Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 4
32503 mannanafna Úrskurðir „Varamanninum í mannanafnanefnd finnst þetta fáránlegt, en hefur samt fullan skilning á því að nefndin þurfi að fara að lögum,“ segir Brynhild- ur Flóvenz sem er varamaður í mannanafnanefnd sem nýlega bannaði foreldrum að skíra barn sitt Baltazar með zetu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Bent var á það á netinu, að úrskurðurinn hlyti að vera ákveðið áfall fyrir Brynhildi Flóvenz, dósent í lögum, þar sem í honum segir að eiginnafnið Baltazar brjóti í bága við íslenskt málkerfi, það geti ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, þar sem bókstafurinn Z teljist ekki til íslenska málkerfisins. „Ég hef fulla samúð með Baltazar litla og ráðlegg honum bara að skrifa nafnið sitt eins og hann vill sjálfur þegar hann vex úr grasi,“ seg- ir Brynhildur í samtali við Fréttatímann. Brynhildur segir að nefndin byggi úrskurð sinn væntanlega á því að eiginnöfn og ættarnöfn sem höfðu áunnið sér hefð áður en z var felld út úr málinu, megi halda zetunni. Sér finnist þó lögin, sem nefndin þarf að fara eftir, hálfgerður brandari. Hún rifjar upp að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem lög um manna- nöfn hafa orðið aðhlátursefni fyr- ir tvískinnung. Frægasta dæmið sé þegar manni sem fluttist hingað er- lendis frá var meinað að halda ætt- arnafni sínu þegar hann fékk rík- isborgararétt, á þeim forsendum að ættarnöfn brytu gegn íslenskri mannanafnhefð. Ríkisborgar- rétturinn var síðan undirritaður af mönnunum Thoroddsen, Möller og Eldjárn. „Ef það versta sem foreldrar gerðu börnum sínum væri að skíra þau ljót- um nöfnum, væri lífið gott,“ segir Brynhildur. „En eins og er finnst mér að það sé mikilvægara að hlúa að réttindum barna á margvíslegan annan hátt en að skipta sér af því hvað þau eru látin heita.“ Flóvenz hefur fulla samúð með Baltazar Brynhildur segir að sér finnist lögin, sem nefndin þarf að fara eftir, hálfgerður brandari. Bent var á það á netinu, að úrskurðurinn hlyti að vera ákveðið áfall fyrir Brynhildi Flóvenz. 4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 11. MARS 2017 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Portofino & Cinque Terre Hér er á ferðinni spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg. Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum miðjarðarhafsgróðri sem speglar sig í túrkisbláum sjónum. Göngurnar eru við allra hæfi. Verð: 234.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . 3. - 10. júní Fararstjóri: Jóhanna Marín Jónsdóttir AUKA BROTTFÖR Kjararáð Samskipti forsætis- ráðherra við kjararáð vegna ákvarðana ráðsins er varða laun fyrir kjörna fulltrúa falla undir persónuleg samskipti að mati forsætisráðuneytisins en ekki opinber samskipti og eru því undanþegin upplýsingaskyldu. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Ráðuneytið hefur synjað beiðni um aðgang að gögnum sem varða samskipti Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, við kjararáð, þótt vitnað sé til þeirra í ákvörðun kjararáðs um 45% hækkun launa þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, sem tekin var á kjördag en ekki tilkynnt fyrr en eft- ir kosningar. Vitnað er til samskipta Sigmund- ar Davíðs frá árinu 2015 í ákvörðun kjararáðs. Þar segir að bréfið hafi verið sent af forsætisráðherra „fyrir hönd ráðherra í ríkisstjórn Íslands“. Svo virðist sem allir ráðherrar hafi fengið bréf frá ráðinu þar sem ósk- að var álits ráðherra á launum kjör- inna fulltrúa. „Já, mig minnir að ég hafi fengið eitt bréf,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég svaraði því bréfi ekki og niðurstað- an var að ég held sú að forsætisráðuneytið sagði einfaldlega að við teldum ekki rétt að ráðherrar væru að tjá sig um ákvarðanir kjararáðs.“ Hvað með þá túlkun forsætisráðu- neytisins að þessi bréf séu send ráð- herrum persónulega en ekki vegna ráðherradóms? „Bréfið var ekki sent heim til mín en hins vegar er verið að óska eft- ir afstöðu minni á grundvelli stöðu minnar sem ráðherra. Ég hef marg- ítrekað verið spurð af fjölmiðlum bæði sem þingmaður og ráðherra hver mín afstaða er til ákvörðunar kjararáðs. Þingið hefur sagt mjög skýrt að við felum öðrum að hafa skoðanir á okkar launakjörum og ég tel að það sé ekki mitt að tjá mig um ákvörðun kjararáðs eða hvað kjara- ráð ætti að gera.“ „Það er verklag hjá nefndinni að gefa þeim sem heyra undir ráð- ið tækifæri á að koma sjónarmið- um sínum á framfæri þegar ráðið fjallar um kjör þeirra. Slík bréf eru eins og áður segir send viðkom- andi einstaklingum persónulega,“ segir í svari forsætisráðuneytisins vegna samskiptanna. Þessi túlkun ráðuneytisins er á skjön við synj- un kjararáðs við beiðni þingflokks Pírata um aðgang að gögnum vegna ákvarðana kjararáðs. Píratar vísuðu til stjórnsýslulaga um rétt aðila máls að upplýsingum um ákvarðanir er varði þá sjálfa. Í svari kjararáðs seg- ir hins vegar að einstakir þingmenn geti ekki samkvæmt ákvæðum laga um kjararáð talist eiga aðild að um- ræddu máli. „Mig rámar í eitthvert bréf frá kjararáði en ekki fannst mér það vera eitthvað persónulegt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrver- andi umhverfisráðherra um málið. „Mér finnst nú einhvernveginn að ég hafi bara endursent það og sagt að ég skipti mér ekki af þessu. Ég man ekkert ann- að en að hafa bara svarað því þannig. Vonandi að svar- ið hafi ekki verið hortugt en mér finnst eins og ég hafi bara sagt að ég skipti mér ekki af þessu.