Fréttatíminn - 28.01.2017, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 28.01.2017, Qupperneq 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 GOTT UM HELGINA Þýsk sálumessa Söngsveitin Fílharmónía flytur eitt mesta stórvirki kórbókmennt- anna, Þýska sálumessu eftir Jo- hannes Brahms, í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Einsöngvar- ar eru Kristinn Sigmundsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Hvar? Norðurljós í Hörpu Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 4500 kr. Spáný sálartónlist og rokk Hljómsveitirnar Fox Train Safari og Low/Mid/High stíga á stokk með nýja tónlist. Ný plata Fox Train Safari heitir einfaldlega 01 en hún er nýkomin inn á helstu streymiveitur tónlistarinnar. Hljómsveitin Low/Mid/High er víst á kafi í upptökum. Hvar? Dillon, Laugavegi Hvenær? Í kvöld kl. 22 Hvað kostar? Ekki neitt„Leiktu þér að matnum” Í Kópavogi er boðið upp á skúlptúrhlaðborð í tengslum við sýninguna Normið, nýja framúrstefnu sem nú er í Gerðarsafni. Linn Björklund myndlistarmaður og safnkennari leiðir fjölskyldustund þar sem nokkur verk á sýningunni verða skoðuð en síðan verða þátttakendur hvattir til að „leika sér að matnum“, gera tilraunir með girnileg form, lystuga liti og bragðgóðar hugmyndir. Hvar? Gerðarsafn í Kópavogi Hvenær? Í dag milli kl. 14 og 16 Hvað kostar? Ókeypis og allir velkomnir Þynnkubíó: Ken Park Kvikmyndin Ken Park frá 2002 fjallar um nokkra brettakrakka í Kaliforníu og samskipti þeirra sín á milli og við aðra sem stundum geta verið nokkuð sjokkerandi. Myndin vakti mikla athygli á sín- um tíma en verður nú sérstaklega sýnd fyrir þá sem verða að jafna sig eftir kvöldið í kvöld. Hvar? Á Prikinu í Bankastræti Hvenær? Sunnudagskvöld kl. 22 Hvað kostar? Ekkert inn Undurfagra ævintýr Það er fagurt í Eyjum. Karlakór Vestmannaeyja er kominn í bæ- inn og ætlar að syngja eyjalög á eyjatónleikum í Hörpu. Eyjamenn í landi og vinir þeirra flykkjast á tónleikana og treysta böndin. Með kórnum kemur fram mikið stórskotalið söngvara og hljóð- færaleikara. Hvar? Eldborg í Hörpu Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? Á bilinu 6490 til 9990 kr. Andaðu Verðlaunaleikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan verður sýnt í Iðnó frá 29. janúar til 20. febrúar. Leikritið er ástarsaga ungs pars á tímamótum en parið leika þau Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þau standa frammi fyrir stærstu ákvörðun lífs síns. Hvað þýðir að eignast barn? Ætlum við að vera ábyrgar mann- eskjur? Erum við réttu mann- eskjurnar til að eignast barn? Erum við að ofhugsa þetta? Er hægt að skipuleggja líf sitt eins og Excel-skjal? Hvar? Iðnó Hvenær? Á morgun sunnudag kl. 20 Hvað kostar? 3900 kr. Margar hliðar málsins Málverndarfólk og málfræðingar kætast því að hin árlega Rask- -ráðstefna stendur fyrir dyrum. Ráðstefnan er kennd við danska málfræðinginn og Íslandsvininn Rasmus Kristján Rask sem hér var á fyrri hluta 19. aldar. 13 fyrirlestr- ar eru á dagskránni, þar á meðal fyrirlestur Þorgeirs Sigurðssonar, doktorsnema í íslensku, þar sem hann fer í saumana á því hvort Egill Skallagrímsson hafi í raun ort Höfuðlausn. Hvar? Þjóðminjasafn Íslands Hvenær? Í dag frá kl. 9.30 til 16.30 Hvað kostar? Ekkert, allir vel- komnir ÚTSÖLU LOK Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri ENN MEIRI AFSLÁTTUR 20-80% AFSLÁTTUR Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.