Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.03.2017, Blaðsíða 34
Kristín Guðlaugsdóttir er 22 ára nemi á þriðja ári í viðskiptafræði við HÍ. Hún er einka-þjálfari í World Class í Smáralind og kennir auk þess Hot Fit þrisvar sinnum í viku og Buttlift annan hvern laugardag í Laugum. „Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að fá mér vatnsglas. Ég þarf oft góðan tíma til þess að koma mér fram úr, þegar það hefst þá fer ég strax í það að gera mig til og út með hundinn minn í göngutúr. Mér finnst mikilvægt að geta borðað morgunmatinn minn í rólegheitunum og á meðan fer ég yfir plönin mín fyrir daginn, hvort sem það tengist skólanum, einka- þjálfuninni eða hóptímana sem ég kenni í World Class,“ segir Kristín Guðlaugsdóttir þegar hún er spurð hvernig hún byrji daginn. Kristín þjálfar í World Class en hefur auk þess sjálf keppt í mód- elfitness. „Ég hef ekkert keppt ný- lega en ég hef enn þvílíkt mikinn áhuga á því, aldrei að vita hvort ég fari ekki aftur upp á svið,“ segir Kristín. Hvað færðu þér oftast í morgunmat? „Uppáhaldið mitt þessa dagana eru grófir hafrar og chia fræ út í möndlumjólk. Síðan blanda ég vanillu próteini út í og toppa þetta með bláberjum og hindberjum. Svo tek ég auðvitað vítamínin mín og Lýsi.“ Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég geri styrktaræfingar þrisvar til fjórum sinnum á viku, annað hvort í World Class eða heima. Ég fer í Hot Yoga af og til en mig langar að gera meira af því. Í byrjun árs setti ég mér það markmið að vera dug- legri að hlaupa og það hefur gengið vel en ég reyni að hlaupa allavega einu sinni í viku.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Best finnst mér að slaka á í baði með kveikt á kertaljósum. Stjana síðan við mig með því að setja maska á andlitið og góða líkams- olíu eftir á. Eldhúsið reynist líka vel til þess að slaka á, en þegar ég hef nægan tíma þá finnst mér ekk- ert skemmtilegra en að dunda mér þar að elda eða baka og hlusta á góða tónlist á meðan.“ Lumar þú á góðu heilsuráði sem hef- ur reynst þér vel í gegnum tíðina? „Fyrst og fremst finndu þér hreyf- ingu sem þú hefur gaman af og ekki vera smeyk/ur við að prófa nýja hluti. Komdu jafnvægi á svefninn, hreyfingu og mataræðið. Temdu þér að vökva þig vel yfir daginn og miða við allavega eitt vatnsglas við hverja máltíð. Að lokum: brostu meira og hrósaðu bæði þér og öðr- um - það gerir daginn svo miklu betri.“ Hvert er skrýtnasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? „Ég hef heyrt þó nokkur skrýt- in heilsuráð og oftast snúa þau að öfgafullum megrunarkúrum. Það sem stendur helst upp úr er Bandormskúrinn. Þá gleypir fólk vísvitandi bandorm í von um það að léttast... þvílík vitleysa og já, ógeðslegt. Sem betur fer veit ég ekki um neinn sem hefur pró fað þennan kúr.“ Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig? „Fer í algjöra slökun fyrir framan sjónvarpið og fæ mér súkkulaði og poppa popp.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég geri allt tilbúið fyrir næsta dag, hvort sem það tengist vinnunni eða skólanum. Ég enda síðan daginn á smá slökun með því að horfa á einn þátt og knúsa voffann minn.“ Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar Mikilvægt að koma jafnvægi á svefn, hreyfingu og mataræði Kristín Guðlaugs einkaþjálfari slakar á eftir erfiðar tarnir með því að fara í bað, kveikja á kertum og stjana við sig með maska og líkamsolíu á eftir. Mynd | Hari Varanleg förðun nýtur sífellt meiri vinsælda. Þau efni og tækni sem notuð er til varanlegrar förðunar hafa þróast ört síðustu ár auk þess sem sérþekking fagaðila fer vaxandi. Erla og Sólveig eru umboðsaðilar Swiss color á Íslandi, sem er eitt af bestu merkjum heims í varanlegri förðun. Erla og Sólveig sækja regulega námskeið erlendis til að bæta við þekkingu og kynna sér allt það nýjasta. Jafnframt þjónusta þær aðra sérfæðinga í varanlegri förðun með námskeiðum og öllu sem sér- fræðingum er nauðsynlegt til að gera varanlega förðun með vörum frá Swiss color. Litirnir frá Swiss color innihalda ekki nikkel eða járnoxíð og eru þar af leiðandi ekki ofnæmisvaldandi. Viðskiptavinir Varanleg Fegurð sækjast helst eftir frísklegu og náttúrulegu útliti. Þær nota micro- blade tækni til að gera hárstrokur sem þétta og móta augabrúnir, sem er mjög vinsælt. Varanleg eyeliner lína og láta skerpa á náttúrulegum útlínum vara og að skyggja augabrúnirnar, sem oft er kallað powder brows og býr til smá skugga við neðri brúnina er einnig mjög vinsælt. Litirnir frá Swiss color eldast jafnt og fallega án litabreytinga, það er mælt með skerpingu á 12-18 mánaða fresti til að viðhalda litnum. Varanleg förðun hentar flestum og þá sérstaklega fólki sem stundar líkamsrækt, er að ganga í gegnum veikindi og eldri konum sem eiga erfitt með að farða sig. Fyrir hverja meðferð er farið vel yfir alla þætti með viðskiptavininum í notalegu umhverfi. Erla Björk Stefánsdóttir og Sólveig Birna Gísladóttir eru sérfræðingar í varanlegri förðun og förðunarmeistarar. Þær eiga og reka saman stofuna Varanleg Fegurð að Fjarðargötu 19 í Hafnarfirði. „Við höfum mikla ánægju af þessu starfi og vöndum okkur við að uppfylla væntingar viðskiptavina,“ segja Erla og Sólveig. Varanleg Fegurð Swiss color - Iceland Varanleg Fegurð - Fjarðargötu 19, Hafnarfirði - Sími: 565 6767 FYRIR EFTIR 2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017HEILSA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.