segja frá,“ segir Máni einlægur. Natalía styður að sjálfsögðu son sinn í að opna um- ræðuna, enda hefur hún barist gegn eineltinu með honum síð- ustu árin. „Við höfum stanslaust reynt að uppræta þetta en það hef- ur gengið illa,“ segir Natalía og það fer ekki á milli mála að hún er orðin langþreytt á ástandinu „Það hef- ur verið talað við þessa drengi en það gerist ekki neitt og þeir halda áfram,“ segir Máni sem ber sig vel, þrátt fyrir allt. „Honum er bara sagt að passa sig. Að hann eigi að passa hvernig hann hagar sér og kemur fyrir. Stundum langar hann að vera málaður en honum er bent á að það sé kannski betra að sleppa því. Hann fær þær leiðbeiningar frá skólastarfsfólki. Honum er ráðlagt að stuða ekki krakkana,“ segir Natalía. „Þegar ég var nýkominn út úr skápnum þá sögðu þau að ég ætti ekki að vera að mála mig strax. Ég ætti frekar bíða með það. Ég vil mála mig til að líta fallega út. Mér er skítsama hvað þeir segja. Þetta er óþarfa hatur,“ segir Máni. „Hann er búinn að standa sig ótrúlega vel þó kvíðaröskunin hafi versnað. En hann er ekkert að reyna að falla inn í hópinn. Hann vill bara fá að vera hann sjálfur í friði. Hann þarf ekkert að eiga marga vini. Hann er ekkert að leit- ast eftir því. Hann er bara að leit- ast eftir því að fá að vera til og vera með sínum vini,“ segir Natalía. „Ég vil bara eiga gott líf,“ bætir Máni við, en hann á einn góðan vin í skól- anum sem hann er mikið með. Krakkarnir hafa áhyggjur „Þetta er rosalega ömurlegt. Mér líður mjög illa yfir þessu. Ég er bú- inn að hitta sálfræðing undanfarið og er í listmeðferð. Þetta er hægt og rólega að brjóta mig, hefur haldið mér niðri, “ segir hann aðspurður um eigin líðan. „Við erum búin að fara í skóla- stjórnendur og ræða við þá. Við höfðum bara verið að ræða við starfsfólk skólans og héldum að það kæmi þessu áleiðis, en skólastjórn kom af fjöllum. Við erum búin að vera að reyna að uppræta ofbeldið í mörg ár í samstarfi við starfsfólk sem við töldum vera að koma þessu áleiðis. En okkar upplifun er sú að málinu hafi verið sópað til hliðar og honum pínulítið kennt um að vera of litríkur karakter. Við erum búin að hafa samband við skóla- og frístundaráð en eigum eftir að heyra frá þeim. Við ætlum að sjá hvernig verður tekið á þessu núna áður en við tökum næstu „Það er veist að honum og hann kallaður öllum illum nöfnum. Honum er sagt að fara heim að drepa sig. Hann fær skilaboð um að hann eigi ekki skilið að lifa. Þetta er orðið mjög þreytt.“ www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is 598 000 kr. Gullni þríhyrningurinn+strandir GOA 339 000 kr. 161 700 kr. Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa Moskva-Pétursborg 298 000 kr. Úzbekistan og Túrkmenistan 488 000 kr. Kákasusfjöll 379 000 kr. HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA Víetnam, Kambódía+ Moskva 8. - 23. apríl I 15 nætur UM HAUST INDVERSKT SUMAR ÆVINTÝRALJÓMI 8 nætur TRANSILVANÍU19. - 26. maí GEORGIA OG AZERBÆDSJAN 9. - 19. september I 10 nætur SILKILEIÐIN MIKLA 7. - 19. október I 12 nætur SIGLING KEISARALEIÐIN 30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur 11 nætur 14.-25. nóvember ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.