Fréttatíminn - 28.01.2017, Page 24
SENDUM FRÍTT
ÚR VEFVERSLUNALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
ÚTSÖLULOK
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Þegar við kynntumst þá vorum við einhleypar blaðakonur með „happy hour“ á heilanum. Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar,“ segir fjölmiðlakonan Þor-
björg Marinósdóttir, betur þekkt
sem Tobba Marinós, um vinskap
sinn og Kristínar Ýrar Gunnars-
dóttur, sérfræðings hjá Alþýðusam-
bandinu.
„Við erum reyndar ennþá með
„happy hour“ á heilanum, það er
bara erfiðara að finna tíma til að
koma honum að. Okkur tekst það
samt inn á milli,“ bætir Kristín við
og hlær. En síðan þær kynntust
fyrir tæpum sjö árum, þegar þær
unnu saman hjá Birtíngi, Kristín
sem blaðakona á Vikunni og Tobba
á Séð og heyrt, hafa þær báðar
eignast börn og unnusta og önn-
ur þeirra gengið í gegnum skilnað.
Kristín eignaðist sitt þriðja barn fyrir
rúmum þremur árum og Tobba sitt
fyrsta fyrir tveimur og hálfu. Þær
hafa því verið nokkuð samtaka í
þessum efnum frá því þær kynntust.
Sambandið þróast mikið
„Okkar samband hefur þróast mjög
mikið. Það fór úr því að vera svo-
lítið mikið tengt skemmtanalífi
yfir í stuðning við hvor aðra með
lítil börn, karlmenn og fjölskyldu.
Svo erum við alltaf að reyna að
kenna hvor annarri eitthvað. Krist-
ín reynir að kenna mér að slaka á
og benda mér á hvað skiptir máli.
Hún er búin að vera í mikilli sjálfs-
vinnu. Ég er hins vegar að reyna að
kenna henni að versla, sem dregur
aðeins úr sjálfsvinnunni sem hún er
búin að vera í,“ segir Tobba og skell-
ir upp úr. „Hún var semsagt pínd í
fyrstu verslunarferðina fyrir jól,“
bætir hún við.
Tobba segist stundum fá undar-
legar spurningar frá Kristínu, sem
hringir gjarnan þegar hana vantar
sértækar upplýsingar. „Hún hringir
til dæmis í mig þegar hana vantar
uppskrift, því hún kann ekki að elda.
Hún spyr mig oft um skrýtna hluti,
eins og hvað sé í kartöflusalati.“
Kristín viðurkennir þetta hiklaust
og skammast sín ekkert fyrir það.
„Þá er ég að reyna að slá um mig
og þykist ætla að mæta eitthvað
með agalega fínt kartöflusalat. En
Tobba stingur yfirleitt upp á því að
við gerum þetta bara í eldhúsinu
hjá henni, því hún treystir mér alls
ekki fyrir því sem ég ætla að gera.“
14 ára forskot í barnauppeldi
Tobba segir Kristínu annars vera
mjög þægilegan félagsskap og sein-
þreytta til vandræða. „Hún seg-
ir líka góðar sögur. Ég er búin að
reyna að kenna henni að elda og
versla en ég held að hún verið bara
að fá að vera eins og hún er,“ seg-
ir Tobba og Kristín samsinnir því.
Hún hefur þó meiri þekkingu á öðr-
um sviðum. „Ég hef fjórtán ára for-
skot á Tobbu í barnauppeldi, þannig
ég kem sterk inn þar. Ég segi henni
yfirleitt bara að vera aðeins kæru-
lausari,“ segir Kristín.
„Það góða við hana er samt að
hún er aldrei að reyna að þröngva
neinu upp á mann þó að hún viti
betur. Hún kann að bíða þangað
til maður spyr hana ráða. Þetta
er kannski eitthvað sem hún hef-
ur lært af því að hún á ungling. En
ein besta lexía sem hún hefur kennt
mér er að nei þýðir nei. Ég á svo
erfitt með að segja nei við barnið
mitt. Hvað hana sjálfa varðar þá
þýðir nei ekkert endilega nei. Þegar
hún segir nei þá meinar hún yfir-
leitt: hvert á ég að mæta og klukk-
an hvað?“
Kvíðasjúklingur komst ekki í flug
Vinskapur þeirra er margslunginn
og snýst ekki bara um að skóla hvor
aðra til. Þær hafa prófað ýmislegt
saman og gengið í gegnum súrt og
sætt. Jafnvel hjólað líka. „Við förum
saman í hjólreiðaferðir og göngum
Fimmvörðuháls. Við sveiflumst á
milli þess að vilja vera sjúklega heil-
brigðar og að fá okkur kokteila. Við
reynum að sinna hvoru tveggja til
að enda ekki í ræsinu,“ segir Tobba
kímin.
Þá eru þær duglegar að hvetja
hvor aðra áfram og vera til staðar
þegar eitthvað bjátar á. „Við höf-
um oft rætt það að konur þurfi að
vera aggressívari í að hvetja hver
aðra áfram, hvað varðar laun og
svona. Karlmenn gera það óhik-
að. Þó að maður sé kannski ekki
alltaf að gaspra um launin sín þá er
ekkert sem stoppar mann að ræða
þau að einhverju leyti sín á milli.
Ef vinkona manns þarf á einhverju
„pepptalki“ að halda, ef hún þarf að
heyra einhverjar tölur til að hún sé
ákveðnari í sínu, þá finnst mér það
eðlilegt,“ segir Tobba
„Við erum ótrúlega duglegar að
drífa hvor aðra áfram. Það er alveg
sama hversu bugaður maður er. Ef
maður hittir vinkonurnar aðeins,
eða heyrir í þeim, þá fær maður
aukinn kraft,“ segir Kristín. „Við í
vinahópnum komum líka allar úr
mismunandi umhverfi og mætumst
með okkar styrkleika. Mér finnst
það hafa blandast vel saman,“ bæt-
ir hún við.
„Meðvirkni má aldrei taka yfir.
Það er ekki hollt fyrir neinn.
Tobba Marinós og Kristín Ýr kynntust fyrir
sjö árum þegar þær voru báðar einhleypar
blaðakonur. Í fyrstu var vináttan mjög tengd
skemmtanalífinu en hún hefur þróast yfir
í stuðning við hvor aðra með lítil börn.
Síðustu misseri hafa þær báðar átt mjög erfitt
tilfinningalega vegna áfalla sem hafa dunið yfir.
Þær segja vináttuna aldrei dýrmætari en þegar
erfiðleikar steðja að.
Vinskapur Tobbu
og Kristínar hef-
ur þróast mikið
síðustu ár, enda
hafa þær gengið
saman í gegnum
súrt og sætt.
Myndir | Hari
Ástvinamissir og erfið sjúkdómsgreining
hafa þroskað vinskapinn