Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Heba Aljaraki beið með börnin sín tvö í sprengjuregninu í Sýrlandi á meðan eiginmaðurinn leitaði að samastað fyrir fjölskylduna. Hún fluttist til Íslands fyrir rúmu ári og reynir að hugsa sem minnst um dauðann. Innflytjandinn: Langar bara að lifa í friði Heba Aljaraki er sýrlenskur lögfræðingur með sérþekk- ingu í réttindum kvenna. Þegar stríðið braust út vann hún við að aðstoða konur sem misst höfðu eiginmenn sína. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Leiðin hingað var mjög löng,“ segir Heba Aljaraki en hún fluttist til Íslands frá Sýrlandi fyrir rúmu ári. „Maðurinn minn fór tvisvar yfir Miðjarðarhafið frá Lýbíu en í fyrra skiptið sökk báturinn. Báturinn var mjög lélegur og það voru 300 manns í honum. Hann byrjaði að leka stuttu eftir að þau voru komin út á haf en maðurinn minn náði að synda í land. Það voru bara nokkrir menn sem komust í land, allar kon- urnar og öll börnin drukknuðu.“ „Hann reyndi aftur mánuði seinna og þá náði hann til Ítalíu þaðan sem hann fór til Frakklands, svo til Belgíu og svo til Hollands. Frá Hollandi fór hann til Íslands. Þegar hann lenti á Íslandi átti að vísa hon- um til Ítalíu vegna Dyflinnarreglu- gerðarinnar en hann gat ekki hugs- að sér að fara aftur til Ítalíu því þá hefði hann aldrei hitt okkur aftur. Lögfræðingar Rauða krossins að- stoðuðu hann og eftir eitt ár fékk hann íslenska kennitölu.“ Á meðan eiginmaður Hebu reyndi að finna henni og börnunum þeirra tveimur samastað beið Heba í Sýrlandi. „Það er hryllingur að ala börn upp í stríði. Á hverjum einasta degi hlustuðum við á sprengjurn- ar og öskrin og ég reyndi að róa börnin mín. Þetta var ekkert líf,“ segir Heba en næstum tvö ár liðu frá því að maðurinn hennar fór yfir hafið og þar til hann fékk hæli hér á landi. Rúmu ári síðar kom Heba með börnin til Íslands. „Það er ekki hægt að lýsa muninum á því að vera með börnin þar og hér. Við erum svo hamingjusöm í dag. Börnin okk- ar eru svo glöð hérna. Núna reyni ég að hugsa sem minnst um dauð- ann, mig langar bara að lifa í friði.“ Heba er lögfræðingur að mennt. Þegar stríðið braust út ákvað hún að nýta krafta sína í að aðstoða konur sem misst höfðu eiginmenn sína. „Stríðið hafði tekið mikið frá okkur og margar konur stóðu einar eftir með börnin sín. Sumar voru ekkjur en aðrar höfðu misst eiginmennina í fangelsi, oftast án dóms og laga. Þessar konur voru án allra réttinda því í Sýrlandi hafa konur ekki mikil réttindi án eiginmanns. Þær þurftu aðstoð við að finna eiginmennina eða við að skipuleggja næstu skref, sem oftast voru að fara,“ segir Heba sem gat þó lítið unnið eftir að eigin- maðurinn fór yfir hafið. Fyrstu mánuðina eftir að Heba kom til Íslands með börnin var hún mest heima við, að reyna að venjast nýju lífi. Hún segist þó ekki hafa þolað það lengi. „Ég þráði að vinna svo ég fór út að labba í leit að vinnu, bara hér í hverfinu. Ég bankaði upp á hjá allskonar fyr- irtækjum og bað um vinnu og að lokum fann ég þennan skóla, Lyng- ás. Ég sá börnin og hugsaði strax að hér langaði mig til að vinna og svo fékk ég vinnuna,“ segir Heba ánægð. Hún starfar bæði í eldhúsi skólans og í umönnun barnanna og líkar það einstaklega vel. „Ég var hissa fyrst að sjá hvað skatturinn hér er hár,“ segir hún og hlær. „Og svo þurfti ég að fara í smá aðgerð og þá var ég mjög hissa að sjá hvað það kostar mikið að fara á sjúkrahús á Íslandi, en ég er alin upp við það að heilsugæsla sé ókeypis. Fjölskyldan mín var alltaf með sama heimilis- lækninn og það kostaði ekkert að heimsækja hann. En það var auð- vitað fyrir stríðið.“ „Stríðið hafði tekið mikið frá okkur og margar konur stóðu einar eftir með börnin sín. Sumar voru ekkjur en aðrar höfðu misst eiginmennina í fangelsi, oftast án dóms og laga.“ GRANADA BEINT FLUG FRÁ AKUREYRI OG KEFLAVÍK 6. - 9. október Hin stórfenglega Máraborg, Granada er ein allra fallegasta borg Spánar. Hún er staðsett við rætur Sierra Nevada fjallanna í ægifögru umhverfi. Áhrif frá tímum Mára eru þar mjög sterk og má m.a. nefna Madraza, fyrsta arabíska háskólann frá 13. öld og arabísku böðin frá 11. öld. Hæst ber þó að nefna Alhambra höllina sem talin er ein fegursta bygging heims. Ekki er síðra úrval verslana, veitingahúsa og allt það sem hinn venjulegi ferðamaður þarfnast. Meðalhiti 20°C. VERÐ 109.900.- per mann i 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri, rúta til og frá flugvelli. SÍMI: 588 8900WWW.TRANSATLANTIC.IS 9.999 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7 5.999 kr. LONDON f rá T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7 19.999 kr. VARSJÁ f rá T í m a b i l : j ú l í - o k tó b e r 2 0 1 7 6.499 kr. KAUPMANNAHÖFN f rá T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. LYON f rá T í m a b i l : j ú n í & s e p te m b e r 2 0 1 7 8.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : m a rs - j ú n í 2 0 1 7 *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. * * * * * * Vertu memm!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.