Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 44
Með Fjármálaviti eru Samtök fjármálafyrirtækja að nýta samtakamátt aðildarfélaganna til að stuðla að bættu fjármálalæsi,en styrkur Fjármálavits er fyrst og fremst stafsfólkið um allt land sem heimsækir nemendur með námsefnið og vinnur með þeim verkefni. Horft er til systursamtakanna í Evrópu, sem mörg hafa undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla við góðar undirtektir. „Afar vel að þessu staðið hjá ykkur og greinilega metnaður í gangi sem gagnast grunnskólanemendum.“ --------------------------------------------------------------------------------- „Það er alveg deginum ljósara að þetta verkefni sem þið standið að er gríðarlega mikilvægt. Krakkarnir voru mjög ánægðir og þeir sem stjórnuðu hópavinnunni náðu vel til þeirra.“sótt skóla með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda.flæði. „Mér fannst skemmtilegt að vinna í hópum og sjá mismunandi lausnir á sama verkefninu.“ --------------------------------------------------------------------------------- „Það var gaman að fá að pæla í hlutunum sjálf og vinna verkefni í staðinn fyrir að það sé bara verið að tala við okkur.“ -------------------------------------------------------------------------------- „Það var gagnlegt að sjá hvað maður þarf að borga í allskonar kostnað.“ Ummæli kennara Ummæli nemenda Helga Björg og Maríus Máni eru í tíunda bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Þau segjast hugsa öðruvísi um peninga og fjármál eftir heimsókn Fjármálavits á dögunum. 4 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017FJÁRMÁLALÆSI Greinileg þörf á kennsluefni um fjármál fyrir ungt fólk Fjármálavit er námsefni um fjármál fyrir unglingastig grunnskóla. Á tveimur árum hafa yfir tvö hundruð sérfræðingar unnið verkefni með tæplega átta þúsund nemendum í tíunda bekk. Unnið í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja Katrín Júlíusdóttir, fram-kvæmdastjóri Samtaka fjár-málafyrirtækja, er ánægð með viðtökurnar og segir að langtíma markmiðið sé að kennsla sem þessi verði komin inn í náms- skrá grunnskólanna. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt hversu mikill árangur hefur náðst á stuttum tíma, hvað við höfum náð til margra nemenda,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Tvö ár eru nú liðin síðan Samtök fjármálafyrirtækja kynntu Fjár- málavit til sögunnar. Fjármálavit er námsefni um fjármál fyrir unglinga- stig grunnskóla. Námsefnið var þróað af samtökunum í samvinnu við grunnskólakennaranema í HÍ og miðar að því að efla fjármálalæsi hjá unglingum. Samtökin hafa um árabil lagt mikla áherslu á eflingu fjármála- læsis hér á landi og hafa meðal annars fjármagnað tilraunakennslu í fjármálafræðslu í grunn- og fram- haldsskólum og tekið virkan þátt í vinnuhópum stjórnvalda um efl- ingu fjármálalæsis. Það starf hefur varpað ljósi á að mikill áhugi og vilji er á meðal kennara og þeirra sem koma að fræðslumálum að efla fjár- málafræðslu. Í fyrra var Fjármálavit kynnt fyrir tæplega 90% af nemendum í 10. bekk í 92 skólum á landinu. Það sem af er þessum vetri eru tæplega hundrað skólar búnir að fá heim- sókn og eru fleiri á dagskrá fram að vori. Á þeim tveimur árum sem Áhugaverð fræðsla sem breytir hugsunarhætti manns um fjármál Helga Björg og Maríus Máni voru ánægð með heimsókn Fjármálavits í skólann. Helga Björg Frímannsdóttir er 16 ára nemandi í Grunn-skóla Grindavíkur. Hún og samnemendur hennar fengu heimsókn frá Fjármálaviti á dögunum. „Mér fannst þetta mjög áhuga- verð fræðsla. Ég hafði aðeins feng- ið smá fjármálafræðslu í lífsleikni í tíunda bekk en ekki mikið fyrir það. Ég hefði verið til í að fá meiri svona fræðslu í gegnum grunn- skólagönguna. Maður veit svo lítið um skatta og slík hugtök,“ segir hún. Helga Björg vinnur í Bláa lóninu meðfram skóla og æfir fótbolta. Hún segir það misjafnt eftir mánuðum hvað hún eyði miklum peningum. „Ég kaupi mest af fötum og snyrti- vörum og svo fer ég stundum til útlanda,“ segir Helga þegar hún er spurð um í hvað hún eyði peningun- um sínum. Breytir þessi heimsókn Fjármálavits því hvernig þú hugsar um peninga? „Já, þetta sýndi mér hvað það er miklu hagstæðara að byrja að safna fyrir því sem mann langar í. Til dæmis fyrir bíl eða íbúðarkaupum. Ég er búin að vera að vinna síðan ég var 14 ára og ef ég hefði lagt allt fyrir sem ég hefði unnið mér inn Fjármálavit hefur verið í gangi hafa yfir tvö hundruð starfsmenn fjár- málafyrirtækja unnið verkefni með tæplega 8.000 nemendum. Opna augu nemendanna „Markmiðið er að reyna að auka og bæta fjármálalæsi og er áherslan á elstu nemendur í grunnskóla. Ástæðan er að þeir eru á leið í fram- haldsskóla og þá fara þeir að taka aukna ábyrgð á fjármálum sínum og margir fara að setja sér markmið í lífinu,“ segir Katrín. „Það er mikilvægt að hafa þekk- ingu á fjármálalegu hliðinni og ver- kefnið gengur út á að fara yfir með nemendum hvernig þeir setja sér markmið. Hvernig krakkarnir þurfi að bera sig að ef þau langar að fara í ferðalag, kaupa tölvu eða ökutæki eða jafnvel að fara að huga að því að fjárfesta í húsnæði. Við vekjum athygli þeirra á því að það þarf að huga að tryggingum og fleiru. Á þessum aldri eru þau einnig mörg farin að vinna með skóla og því farin að sýna launaseðlinum áhuga og þeim fjölmörgu hugtökum sem þar eru eins og lífeyrissparnaður, persónuafsláttur, skattar, stéttar- félög svo eitthvað sé nefnt. Við reynum að opna augu nemendanna fyrir því sem framundan er svo þau séu vel í stakk búin að takast á við þann veruleika sem bíður.