Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
DÆMI UM BORGIR
The Thing 1984
„Þessi mynd gerist í bækistöð vís-
indamanna á Suðurpólnum og er
algjör lykil-„eightísmynd“. Það fara
undarlegir hlutir að gerast og það
kemur í ljós að það er vegna geimvera
sem eru öreindir, sem geta fjölgað
sér á augabragði. Ef þú sýkist þá veit
enginn af því í byrjun, en ef þú ógnar
hylkinu utan um öreindina, þá breytist
hún í rosalegt skrímsli. Einhverjir í
bækistöðinni eru sýktir en það þarf að
reikna út hvernig geimverurnar eru
að breiða úr sér og það kemur í hlut
Kurt Russel að gera það. Myndin endar
með því að allir deyja en á þessum
tíma komu í fyrsta sinn fram þannig
myndir, sem sýndu afleiðingar kjarn-
orkustyrjaldar.“
Í vísindaskáldsögum sjáum við hvernig
hugmyndir okkar um líf á öðrum hnöttum
endurspegla samtíma okkar. Fréttir um
mögulegt líf í áður óþekktu stjörnukerfi vekja
upp gamla geimveruklassík í samtali við
kvikmyndafræðinginn Björn Þór Vilhjálmsson.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Nú hefur hópur stjörnufræðinga
fundið áður óþekkt sólkerfi sjö
reikistjarna á stærð við jörðina í
kringum dvergstirnið TRAPPIST-1.
Þrjár reikistjarnanna hafa mögu-
lega fljótandi vatn á yfirborði sínu
sem þýðir að þar gæti verið líf.
Nasa birti þessa teiknuðu mynd
hér að ofan af mögulegu lands-
lagi reikistjarnanna á vefsíðu sinni
í vikunni. En hvernig gæti lífið á
reikistjörnunum litið út, í ljósi fyrri
hugmynda okkar um líf á öðrum
hnöttum? Koma þaðan vélmenni
sem vilja vinna í samstarfi við
jarðarbúa eða jafnvel ósýnilegar
öreindir sem vilja yfirtaka líkama
okkar? Við því er enn ekkert svar
en sé litið til kvikmyndasögunnar
veltur það allt á pólitísku landslagi
okkar eigin heimkynna.
Metropolis 1927
„Þó það sé ekki geimvera í Metropolis
þá þjónar fígúran sem allir þekkja
úr þeirri mynd sama hlutverki og
geimverur. Vélmennið Good Mary
er eftirlíking af fagurri verkalýðs-
baráttukonu og sem berst fyrir
réttindum þrælanna í myrkum
iðrum jarðarinnar. Vonda útgáfan
af verkalýðsleiðtoganum, Bad Mary,
spillir verkamönnunum og gerir þá
að saurlífisseggjum sem vilja ekkert
annað en að ana út í rauðan dauðann í
einhverskonar algleymi. Þarna sjáum
við svo skýrt það sem verður leiðarstef
í vísindaskáldskap, skrímslið stendur
alltaf fyrir eitthvað annað, það er alltaf
allegóría.“
The day the Earth stood still
1951
„Í þessari mynd lendir fljúgandi
diskur fyrir allra augum í Washington
DC og þegar hann opnast stígur út
risavaxið illvígt vélmenni. Vélmenni
birtast gjarnan sem handbendi
geimvera og í þessu tilfelli eru
geimverurnar góðar. Þær hafa sent
vélmennið til jarðar, sem sendiboða
fyrir alþjóðasamfélag geimvera, til að
bjóða okkur mönnum að gefa kjarn-
orkuna eftir og í staðinn verðum við
tekin inn í alþjóðasamband geimvera.
