Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 42
Margeir Gunnar Sigurðsson margeir@frettatiminn.is Fjármálalæsi miðar að því að almenningur nái utan um eigin fjármál, átti sig á mikilvægi þess að halda heimilisbók- hald. Fjármálalæsi miðar líka að því að einstaklingar öðlist getu til þess að taka meðvitaðar og upp- lýstar ákvarðanir í eigin fjármál- um. Með auknu fjármálalæsi hefur fólk tækifæri til þess að móta fjár- hagslega framtíð sína. Fjármála- læsi stuðlar einnig að gagnrýnni og upplýstri umræðu fjármál og fær fólk til þess að hugsa betur og meira um fjármál sín. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hefur rannsakað fjármálalæsi frá árinu 2005 og er sá maður sem er ábyrg- ur fyrir því að kynna þetta hugtak fyrir Íslendingum. Það fór ekki framhjá nokkrum manni þegar sjónvarpsþættirin- ir Ferð til fjár voru sýndir í Ríkis- sjónvarpinu. Þættirnir voru í umsjá Breka Karlssonar og Helga Seljan. Þegar Breki er inntur svara við því hvort þættirnir hafi haft áhrif og orðið þess valdandi að ákveðin hugarfarsbreyting hafi átt sér stað meðal landsmanna, segir Breki. „Það er kannski erfitt að mæla það, það var náttúrlega fleira fólk sem stoppaði mann út á götu og vildi ræða þetta. En ég tel að þáttur- inn hafi tvímælalaust haft áhrif og kveikt áhuga hjá fólki og vakið fólk til umhugsunar um þessi mál.“ Rannsóknir um fjármálalæsi Stofnun um fjármálalæsi hef- ur gert rannsóknir á fjármálalæsi Íslendinga á þriggja ára fresti. Sú fyrsta var framkvæmd í desember 2008. Það stendur svo til að fjórða rannsóknin verði framkvæmd í des- embermánuði nú í ár. „Í þessum rannsóknum kemur fram að það hefur ýmislegt breyst til batnaðar. Eitt af því ánægju- legasta er að tvö- falt f leiri Ís- lendingar halda nú heimilis- bókhald en gerðu árið 2008. Sem er mik- il breyting til Fjármálalæsi og mikilvægi þess fyrir almenning Breki Karlsson, forstöðumaður Stofn- unar um fjármálalæsi, leggur ríka áherslu á að fólk haldi heimilis- bókhald. Mynd | Hari Vitundarvakning hefur orðið meðal þjóðarinnar um fjármál og einföld atriði eins og halda heim- ilisbókhald hefur stórbatnað hjá Íslendingum frá hruni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hefur rannsakað fjármálalæsi hér á landi í rúman áratug og segir hann að margt hafi breyst til batnaðar á þeim tíma. Í fjár- málalæsisviku í næsta mánuði verður sérstök áhersla lögð á ungt fólk. batnaðar. Árið 2014 var talan svo komin upp í 30% af Íslendingum sem halda heimilisbókhald, þannig að það eru ennþá mikil tækifæri til þess að sækja fram í þessum efn- um.“ Mikilvægi heimilisbókhalds Breki leggur ríka áherslu á það að sem flestir tileinki sér þann einfalda en mikilvæga sið að halda heimilis- bókhald. „Við hugsum aðeins meira um fjármál en við gerðum hér áður fyrr sem er mjög ánægjulegt. Eina leiðin til þess að vita nákvæmlega hvernig þú ert að verja peningum þínum er að halda heimilisbókhald. Þá sjáum við það að næstum tveir þriðju hlut- ar af Íslendingum halda ekki heim- ilisbókhald. Ávinningurinn af því að halda heimilisbókhald er tölu- verður, rannsóknir sýna að ef þú heldur heimilisbókhald þá getur þú aukið ráðstöfunartekjur þínar um 3%. Sem er um 80 þúsund krónur á ári fyrir meðalfjölskyldu. Það má nú ýmislegt gera við þá fjármuni. Fólk getur því litið á það þannig að það sé að sækja sér launahækkun með því að halda heimilisbókhald. Þetta er því einföld og áhrifarík leið til þess að auka ráðstöfunartekjur heimilisins.“ Leggja áherslu á ungt fólk Alþjóðleg fjármálalæsisvika verð- ur haldin í ár, 27. mars - 2. apríl. Að- spurður segir Breki að aðaláherslan í ár verði á ungt fólk. „Aðaláherslan í ár er á börn og ungmenni, á sparnað ungs fólks og gildi þess að spara. Ekki bara að spara peninga heldur á sparnað í víðara samhengi. Ætlunin er að reyna að vekja ungt fólk til aukinn- ar meðvitundar um umhverfið og öll þau gæði og auðlindir sem við erum svo rík af og opna augu ungs fólks fyrir því að margt af þeim gæðum sem umlykja okkur eru auðlindir sem eru takmarkað- ar og þarf að umgangast með þau sjónarmið að leiðarljósi,“ segir Breki. Heilræði Breka til fólks er: „Að geta tekið meðvit- aðar og upplýstar ákvarð- anir í fjármálum. Þannig að maður sé ánægður með þær ákvarðanir og viti hvað maður er að gera. Sá einfaldi sannleikur fellur aldrei úr gildi.“ 2 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017FJÁRMÁLALÆSI Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga heldur námskeið fyrir sjóðfélaga* um lífeyrisréindi við starfslok. Þar verður svarað helstu spurningum sem vakna hjá fólki þegar það íhugar starfslok: Hvar finn ég lífeyrisréindin mín? Hverjar verða tekjur mínar? Hvernig á að sækja um? Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin er á heimasíðunni liru.is Næsta námskeið verður miðvikudaginn 15. mars hjá Brú lífeyrissjóði, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. – Starfslok úr B-deild: kl. 16.30 – Starfslok úr A-deild: kl. 17.30 – Starfslok úr V-deild: kl. 18.30 LÍFEYRISRÉTTINDI við starfslok Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I liŽru@liŽru.is * Sjóðfélaga í Brú lífeyrissjóði, í A-, V- og B-deild og sjóðfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 7- 05 58 „Aðaláherslan í ár er á börn og ungmenni, á sparnað ungs fólks og gildi þess að spara. Ekki bara að spara peninga heldur á sparnað í víðara samhengi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.