“ Þú kannast ekki við að bréfið hafi verið hugsað sem persónuleg samskipti þín og kjararáðs? „Hvað er persónulegt og hvað er ekki persónulegt,“ svarar ráðherr- ann fyrrverandi. „Ég get eiginlega ekki sagt meira um þetta því minnið er bara ekki betra. Ég man eftir ein- hver fyrirspurn frá kjararáði en ekkert að ég væri spurð um einhver persónuleg málefni, alls ekki.“ Í fjármálaráðuneytinu er ekki litið svo á að samskipti við kjararáð séu liður í persónulegum samskiptum ráðsins. Ráðuneytið afhenti bréf það sem vitnað er í við ákvörðun um launahækkun kjörinna fulltrúa. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur eðlilegt að kjararáð horfi á þá launaþróun sem verið hefur við athugun á því hvort endurmeta eigi laun þeirra. Jafnframt að gætt sé jafnræðis við ákvarðanir kjararáðs,“ segir í bréfi ráðuneytisins frá 3. des- ember árið 2015. Þingfarakaup hefur hækkað um 905 þúsund krónur á mánuði síðan 1996. Það samsvarar 464% hækkun úr 244 þúsund í 1101 þúsund. Sam- hliða hefur lægsti launataxti verka- fólks hækkað úr 60 þúsundum á mánuði í 195 þúsund. Það er hækkun sem nemur um 300% í óverðtryggð- um krónum. Þetta kemur fram í út- reikningum sem Verkalýðsfélag Akraness lét vinna fyrir sig í kjölfar úrskurðar kjararáðs á kjördag. Árið 1996 var þingfarakaup fjórfalt lægsti taxti en árið 2017 er þingfarakaupið orðið tæplega sexfalt lægstu grunn- taxtar. Í minnisblaði sem dreift var á skyndifundi ASÍ sem fór fram 2. nóvember, í kjölfar þess að tilkynnt var um hækkun kjararáðs, kemur fram að þingfararkaup hefur frá ár- inu 2013 hækkað um 471.000 krón- ur á mánuði sem eru 75%, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 790.733 krónur sem eru 64% og laun ráðherra hafa hækkað um 713.667 krónur, það er 64 % hækkun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, svaraði ekki fyrirspurnum vegna málsins. Vitnað er til sam- skipta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson frá árinu 2015 í ákvörðun kjararáðs. Þar segir að bréfið hafi verið sent af forsætisráðherra „fyrir hönd ráðherra í ríkis- stjórn Íslands. Forsætisráðherra skrifaði kjararáði persónulegt bréf „Mig rámar í eitthvert bréf frá kjararáði en ekki fannst mér það vera eitthvað persónulegt,“ segir Sigrún Magnús- dóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra um málið. Í svari Bjartar Ólafs- dóttur kom fram að yfirvöld á Íslandi geti ekki lagt sérstakan kolefnisskatt á nýjar verksmiðjur, eins og Thorsil, vegna alþjóðlegs regluverks um losunarheimildir á kolefnum. Thorsil- verksmiðjan mun menga mest Umhverfismál Erfiðlega hefur gengið að ljúka við fjármögnun verksmiðjunnar innanlands. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Kísilmálsverksmiðja Thorsil á Reykjanesi mun verða sú verk- smiðja sem mengar mest allra ef af byggingu hennar verður með þeim hætti sem kynnt hefur verið fyrir yfirvöldum á Íslandi. Mengunin af Thorsil-verksmiðjunni mun verða um 792 þúsund tonn af kolefnis- gösum á ári, tæplega 200 þúsund tonnum meira árlega en kolefn- ismengunin frá verksmiðju Alcoa á Reyðarfirði sem var sú verksmiðja sem mengaði mest árið 2015. Þetta má lesa út úr svari Bjartar Ólafs- dóttur, umhverfis- og auðlindaráð- herra, við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi. Svarið var birt á fimmtudaginn. Ari Trausti spurði ráðherrann um losun kolefnisgasa frá stóriðju, orkufrekum iðnaði og íslenskum þotum. Tölurnar sem Björt birti eru frá árinu 2015 þar sem upplýsingar um árið 2016 liggja ekki fyrir. Eitt af því sem vekur athygli í svarinu er að íslenski flugflotinn mengar nánast jafnmikið í millilandaflugi og álver Alcoa og álver Norðurál gera samanlagt eða um rúmlega eina milljón tonna af kolefnisgös- um á ári. Í svari Bjartar kemur fram að ekki sé hægt að leggja sérstakan kolefnisskatt á stóriðjuna á Íslandi eða á flugiðnaðinn þar sem fyrir- tækin heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda. Í þessu felst að þau fá 80 prósent af sínum losunarheimildum á kolefnisgasi endurgjaldslaust en þurfa að svo að kaupa 20 prósent sinna losunar- heimilda á markaði. Svar Bjartar sýnir því að yfirvöld á Íslandi geta gert lítið til viðbótar til að skatt- leggja stóriðjuna og flugreksturinn á Íslandi. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun á verksmiðju Thorsil en Umhverfisstofnun veitti henni starfsleyfi í síðasta mánuði. Fjöl- margir lífeyrissjóðir hafa skoðað fjárfestinguna en einungis einn, Almenni lífeyrissjóðurinn, hefur ákveðið að setja fé í Thorsil.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.