Dramað í sögunni felst í því að það
treystir enginn geimverunum svo það
brýst næstum því út styrjöld. Í þessari
mynd er geimurinn langt í burtu en
byggður af fólki eins okkur. Þetta er
sama jákvæða sýnin á geiminn og
birtist okkur í Star Trek. Það er engin
félagsleg ógn en geimverurnar eru
gáfaðri en við og af því stafar nokkur
ógn því við höfum aldrei þurft að deila
jörðinni með nokkrum sem er gáfaðri
en við. Tilhugsunin um að hingað
komi geimför með vitsmunaverum
sem eru það langt á undan okkur að
við myndum birtast fyrir þeim eins
og indíánarnir birtust Kólumbusi árið
1492, er of erfið. Við viljum ekki birtast
eins og frumstæðir villimenn því við
vitum hvernig fór fyrir frumbyggjum
Ameríku. Þetta er eitt af stefum vís-
indaskáldsagna; okkar eigin siðferðis-
brestum er varpað á geimverurnar.“
Invasion of the Body
Snatchers 1956/1978
„Eftir seinna stríð voru stóru fréttirnar
kalda stríðið og þá breyttust geim-
verurnar í kommúnista. Nokkru
síðar þegar kjarnorkusprengjan varð
meiri ógn þá breyttust geimverurnar í
táknmyndir fyrir þekkingu og rökvísi
sem býr til gereyðingarvopn. Invasion
of the Body Snatchers er algjör lykil-
mynd fyrir þennan tíma því hún talar
inn í samtíma sinn en er samt svo óræð
að túlkunin verður aldrei endanleg. Í
rólegum smábæ í Bandaríkjunum þar
sem allir eru vinir fer að breiða úr sér
hystería á meðal kvenna sem mæta
á spítalann til að segja að mennirnir
þeirra séu ekki eðlilegir. Það sem er
að gerast er að geimverur hafa gert
lævísar árásir á bæinn, þær nota ekki
vöðvana heldur hyggjuvitið og þær
líta út eins og við. Myndin spilar á væn-
isýkina, þú getur ekki treyst náung-
anum því það er illt afl sem tekur yfir
huga ástvina þinna. Myndin var túlkuð
sem viðvörunarorð við kommúnisma
en það er líka hægt að snúa sögunni
við og líta á geimverurnar sem
ofsækjendur kommúnista. Hún spilar
inn á hatandi þröngsýn samfélög sem
geta ekki liðið að einhver sé öðruvísi
en það sjálft. Og þannig leið ungu
kynslóðinni á þessum tíma. Myndin
getur í raun talað inní hvaða pólitíska
samhengi sem er.“
Barbarella 1968
„Þetta er í raun frönsk kynlífskómedía
í geimnum en það eru samt engar
sérstakar geimverur í myndinni. Bar-
barella endurspeglar í raun þennan
„swinging sixties“, hippamenninguna
og frjálsar ástir. Allur geimurinn er
orðin eitt stórt Soho í London. Þetta
líf sem hneykslaði á þessum tíma,
og sem skapaði ógn við ákveðinn
þjóðfélagshóp, er sett inn í myndina
og birtist þar sem framandi veruleiki.
Barbarella flakkar um sólkerfið og
hittir allskonar lífverur sem eru
ekkert endilega framandi geimverur,
Barbarella er sjálf alveg jafn mikil
geimvera og þær.“
ET
er sennilega ein
vinalegasta geimvera
sögunnar.
Mennirnir hafa alla tíð verið uppteknir af
lífi á öðrum hnöttum. Ótalmargar bækur,
kvikmyndir og sjónvarpsþættir fjalla um við-
brögð okkar við heimsókn frá verum úr öðrum
sólkerfum eða um ferðalag okkar til framandi
heima. Í flestum þessara sagna svipar geimver-
unum til manna í útliti og koma úr samfé-
lögum sem eru lík okkar. Þær eiga það til
að vera grænar og slímugar og þó þær
séu kannski ekki með tíu fingur þá
eru þær í flestum tilfellum með
höfuð, hendur og fætur.
War of the Worlds.
„Í einni frægustu vísindaskáldsögu allra tíma, War of the Worlds eftir H. G. Welles
frá 1897, sem Orson Welles flutti í útvarpi árið 1938, birtast geimverurnar sem
stórar verur með anga og glóandi augu. Það er samt í raun miklu óhugnanlegra
að vita ekki hvernig geimverur líta út, og að okkar rökhugsun og vopn hrífi ekki
á geimverurnar.“