“ „Eitt af markmiðum verkefnis- ins er að krakkarnir verði upplýstari og því sterkari neytendur fjármála- þjónustu í framtíðinni. Þannig eru meiri líkur á að þau taki skynsam- legar ákvarðanir, standi styrkum fótum í samtali sínu við veitend- ur fjármálaþjónustu, trygginga og lífeyrissparnaðar. Það er stöðugt samtal á milli viðskiptavinar og fyr- irtækja, hvort sem það er í fjármála- þjónustu, tryggingum eða almennt í verslun og viðskiptum. Og það er betra fyrir alla að viðskiptavinurinn sé vel upplýstur. Við leggjum mikla áherslu á hlut- leysi. Þeir sérfræðingar sem koma í skólana eru ekki merktir fjármála- fyrirtækjum og eru bara að vinna fyrir Fjármálavit. Okkur finnst þetta skipta máli. Fjármálavit er verkefni sem þarf að njóta trausts og trún- aðar. Það hefur að mínu mati tekist enda hefur þetta verið gríðar- lega vel rekið af verkefnisstjór- anum, Kristínu Lúðvíksdóttur, og stýrihópnum sem með henni vinnur að stefnumótun verkefnisins.“ Von á Fjármálaviti 2.0 Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Virkilega góðar, bæði hjá kennurum, nemendum og hefði ég getað keypt mér bíl þegar ég verð 17 ára.“ Ætlarðu að byrja að spara fyrir einhverju? „Ég hef ekki verið að spara, ekki beint, en ég reyni að passa upp á peningana til að geta keypt mér bíl síðar.“ Hugsar öðruvísi um peninga Maríus Máni Karlsson er sömuleiðis í tíunda bekk í Grunnskóla Grinda- víkur. Hann segir að heimsókn Fjár- málavits hafi verið mjög áhugaverð. „Þetta var góð fræðsla og breytti miklu fyrir mig. Ég fattaði til dæmis að ég væri að eyða alltof miklu í sjálfan mig. Ég þarf að minnka það til dæmis að vera alltaf að fá mér gos og skyndibita,“ segir hann. Maríus æfir fótbolta fimm sinnum í viku og stundar líkamsrækt með vinum sínum. „Svo er ég stundum í tölvunni,“ segir hann aðspurður um hvað hann geri eftir skóla. Hann segist hafa eytt þeim pen- ingum sem hann vann sér inn síð- asta sumar, í föt og sitthvað fleira. Hann viðurkennir að hann hugsi öðruvísi um peninga nú þegar hann hefur fengið fræðslu um þá. „Ég hef verið að pæla svolítið í þessu í kjöl- farið. Ég hef alltaf hugsað þegar ég hef eignast peninga í hvað ég eigi að eyða þeim. Núna veit ég að gæti sparað með því að safna þeim á einn stað.“ Maríus hefur reyndar sparað eitt- hvað í gegnum tíðina, hann lagði megnið af fermingarpeningunum sínum inn á bók og safnar klinki í bauk sem hann fer með í bankann þegar hann fyllist. „Mig langar að kaupa mér bíl en ég veit líka að ég þarf að safna fyrir íbúð í framtíð- inni. Ég er byrjaður að hugsa um þessa hluti.“ foreldrum. Það er greinilega þörf á þessu. Krakkarnir eru kannski að fá ábendingar um eitthvað sem þau höfðu ekki gert sér grein fyrir og margir fara út með þau mark- mið að fara að spara. Þá höfum við náð árangri, ef þau fara að setja sér markmið og leggja fyrir. Svo læra þau eitt og annað sem gagnast þeim þegar komið er í heim hinna fullorðnu.“ Hver er framtíðarsýn ykkar með Fjármálavit? „Langtímamarkmið okkar er að kennsla sem þessi verði komin inn í námsskrá grunnskólanna og verkefnið verði óþarft. En þangað til höldum við áfram og vinnum af fullum krafti. Í dag getum við boðið kennurum upp á verkefni sem nýtist í kennslu í u.þ.b. einn mánuð. Við erum að vinna að því að bæta við námsefnið svo þeir hafi meira til að vinna með. Næstu skref er að koma með efni á stafrænu formi. Það er semsagt von á Fjármálaviti 2.0 með enn meira og aðgengilegra efni.“ Landssamband lífeyrissjóða gengur til liðs við Fjármálavit „Við erum einnig mjög spennt fyrir komandi samstarfi við Landssam- band lífeyrissjóða en þeir ákváðu nýverið að ganga til liðs við Fjár- málavit. Við munum skrifa und- ir samstarfssamning á næstunni. Samstarfið mun styrkja verkefnið mjög mikið því lífeyrismálin eru jú eitt af þeim grunnatriðum sem skipta máli í fræðslu um fjármál og ég leyfi mér að fullyrða að ekki sé vanþörf á að gera sér snemma grein fyrir mikilvægi þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Því fyrr því betra.“ Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, og Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, eru ánægðar með þann árangur sem náðst hefur á fyrstu tveimur árum Fjármálavits. Von er á meiru og aðgengilegra efni til að efla fjármálalæsi íslenskra ungmenna. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.