Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Ýmislegt bendir til þess að Trump sé að þjappa saman konum (og körl-um) gegn þeim öflum sem komu honum í for- setastólinn fyrir nokkrum vikum. Þann 21. janúar, daginn eftir inn- setninguna, voru skipulögð mót- mæli í rúmlega 60 löndum og rúm- lega 5 milljónir manns fóru út á götu að mótmæla. Þar á meðal í Serbíu, Myanmar, Líbanon og Reykjavík. Mótmælin voru ýmist skipulögð eða haldin að frumkvæði amerísku sam- takanna Women ś March on Was- hington. Öflug þátttaka í Bandaríkj- unum kom á óvart en hún var miklu fjölmennari en búist var við í að- draganda mótmælanna. Einkennsi- merki andstöðunnar er bleik húfa með kisueyrum „Pussyhat“ skírskot- un til kvenfyrirlitningar núverandi forseta Bandaríkjanna. Mótmælin halda áfram Baráttukonur í Bandaríkjunum hafa ekki látið staðar numið og eru þegar að skipuleggja næstu mótmæli sem verða á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars. Mótmælun- um síðastliðinn janúar var beint að Trump og setu hans í Hvíta húsinu. Mótmælin sem verða 8. mars eru hinsvegar samstaða við verka- konur og konur í þjónustu- og um- önnunarstörfum, konum í engum störfum og konunum sem gátu aldrei tekið þátt í rússíbanareiðinni um best launaða starfið. Mótmælin eru viðbragð við kapítalisma og ný- frjálshyggju og viðbragð við femín- isma sem þróaðist á tímum nýfrjáls- hyggjunnar og hvatti konur áfram í keppni um forstjórastóla frekar en Önnur bylgja kven- réttindabaráttu varð til á sjöunda áratugn- um. Markmiðið var að draga úr áhrifamætti feðraveldisins og meðfæddum rétti karlmannsins til þess að ríkja yfir konum. Ljósmyndin er eign Kvennasögusafnsins og tekin á Kvenna- frídeginum 1975 í Reykjavík. Silfurhærðir femínistar snúa aftur og blása lífi í baráttuna Bandarískar kvenréttindarkonur biðla til kvenna um allan heim að safnast saman 8. mars og mótmæla. Angela Davis og Gloria Steinem, sem voru háværar á sjöunda áratugunum, boða 4. bylgju femínisma. Tilefnið er að yfirgefa „Lean-in“ femínisma, 3. bylgjuna, og taka upp kvenréttindabaráttu sem höfðar til 99% kvenna. samstöðu gegn ofríki fyrirtækja og hnattvæðingu. Ákall bandaríska femínista „Á síðustu 30 árum, hafa lífskjör verkakvenna og fólks almennt versn- að,“ segir í yfirlýsingu frá 8 banda- rískum baráttukonum sem boða 4. bylgju feminisma og skrifa und- ir yfirlýsingu sem ber yfirskriftina: Beyond Lean-in Feminism. Hugtakið „Lean-in“ má með- al annars rekja til titils á einskon- ar sjálfshjálparbók hjá sjálfskipaða femínistanum Sheryl Sandberg, sem er ein af stjórunum á Facebook. Sheryl, sem er vellauðug, leggur til að konan vinni sig upp metorðastig- ann eins og hún sjálf gerði. Sheryl þessi gaf út bókina Lean in: woman, work and will to lead. Hugmyndir hennar um kven- frelsi eru miðaðar út frá heimi stór- fyrirtækjanna, og þar sem konur í þjónustustörfum, verkakonur, ein- stæðar mæður, atvinnulausar kon- ur, innflytjendur og blankar konur og flestar konur hafa ekki skilyrði til þátttöku. Hvað er „Lean-in“ femínismi? Hugtakið Lean-in er samofið 3. bylgju femínisma sem að sumu leyti endurómaði tugguna um eflingu kvenna og þá sérstaklega um hæfni þeirra að vinna sig upp metorða- stiga stórfyrirtækja, lögfræðistofa, stofnana á alþjóðlegum eða opinber- um grundvelli. Hinn sameiginlegi heimur og réttindi misstu vægi og hver kona fyrir sig háði sína eigin kvenréttindabaráttu heima hjá sér eða í atvinnulífinu. Konur kepptust að því að verða fullkomnar á öllum sviðum án þess að nokkuð breyttist í samfélaginu til þess að létta undir með þeim. Að sumu leyti ómur af hug- myndum nýfrjálshyggjunnar þar sem samstaðan splundraðist og darwinisminn tók yfir. Stétta- og mannréttindabarátta Átta bandarískar kvenréttindakonur staðfesta að nýr feminismi hafi þegar