Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 46
Fjármálalæsi Íslendinga hefur ver- ið rannsakað í þrígang frá hruni, með spurningalistum sem lagðir voru fram í desember 2008, 2011 og 2014. Fyrir ári síðan voru niður- stöður nýjustu rannsóknarinnar kynntar í skýrslu um fjármálalæsi Íslendinga á vegum Stofnunar um fjármálalæsi og sálfræðisviðs við- skiptadeildar Háskólans í Reykja- vík. Niðurstöður rannsóknarinn- ar gefa til kynna að fjármálalæsi Íslendinga hafi farið batnandi frá árinu 2011. Árið 2014 skoruðu þátttakendur hærra að meðaltali á öllum þáttum fjármálalæsis, þekk- ingu, viðhorfum og hegðun. Ís- lenskir þátttakendur komu einnig vel út ef miðað er við niðurstöður sambærilegra kannana í 14 OECD ríkjum árið 2012. Helstu niðurstöður rannsóknarinn- ar sem kynnt var í janúar 2016: • Íslendingar skora hærra en áður í öllum þremur þáttum fjármála- læsis; þekkingu, viðhorfum og hegðun. • Meðaltal réttra svara í þekk- ingarhlutanum var 67%, en var 47% árið 2011 og 53% árið 2008. • Nærri tvöfalt fleiri halda heimil- isbókhald þá en 2011 (30% en var 16%). • Jafnmargir höfðu tekið lán til að ná endum saman síðastliðna 12 mánuði og í síðustu rannsókn eða fjórðungur. Meðaltal OECD var hins vegar inn- an við fimmtungur árið 2012. • Ekki er samband milli þekkingar og hegðunar í fjármálum. Erum alltaf að bæta okkur 6 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017FJÁRMÁLALÆSI Eina kreditkortið á Íslandi sem er ekki gefið út af banka iKort er nýr og spennandi valmöguleiki á íslenskum greiðslukortamarkaði. Unnið í samstarfi við ikort iKort er alþjóðlegt Mastercard inneignarkort sem kom á markað á Íslandi árið 2013. Kortið er hægt að nota eins og önnur kreditkort um allan heim. Hægt er að fá tvær tegund- ir af iKortum. Annars vegar ópersónugert iKort, en það er hægt að fá strax, annað hvort hjá iKort í Skipholti 25 eða á næsta pósthúsi. Ópersónugerðu kortin eru ekki með nafni en um leið og kort er virkjað fær korthafi PIN númer og getur byrjað að nota kortið. „Við mælum alltaf með því að fólk skrái sig fyrir kortinu öryggisins vegna þó að nafn korthafa sé ekki á kortinu sjálfu,“ segir Guðbjörg Dögg Snjólfsdóttir, þjónustustjóri hjá ikortum. „Hins vegar er svo hægt að fá persónugert kort. Þá er kortið hefðbundnara útlits, með upphleyptum stöfum og nafn korthafa er á kortinu. Það tekur um 10 virka daga að fá þannig kort.” Aðspurð um aðalmarkhóp ikorta segir Guðbjörg: „Ég myndi segja að okkar aðal markhópur væri fólk sem kýs að nota fyrirframgreidd kort frekar en þessi hefðbundnu sem eru greidd eftir á. Okkar viðskipta- vinir vilja almennt fylgjast vel með því sem þeir eyða og þeim finnst mikið öryggi fylgja því að eiga fyrir því sem þeir eru að kaupa, frekar en að borga það um næstu mánaðarmót og eyða þannig aldrei meiru en þeir eiga fyrir. Ungt fólk, sem er að fá sér sitt fyrsta kreditkort, virðist til dæmis hugsa út í þetta og vill ekki vera að skuldsetja sig að óþörfu. „iKort er eina kreditkortið á Íslandi sem er ekki gefið út af banka. Kortið er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Fin- ancial Services en dreifingar- aðili kortsins á Íslandi er iKort ehf. Það er hins vegar hægt að hlaða beint inn á kortið úr öllum heimabönkum á Íslandi,“ segir Guðbjörg. „Það eru engin færslugjöld þegar iKort er notað þannig að það kostar ekki neitt að nota kortið í posum og á netinu. Kortið sjálft kostar 1.985 krónur og svo er greitt mánaðargjald sem er 725 krónur. Mánaðar- gjaldið er talsvert lægra en margir borga í færslugjöld af sumum kortum. Ef farið er í hraðbanka er tekið gjald, eins og með önnur kreditkort þannig að það borgar sig alltaf að nota kortið sem mest beint í verslun- um. Einnig er hægt að skuld- færa föst útgjöld af kortinu með boðgreiðslum og korthafi getur sjálfur lokað kortinu ef það týn- ist og opnað það aftur ef hann finnur það aftur.“ Það færist sífellt í vöxt að fólk noti greiðslukort á netinu. Er hægt að nota iKort á netinu? „Já, það mjög þægilegt að nota iKort á netinu og í því felst mikið öryggi. Margir söluað- ilar á netinu eru að taka upp svokallað 3D öryggi á netinu. Mastercard ásamt Prepaid Fin- ancial Services hafa innleitt það ferli fyrir iKortin líka. Í fyrsta skipti sem verslað er á síðu sem er komin með þetta öryggi þarf korthafinn að skrá upplýsingar um sig og velja sér lykilorð sem hann notar svo framvegis þegar verslað er á netsíðum með 3D öryggi. Gallinn við kreditkort almennt er að á þeim eru all- ar upplýsingar til að versla á netinu, (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmerið aftan á kortinu). En með því að velja lyk- ilorð líka þá getur enginn notað kortið sem ekki veit lykilorðið. Þetta eykur öryggi á netinu til muna. Það eru ekki allir söluað- ilar á netinu búnir að innleiða þetta en það er alltaf að aukast. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.ikort.is Guðbjörg Dögg Snjólfsdóttir þjón- ustustjóri, Ingólfur Guðmundsson framkvæmdarstjóri, Þórlaug Braga Stefánsdóttir þjónustufulltrúi. Þau sjá mörg spennandi tækifæri framundan á greiðslukortamarkaði. Mynd/Hari Ný námslína fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu. – Stjórnun og forysta – Áætlanagerð í rekstri – Verkefna- og tímastjórnun – Mannauðsstjórnun – Persónuleg þróun stjórnandans STJÓRNENDUR FRAMTÍÐARINNAR Hefst: 8. mars Frekari upplýsingar og skráning: hr.is/opnihaskolinn

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.