Fréttatíminn - 28.01.2017, Side 38

Fréttatíminn - 28.01.2017, Side 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 ÚTSALA! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 40 11 7 #3 ROYAL CORINNA 120 Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 120x200 cm) 6.324 kr.* Á MÁNUÐI FULLT VERÐ 98.036 kr. ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr. 30% AFSLÁTTUR! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) AF ALLRI INNIMÁLNINGU GILDIR TIL 15. FEBRÚAR 25% AFSLÁTTUR ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSÖLULOK LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Guð- rún Jóna Jónsdóttir tölvunar- fræðingur deilir uppáhalds ljósmyndinni sinni með Frétta- tímanum. „Ég fór til Amsterdam vegna funda rétt fyrir síðustu jól og tók þessa mynd á lestarstöð þegar ég var á leiðinni heim,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir tölvunarfræðingur um eina af sínum uppá- halds ljósmyndum. „Yfirleitt eru náttúru- myndir, þar sem tré, fjöll og himinn ráða för, mínar uppáhalds mynd- ir, já eða þar sem ég næ að fanga skemmtilegt augnablik í góðum félagsskap.“ „Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds af mörgum ástæðum, hún sýnir fallega morgunbirtu á köldum vetrarmorgni. Samspil þess harða og þess mjúka, línurn- ar í lestarstöðinni og teinunum spila vel a móti rauðglóandi birtunni. Allt er eitthvað svo frið- sælt. Hún var fyrir mig ljós inn i hið óþekkta og von um bjarta tíma. Ótrúlegt hvað lítið sólarljós getur glatt og létt yfir öllu.“ „Svona aðstæður eru fullkomn- ar til að ná fallegri mynd – stund- um borgar sig að bíða eftir næstu lest til að njóta þess sem er beint fyrir framan mann. Ég er reynd- ar talskona þess að mæta alltaf of snemma, því þá er maður undirbú- in undir hið óvænta og hefur jafnvel tækifæri til að njóta leiðarinnar. En þennan dag var ég næstum búin að missa af flugi sem for rúmum tveim- ur tímum síðar af nákvæmlega þessari ástæðu. En sem betur fer endaði allt vel og eg komst heil heim og fallegri mynd ríkari.“ Ótrúlegt hvað lítið sólarljós getur glatt og létt yfir öllu Sólarljós á lestarstöð í Amsterdam. Guðrún Jóna Jónsdóttir Fullorðin í foreldrahúsum Átti að vera til bráðabirgða Bryndís Silja Pálmadóttir ritstjorn@frettatiminn.is Ég hef skoðað ýmsa möguleika, eins og stúd-entaíbúðir og leiguhús-næði. Ég skoðaði jafnvel möguleikann á að kaupa íbúð en það er lítið í boði í Vestur- bænum undir 30 milljónum.“ Bryndís Gunnarsdóttir flutti aft- ur inn til foreldra sinna í Vestur- bænum, með tveggja ára dóttur, eftir sambandsslit. Þar hafa þær mæðgur búið síðastliðna fimm mánuði en aðra hverja viku fer dóttirin til föður síns. Í fyrstu átti fyrirkomulagið einungis að vera til bráðabirgða en ef maður vill búa miðsvæðis, eins og Bryndís, virðast ekki margar dyr standa ungum foreldrum opn- ar. Flestar íbúðir miðsvæðis eru á himinháu leiguverði eða í skamm- tímaleigu til ferðamanna. „Ég er svokallaður Vesturbæingur með stóru V-i,” segir hún hlæjandi. „Ég vil helst bara bara búa hér. Hér er stuðningsnetið mitt, barnsfaðir minn býr nálægt og dóttir okkar fer í leikskóla stutt frá heimilum okkar beggja.“ Bryndís er á öðru ári í hjúkr- unarfræði í fjarnámi við Háskól- ann á Akureyri. Hún á því á ekki rétt á íbúð á stúdentagörðum Há- skóla Íslands hér í Vesturbænum. Henni finnst heldur ekki koma til greina að flytja norður. „Ég gæti mögulega fengið undanþágu hjá Byggingarfélagi námsmanna þrátt fyrir að Háskólinn á Akureyri sé ekki aðildarskóli að félaginu. Ég færi samt aftast á biðlistann og samkvæmt upplýsingum frá þeim fengi ég líklegast bara einstak- lingsíbúð í Hafnarfirði eftir langa bið.“ Bryndís flutti fyrst að heiman árið 2013 og hefur því áður búið í eigin húsnæði. Að sögn hennar eru margir kostir við það að búa heima hjá foreldrum sínum og hún er þakklát fyrir alla hjálpina sem hún fær: „Stærsti kosturinn við að búa svona er auðvitað að dóttir mín fær stanslaust dekur og nóg af athygli frá þremur fullorðnum og hefur miklu meira pláss en ef við byggjum bara í litlu herbergi.“ Sambúðin gengur ágætlega að hennar sögn, ef heimasætan vand- ar umgengnina: „Það er kannski svolítið skrítið að hafa flutt út og vera fullorðinn einstaklingur og mamma, þurfa svo að flytja aftur heim og verða sjálfur „barnið“ á heimilinu á ný. En sambúðin gengur vel, fyrir utan það að góð umgengni er kannski ekki mín sterkasta hlið,” segir hún glott- andi. „Svo er ég með bakdyr sem ég get laumast inn og út um, ef brýn þörf er á, þó að það sé erfitt að eiga leyndarmál á þessu heim- ili.” Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki, fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18—30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálfræðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? „Stærsti kosturinn við að búa svona er auðvitað að dóttir mín fær stanslaust dekur og nóg af athygli frá þremur fullorðnum,“ segir Bryndís Gunnarsdóttir. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.