litið dagsins ljós og sé starfandi í heiminum. Í yfirlýsingu sinni nefna þær í því sambandi mótmæli kvenna í Póllandi gegn fóstureyðingarbanni, mótmæli í Suður-Ameríku gegn of- beldi karla á konum, fjöldamótmæli ítalskra kvenna í nóvember á síðasta ári og mótmæli á Írlandi og Suður- -Kóreu um æxlunarrétt þeirra. En það sem er til tíðinda í þessum mótmælum, er það að þau snúast ekki eingöngu um ofbeldi gegn kon- um heldur er hérna víðari skírskot- un á ferðinni þar sem verið er að mótmæla launamisrétti og ójöfn- uði, hatri og ómannúðlegri meðferð og stefnum gegn samkynhneigðum, transfólki og innflytjendum. Sem- sagt stéttar- og mannréttindabarátta sem konurnar átta telja vera teikn um nýja alþjóðlega kvennahreyfingu með breiðari boðskap sem rúmar andspyrnu gegn kynþáttahyggju, heimsvaldastefnu, nýfrjálshyggju og gagnkynhneigðarhyggju. Ni Una Menos Konurnar sem skrifa undir yfirlýs- inguna segjast starfa undir áhrifum frá Ni Una Menos sem þýðir „hver ein og einasta skiptir máli“. En það er kvenréttindahreyfing sem á ræt- ur sínar í Argentínu. Ni Una Menos beinir athyglinni að því að ofbeldi á sér margar hliðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum er eitt, en ofbeldið er til staðar víðar í samfé- laginu. Ni Una Menos bendir meðal annars á ofbeldið komi fram í kap- ítalísku stjórn- og hagkerfi þar sem konur verða undir og ofbeldi ríkisins sem kemur fram í lagalegum mis- mun gagnvart samkynhneigðum- og transkonum. Konur allra landa sameinist Ákallið er að konur sameinist þann 8. mars og leggi niður vinnu. Þegar hafa kvennahreyfingar í 30 lönd- um boðað verkfall á þessum degi. Hugmyndin er að virkja konur og transkonur og stuðningsmenn þeirra til að halda alþjóðlegan mót- mæladag, fara út á götur, brýr og torg. Ganga út og yfirgefa heimilis- störfin, umhyggju- og kynlífsstörf. Úthrópa kvenhatara meðal stjórn- málamanna og fyrirtækja, og mót- mæla í menntastofnunum. Þessar aðgerðir eiga að leggja áherslu og benda á þarfir þeirra kvenna sem áttu ekki upp á pallborðið í kvenna- baráttu síðustu þrjá tugi ára og áttu aldrei séns í „Lean-in“ feminismann: Verkakonur, konur í umönnunar- störfum, atvinnulausar og konur í viðkvæmum aðstæðum, segir í yf- irlýsingunni. Konurnar sem kvitta undir yfirlýsinguna eru þær, Ang- ela Davis, Barbara Ransby, Cinzia Arruzza, Keeanga-Yamahtta Taylor, Linda Martín Alcoff, Nancy Fra- ser, Rasmea Yousef Odeh og Tithi Bhattacharya. Stuðst við Womens Leadership and third wave feminism eftir Kathleen Iannello. Pussyhat er einkennismerki 21. janúar mótmælanna. 5 milljónir manns mót- mæltu innsetningu Trumps um allan heim. Þriðja bylgja kvenréttindabaráttu leggur áherslu á forystu- og leiðtoga- hæfni kvenna. Barátta sem var miðuð út frá velgengni einstaklings í stað sameiginlegrar velferðar. Sheryl Sand- berg hjá Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir femínisma sem hentar aðeins ríkum forréttindakonum. Mynd | Reuters 3. bylgju femínismi er stundum talinn eiga sér bólstað í félagslegri menn- ingu kvenna á aldrinum 15 til 30 ára en skeytti ekki um aðstæður kvenna í barnauppeldi á aldrinum 30 til 50 ára, hvað þá eldri kvenna. BELGRAD Beint flugt i fyrsta skiptið frá Keflavík til Belgrad höfuðborgar Serbíu 29. SEPTEMBER - 2. OKTÓBER Belgrad er ein af elstu borgum Evrópu, hún hefur orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, sem gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Glæsilegur arkitektur er þar að finna frá fyrri öldum. Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á Hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni. VERÐ 99.800.- per mann i 2ja manna herbergi, innifalið er flug, hótel með morgunamat, isl. fararstjóri rúta til og frá flugvelli.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.